Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 141 brátt verða að velli lagðir, ei' vor synduga borg hefir fengið refsingu". ,,Ó, eg vildi óska, að þú gætir slept þessari hégóm- legu von úr sálu þinni, Zadók. Ó, að Guð vildi opna au8’u þín fyrir hinu raunverulegá ástandi þjóðai' voiTar nú og framtíðarhorfum hennar. Þjóðin er sek, syndabyrðin hvílir enn á niðjurn Abrahams; eg' titra, Þegar eg tala, en eg verð að segja hið sanna. Eg veit, að blóð Krists hreinsar land vort og þjóð af Þeirri synd, er hún gerði sig seka í, er þeir hrópuðu: »Blóð hans komi yfir oss og börn vor“! »Salóme!“ hrópaði Zadók bæði hissa og' óttasleg- mn, „tók eg rétt eftir því, sem þú sagðir!“ j.Horf þú ekki skelfdur á mig, bannfærðu ekki úeyjandi konu þína, þótt hún játi, að ódauðleikavon hennar sé bygð á lífi og dauða Jesú. Fyrir friðþægj- andi blóð hans hefi eg fengið fyrirgefningu allra minna synda og í hendur hans fel eg anda minn, því hann hefir endurleyst mig“. í’á hrópaði Zadók: „Ó að eg skyldi lifa það að ^eyra þessa játningu á vörum ástkærrar eiginkonu nnnnar. Ó, þú Guð feðra minna, nú er bikar sorgar nunnar barmafullur. Salóme, Salóme, og þetta kem- Ur H'á þér, sem altaf hefir gengið við hlið mér og aldrei gefið mér neitt tilefni til misþóknunar alt til Þessarar stundar. Eg hugði, að trú Abrahams væn eina stoðin þín í ellinni og að við mundum hittast í skauti Abrahams, ef eg dæi í sömu trú. En hvar er nú von mín? Þú hefir svikið Drottinn og farið að til- ^iÖja mannlega veru, þú reiðir þig ekki lengur á Hrottinn, heldur á krossfestan afbrotamann". Salóme titraði ákaflega. Hún bjóst við, að Zadók niundi reiðast mjög, er hún játaði trú sína á Jesúm, °§' þess vegna hafði hún frestað því dag frá degi; en hún hafði ekki búist við, að orð hans lýstu svona újúpri sorg, svo að henni lá við að hugfallast og varo orðfall í svipinn. Hún leit hrygðarsvipinn á manni sínum og hún bað í kyrþey um kraft á þessari stundu. Drottinn heyrði bæn hennar og veitti henni újörfung að nýju. Ilún lagði veiku höndina sína á úönd Zadóks og greip svo fast um hana, sem hún úafði framast megn til, eins og hún væri hrædd, að úann mundi frá sér fara í reiði, og síðan mælti hún: >,Zadók, eg hefi unnað þér hugástum og þú mér. a’Ú hefir verið markmið lífs míns að vera þér til £leði, því miður! Eg er hrædd um að eg hafi líka úti í bylnum. Hún var komin til að beiðast hjálpar! Hún stökk aftur og aftur öfug út í náttmyrkrið og bylinn, og kom svo í dyrnar aftur og stóð svo ýlfrandi og dinglaði rófunni. Já, prestur var ekki í neinum vafa um, að lnin var komin til að beiðast hjálpar. Og hann var ekki lengi að hugsa sig um. Hann vissi skyldu sína og kallaði á dreng af Rauðskinnakyni, og skipaði hon- um að beita hundunum fyrir sleðann. Að lítilli stundu liðinni var alt til taks. Sleðinn var kominn að dyrun- um, og fyrir honum voru 7 rösklegir lmndar, og á sleðanum var Ivfjakassi, flaska og tvær ullarábreiður. Prestur- inn og drengurinn settust svo á sleð- ann. Júnó stökk á stað á undan, en hundarnir komu þjótandi á eftir með sleðann. Ekki sáust neinsstaðai' í snjónum hin minstu merki pess, að menn eða skepnur hefðu verið þar á ferð. En Júnó hikaði ekki vitund; hún skund- aði þráðbeint að markinu; stundum hljóp hún svo langt á undan, að luin hvarf sýnum; hræðslan hjá henni var svo mikil um það, að hún mundi ekki koma nógu fljótt, en svo kom hún aftur til baka, til að vísa hinum hund- unum til vegar í fannkynginu og moldviðrinu. Svo vissi enginn fyrri til, en að sleðinn var stöðvaður skyndilega, og lá nærri, að hann lenti yfir Júnó, þar sem hún var að krafsa ofan í fönn- ina af kappi, alveg eins og hún væri óð. Rauði drengurinn stökk þá til og kipti sleðanum aftur á bak, en prest- ur fór að hjálpa Júnó til að grafa með rekunni sinni, sem hann hafði haft með sér. Loks rak Júnó upp gól af gleði, því að nú var hún búin að finna lík ástvinar síns og húsbónda. Hún más- aði og þefaði, og réði sér okki fyrir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.