Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 16
140 HEIMILISBLAÐIÐ frá, hve Rómverium hefði orðið mikið ágengt og hve mikið mannfall hefði orðið í liði Gyðinga.- Sárast af öllu þótti Zadók, ef kona hans dæi, áður en hún sæi Messías koma í dýrð sinni og- gæti þá tekið þátt í fögnuðinum yfir hinu nýja konungdæmi. Einu sinni mintist hann á þetta áhyggjuefni sitt við Salóme. Þá svaraði hún: „Ó, Zadók, minstu ekki á viðreisn ísraels við mig\ Við eigum ekki annars að vænta en volæðis, þó að við svo lifðum langan aldur. Eg fer nú bráðum frá þér, elskaði Zadók; eg lifi í von um fögnuð sem er betri en unaðssemdif þessa heims. Eg veit, að þú harmar mig, og ekki gæti eg litið fram á skilnað okkar með gleði, ef eg hefði eigi þá öruggu von, að þú hittir mig þar innan skamms, sem enginn skiln- aður er framar til". „Eg vildi óska, að bjarta vonin þín mætti rætast", svaraði Zadók, ,,óska þess, að við mættum eiga vist saman í bústöðum Guðs. En eg gæti af hjarta óskað þess, að við ættum lengur saman að lifa hér, svo að þú gætir með mér séð Messías koma í skýjum him- ins til að endurreisa ísrael og- setjast í hásæti Da- víðs". „Zadók, eg veit nú, að Messías kemur ekkí í dýrð fyr en á efsta degi. Nú ganga þeir hörmungadagar yfir ísrael, sem hinir helgu spámenn vorir hafa fyrir löngu fyrir sagt, og langt er enn til endurreisnar ísraels". „Hver hefir innrætt þér þessa trú?" spurði Zadók. „Eg er hræddur um, að þessi hugarburður sé kom- inn frá Naómí. Þú varst áður vön að fallast á eftir- væntingu vorra lærðustu manna um komu Messías- ar. Vorar helgu ritningar segja skýlaust, að svo muni fara, sem vér vonum. Núverandi þrengingar þjóðar vorrar eru það tákn tímanna, sem sýna glögt, að von þjóðar vorrar er ekki til ónýtis. Á hverri stundu mun höfuðengillinn koma í skýjunum og segja óvinum vorum, að hann, sem í hæðum ríkh", sé að koma til að frelsa sína útvöldu þjóð frá, ofsókn- um. Saiómé, eg vænti hans á hverjum degi og* á nótt- unni líka, til að vera viðbúinn að grípa fyrsta geisl- ann af ljósinu mikla, sem boðar komu hans. Það er þetta, sem heldur mér uppi í öllum þessum ógnum, sem eg sé daglega; þess vegna skelfist eg ekki af framgangi fjandmannanna. Eg veit, að þeir munu mjúka og djúpa fönnina. Júnó togaöi þá í fötin hans, sleikti andlitið og hendurnar, stakk trýninu inn í skegg- ið og reyndi með öllu móti að vekja hann, en það dugði ekki. Snjónum hlóð nú niður, svo að hann fenti í kaf, allan nema andlitið; þar sleikti Júnó allan snjó burtu. — Svo fór hún að ýlfra og spangóla, eins og úlfarnir forfeður hennar, þegar þeir voru í n.'uiðum staddir. Hún rak upp langdregið neyðaróp, og hugði víst, að einhver kynni að heyra það þar í grendinni og þá koma til hjálpar. En þegar enginn svaraði márgítrekuðu neyðargóli hennar, þá slcikti hún enn snjóinn framan úr húsbónda sínum og paut svo í einu hendingskasti heim til Nome aftur. Van prestur var nýkominn heim frá miðnætur-messunni sinni. Hann var áhyggjufullur út af ferðamannin- um, sem engan hafði nema rakka sér fylgdar, og nú var á ferð uppi í tíeið- inni á annari eins nóttu. Hann vissi, að í slíkum kafaldsbyl hlaut hver og einn að berjast upp á líf og dauða, sem úti væri. Hann kraup því til bænar í kofa sínum og bað Guð að leiða þessa veslinga báða á öruggan stað. — En á meðan hann var að biðja, lieyrði hann ámátlegt gól úti fyrir dyrum, og rétt á eftir var klór- að rösklega í hurðina, og spratt prést- ur þá fljótlega á fætur og flýtti sér að Ijuka upp. Sá hann þá, að sami rakkinn stóð fyrir dyrum úti, sem hann hafði séð fara með húsbónda sinum út i myrkrið og storminn. Hann sá að hún hríðskalf öll og starði á hann, og þótt honum sem hann sæi blika á rauða demanta, er Iiann leit í augu hennar í ljósbjarmanum. Bæn- araugun hennar gengu honum lil hjarta. Húsbóndi hennar var að verða

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.