Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 14
138 HEIMILISBLAÐIÐ sem nú fyltu huga hennar. Hún gat ekki sofið dúr nóttina eftir það, er hún heyrði sagt frá afdrifum Maríu og Davíðs, en Naómí grét litla frænda sinn. Það sama kvöld gróf Giskala með mönnum sínum undirstöðiina undan borgarveggnum, sem vígvélar Rómverja hvíldu á; hrundi þá múrinn með miklum gný. Rómverjar ruddust þá inn um skarðið, en Giskala hafði þá hlaðið annan múr fyrir innan og stóð hann lengi fyrir þeim, þótt veikari væri. Marcellus kendi mjög í brjósti um Gyðinga út af öllu því, sem þeir höfðu orðið að þola. Hann titraði allur, er hann hugsaði til Naómí, er ef til vill hafði orðið að sæta sömu forlögum. Honum þótti sem það væri eina ráðið til að bjarga henni og öðrum löridum hennar frá tortímingu, að rómverski herinn kæmist inn í borgina, áður en hungur og flokkabarátta hefði að fullu unnið sitt eyðingarverk í borginni. Hann ásetti sér því að ráðast til uppgöngu á múrinn. Tutt- ugu af varðmönnunum vildu fylgja honum og fána- beri einn og lúðramaður. Þótti Rúfus mjög til kom’a hugrekki sonar síns og fylgdi honum því alráðinn. Þeim tókst að komast upp á múrinn, því að verðirn- ir sváfu fast af þreytu. Þeir drápu nú verðina óðara; skipaði þá Marcellus lúðramanni að blása af veggn- um, svo heyra mætti langar leiðir; vöknuðu þá aðrar varðsveitir og þutu til að verja múrinn; en Gyðingar sáu sitt óvænna og flýðu í ofboði, því að þeir vissu ekki, hve fámenn rómverska sveitin var. Títus heyrði lúðurhljóminn og siguróp sinna manna; stefndi hann þá sarnan herforingjunum og hröðuðu sér að borgarveggnum; sá hann þá •hvar þeir stóðu hinn hrausti, ungi vinur hans Marcellus og faðir hans og höfðu reist þar fána Rómverja. Marcellus sagði Títusi, að Gyðingar væru flúnir; kom þá Títus og allir hermennirnir upp á múrinn og settust að í Antoníkastala, áður en Gyðingum gafst færi á að ráðast á þá. Flýðu þá Gyðingar til muster- isins, er Rómverjar voru seztir j kastalann, en Róm- verjar fjölmentu á götunum fyrir neðan vígið. Nú hófst atlagan að musterinu. En þar var sam- bandsher þeirra Giskala og Símonar að mæta. Hófst nú blóðugur bardagi og varð Títus frá að hverfa að því sinni til kastalans. Títus hrósaði Marcellusi þakk- látlega fyrir hreystilega framgöngu og leyfði honum að beiðast einhvers af sér að launum. Marcellus beiddist þess þá óðara, að Zadók væri þyrmt og fjöl- henni, og át þá svo’um leið, tii að svala þorstanuin. Pegar hún svo loks komst alla leið til Nome, þá kom hún auga á Murray. Hann var þar fremstur í llokki gleði- manna; þustu þeir þar inn í veitiriga- hús fyr en hún gæti gert vart við sig. Hún settist þá að vanda við dyrnar og beið lians þar, og síðan fylgdi hún honum trúlega úr oinum stað í annan, en aldrei gaf hann herini auga. Og hefði Tom Atkins ekki ver- ið svo hjartagóöur, að víkja að henni dálitlu af harðíiski, þá liefði hún orð- ið að sitja banlningruð á varðstöðvum sínum. Á gamlárskvöld var hún búin að sitja 6 stundir fyrir dyrum úti í »Glað- heimi« og bíða með þolinmæði í kuld- anum og myrkrinu, þá rak veslings skepnan upp langt og ömurlegt gól. Og þó að Murray væri orðinn allur steindoíinn og rænulítill af svallinu, þá raknaði hann þó svo úr rotinu við gólið, að hann kannaðist við, að hún trygga Júnó hans væri þar kom- in og væri að kalla á hann. Hún væri að biðja hann að korna aftur heim til sín og Iraheiðarinnar. Jæja, hann ætlaði þá að gera það fyrir hana. Hann spratt upp af stóln- utn og teygði úr sér, þó dofinn væri og dasaður, og brölti út úr dyrum og lagði þegar af stað í langferðina heim til sín, þótt það væri hin mesta hættuför yfir endalausar snjóbreiður og í myrkrinu, nætur og daga; var því ekki um aðra birtu að ræða en stjörnuljós himinsins. Engum kom til hugar að letja hann fararinnar. Nú var öllum sama um hann, því þeir voru búnir að hafa út úr honum hvern eyri. Svo lagði hann út í dimmu heimskautanóttina, og út í hana hafa svo margir lagt áður og aldrei komið til baka. Júnó gólaði upp af fögnuði, þegar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.