Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 8
132 HEIM.ILISBLAÐIÐ slöngvuðu grjóti í sífellu inn yfir borgarmúrana og' urðu steinarnir mörgum að bana og létu hrúta sína viðstöðulaus dynja á hinum sterku múrum og vakti það skelfingu mikla hjá borgarbúum, því að vegg- irnir nötruðu. Iler Gyðinga varði borgarmúrana hið efra af mik- illi hreysti fyrir hervélum Rómverja; en þeir gátu ekki komið í veg fyrir, að múrbrjótum þeirra ynnist smám saman á, og urðu þeir loks að flytja úr Ný- borg og inn fyrir múra Neðri-borgar. Konur og börn æptu af hræðslu og trcðningurinn varð svo mikill, vegna fólksmergðarinnar. Þeir, sem húsviltir urðu áttu lítilli gestrisni að mæta, því að sjálfselska og metorðagirnd höfðu svo lengi í'áðið í borginni, að mannkærleiki allur var að mestu útdauður. En þó voru eftir fáeinir, eins og Zadók, sem kostuðu kapps um að gera Guðs vilja og hjálpa nauðstöddum; hann hýsti margar húsviltai' fjölskyldur í húsi sínu og veitti þeim með ástúð hjálp og hjúkrun; en kona hans fékk eigi afborið allar þær hörmungar er hún mátti heyra og sjá. Síðast var eigi annað eftir en musterið og- Ant- onía-kastalinn. En þá gekk hungrið og græðgin í lið með Rómverjum, svo að því verður ekki með orðum lýst; hermenn Gyðinga rændu öllum matvælum, svo að friðsamir borgarar urðu að deyja úr hungri. All- ur kærleikur og vinátta sloknaði út. Eiginmaðurinn hiifsaði brauðið af konu sinni hungraðri, móðirin af barni sínu; gamalmennin og ungbörn urðu að deyja; enginn veitti þeim vörn, enginn kendi í brjósti um þá munaðarleysingja. Þegar Títus hafði náð Neðri-borginni á sitt vald,- vildi hann gefa borgarbúum nokkurt vopnahlé, ef verða mætti, að þeir gæfust upp og beiddust friðar; lét hann halda hersýningar að þeim ásjáandi, til þess að þeir gætu því betur séð, hvílíkt ofurefli var við að etja; en enginn gaf sig fram af hálfu Gyð- inga til að biðjast friðar eða heita Títusi hlýðni. Ilann sendi Jósef öðru sinni til að leita hófanna, en herstjórar Gyðinga vildu eklci heyra minst á upp- gjöf neina. En sakir volæðisins og góðra loforða af hendi Tít- usar urðu margir til að ganga honum á hönd og fór þeim æ fjölgandi og fengu í fyrstu góðar viðtökur. En er Símon komst að þessu, og Giskala, voru þeir þá vægðarlaust látnir deyja kvalafylsta dauða, er gerðu tilraunir til að flýja, og þurfti eigi annað en að ekki er ofmælt um fegurð þessa liéraðs og Akureyrarbæjar. lkað, sem mest vakti athygli mína á Akureyri, voru hin beinvöxnu, háu reynitré, sem þar gat að líta. En nú stóðu þau fölnuð og lauifallin, og hvít fann- breiðan huldi fögru sumarblómin í trjágörðunum. Annað er það líka, sem vekur athygli manns á Akur- eyrarbæ, og það er hve mörg hús eru þar smekklega bygð og reisuleg. Eg dvaldi rúina viku á Akureyri, og bjó lijá vinum mínum þar, Bjarna Halldórssyni, verzlunarstjóra, og frú hans, Margréti Gunnarsdóttur. Var eg þar eins og heima lijá mér. Með »Drotningunni« tók eg mér svo far 30. okt., og kom heim úr ferðalagi mínu 1. nóv. ríkur af góð- um endurminningum. Bið eg Heimilis- blaðið að bera kæra kveðju til hinna mörgu, þó ekki séu hér nafngreindir, sem sýndu mér vináttu og greiddu götu mína. Jón Helgason. -----•><-><•--- Lífgjafinn hans. Jólasaga frá Alaska. írlendingur einn, Murray Sheldan að nafni, hafði það að atvinnu, að skjóta refi og önnur loðfeldardýr og grafa gull úr jörðu. Hann átti sér tík eina stóra og gráa, er Júnó nefnd- ist. Gengu fáheyrðar sögur af þeirri skepnu í bænum Nome í Alaska. Hús- bóndi hans hafði tekið sér bólfestu uppi á »íraheiðinni« svo nefndu; en það var venja þeirra Iranna á heið- inni, að koma niður til bæjarins á jólunum ár eftir ár. Rann Murray þá frá einni drykkjukránni og dansbúð- inni til annarar, og altaf var Júnó

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.