Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 12
13G HEIMILISBLAÐIÐ þeir dagar mundu koma, að óvinir borgarinnar gerðu hervirki um hana og þröngva henni á allar hliðar. Þóttist hún sjá, að það mundi brátt koma fram, er eftir var spádómsins. Salóme var svo veik orðin, að hún gat lítið greint af þessum hervirkjum, þaðan sem hún var vön að hvílast nálægt húsi Zadóks. Ógnir þær, er hún hafði séð undanfarna daga, höfðu nærri borið hana ofur- liði. En nú hlakkaði hún til að fá enn einu sinni að sjá sólina rísa upp undan Olífufjallinu og draga að sér hressandi morgunloftið; var hún borin út í hvílu sína. En nú sá hún það, er henni reið að fullu. öll fjallshlíðin stráð krosstrjám og hékk lifandi maður á hverju tré; varð þá að bera hana inn aftur hið bráðasta. Þessari ægilegu sjón gat hún ekki hrundið úr huga sínum marga daga á eftir. Sáu þau Naó.mí og Zadók, að hún átti skamt eftir ólifað. En það var gleði Naómí, að móðir hennar óx að innra krafti því rneir, sem líkamlegu kraftarnir þverruðu. Það eitt var eftir, að hún bæri góðan vitn- isburð um náð Frelsarans. Það þráði Salóme nú. Henni hvarf allur ótti fyrir dauðanum og leit til dauðastundarinnar með hinni mestu sálarró. Hún bar ekki kvíða fyrir neinu, nema framtíð Naómí, og þótt hún reyndi að treysta Drotni og leggja Naómi í hendur hans, þá gat hún ekki annað en kviðið því að skilja hana eftir í þessari ógæfusömu borg. Hörmungin d hœsta stigi. Afleiðingin af innilokunarskipun Títusar kom brátt í Ijós. Hungrið, með öllum þeim ógnum, sem því fylgja, óx nú hröðum skrefum. — Heilar fjöl- skyldur urðu aldauða og á götunum lágu dauðir og deyjandi menn hvarvetna, kveinað gátu þessir ves- lings menn ekki, svo voru þeir magnþrota. Ekkert heyrðist, nema gargið í ræningjunum, þegar þeir brutust inn í hús manna. Hermennirnir grófu nú líkin í fyrstu, til þess að drepsótt kæmi ekki upp; en svo var því hætt líka og þá varð loftið óþolandi fyrir nálykt. Gatan meðfram borgarveggjunum var öll líkum stráð, en hermennirnir gengu á líkunum með köldu blóði. Ódáðaverk voru enn unnin. Matthías æðstiprestur var myrtur og gefið að sök, að hann stæði í sam- bandi við Rómverja, en áður drápu þeir þrjá sonu Murrays, sem heflr verið hér á ferð- inni! Hún heflr auðvitað engan mat handa smadingjunum sínum. Það væri líka ómerkileg móðir, sem ekki vildi gefa ungunum sínum vitund að éta á jólunum, og eg fyrirgef henni það svo hjartanlega«. Morguninn eftir vaknaði Owen viö það, að Júnó var að góla fyrir utan kofann lians. »Guð sé oss næstur!« hrópaði hann, »hvað skyldi nú vera í efni?«. Hann flýtti sér í fötiri og lauk upp. Hann starði undrandi á Júnó. Parna stóð hún úti fyrir dyrum með einn hvolpinn í kjaftinum. Guð minn góður«, hrópaði hann, »hvað gengur að pér, Júnó'? Komdu inn til Owen, Júnó, komdu inn, vesl- ingurinn!« En Júnó stóð kyr í sömu sporum og leit á hann bænaraugnm og dingl- aði rófunni í ákafa. I5að var auðséð, að hún vildi ekki sleppa hvolpinum fyr en Owen var búinn að átta sig á því, hvers hún beiddist af honum; liún var að biðja hann að taka að sér hvolpinn hennar, og svo bað hún sárt um þetta, að harðasti steinn hefði hlotið að vikna við það: írlend- ingurinn var ósköp hjartagóður og skildi bæn hennar undir eins. »ViItu, að eg annist litla hvolpinn þinn, Júnó?« spurði hann og klapþ- aði á kollinn á henni; þá slepti hún hvolpinum óðara og lagði hann fyrir fætur honum. Hún dinglaði þá þakk- látlega rófunni og hljóp svo aftur heim í hús Murrays. Hún leit nokkr- um sinnum til baka til Owens, þar sem hann stóð í dyrunum og þrýsti gráa hvolpinum hennar upp að brjósti sér. — Að fá'um stunduiu liðnum var hún búin að bera alla hvolpana til Owens; hann vissi ógn vel, hvað henni mundi hafa í hug komið, og taldi þetta vera guðlega ráðstöfuD.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.