Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 18
142 HEIMILISBLAÐIÐ hugsað meira um að gleðja þig en Drottinn, Guð minn. Getur þú ímyndað þér, að mér hafi verið hægð- arleiki að taka aðra trú en þá, sem þú hefir, er eg vissi að mundi vekja þér harm og.reiði? Eg hefi lengi, mánuðum saman, barist gegn þeirri sannfær- ingu, sem gagntekið hefir sálu mína; en Drottinn varð mér yfirsterkari, hann vildi ekki láta mig ganga frarn í villu og vantrú; hann hefir smám saman eytt þeim hleypidómum, sem voru í sál minni, og birt mér veginn til sáluhjálpar í Jesú Kristi, sínum ein- getna syni. Hægra væri mér að líta upp í heiðaii himin á miðjum degi og sjá þó ekki sólina, heldur en að lesa og heyra æfisögu Jesú og trúa því ekki, að hann hafi verið sonur Guðs, hinn fyrirheitni son- ur Davíðs". Zadók svaraði engu, hann var hræddur um að hann gæti ekki stilt skap sitt. Þá mælti Salóme: „Það var orð Guðs, rita.ð af þjóni Jesú, og skilio" eftir til huggunar öllum börnum Guðs, sem olli þess- ari breytingu í sálu minni. Og hlustaðu nú, Zadók. á bæn mína. Þetta er í síðasta sinni, sem eg fæ færi á að biðja þig, láttu það ekki verða fyrstu bænina, sem þú synjar mér um. í nafni Guðs sáttmála vors bið eg þig að þú lesir guðspjallið og hlustir á það, sem Naomí segir þér; en fremst af öllu bið eg þig, að þú snúir þér sjálfur í bæn til Drottins og biðjir um, svo að þú getir veitt sannleikanum viðtöku, þvi að þá veit eg, að þú munir öðlast trúna. Eg veit, að þá sér þú, að Jesú frá Nazaret er hinn fyrirheitni Messías. Hafa spámennirnir ekki skýlaust boðað, að hann mundi verða fyrirlitinn af mönnum eða verða harmkvælamaður ? Zadók, þú þekkir orð spámanns- ins Jesajasar; getur þú lesið þau svo, að þú sjáiv ekki hve dásamlega hann segir fyrir pínu' Jesú og dauða? Ó, ef þú aðeins vildir trúa því, að hann var særður vegna þ i n n a synda og kraminn vegna þ i n n a misgerða, þá mundir þú finna hvíld sálu þinni, fyllast þeim fögnuði og friði og auðmjúkri til- biðjandi þakklátssemi, sem engin trú önnur getur nokkurntíma veitt þér. Hjartkæri ástvinur, lofa þú mér því að verða við þessari ósk minni. Eg ér svo veikburða, að eg get ekki talað, annars mundi eg gera það sjálf með fögnuði". Zadók komst við af alvöru hennar og undraðist djörfung" hennar og sálarþrek, þar sem hún var að dauða komin. kæti. Þeir prestur og drengurinn rauði lyftu nú Murray upp í hlýja og rajúka sleðann. Fletti prestur óðara frá brjósti hans og lilustaði eftir hjartslættinum. Hann heyrði votta fyrir honum og vissi þa, að Murray var ennþá á lífi. Hann helti nokkru af hressingar- drykknum inn milli vara hans og tanna, sem hann svo kyngdi niður. Erfiðast var að opna tennurnar, því að hann hafði nist peim svo fast saman. En pað sást brátt, að drykk- uririn hafði lífgandi álirif á hann, því sem næst gegnkaldan af frostinu. Nú réð Júnó sér ekki fyrir fögnuði. Hún hljóp frá Murray til prestsins og sleikti [)á í framan til skiftis og Iiend- ur peirra, og néri hausnum við hand- legg prestsins, eins og til að votta honurn þakklátssemi sína. Heimferðin gekk einkar greiðlega; pá purfti ekki að hotta á hundana, [)egar heim á leið var snúið, og Júnó teygði skrokk og pandi lappir við hliðina á sleðan- um. Aldrei linti hún á sprettinum, og var altaf svo sem álnar langt frá liöfðinu á Murray. Murray lá nú dauðsjúkur á sjúkra- húsinu í Nome hálfan rnánuð, og ka- þólsku systurnar hjúkruðu honum. Upp frá því fór hann smám saman að hjarna við. Júnó fékk þá að vera hjá honum, og allan tímann vék hún aldrei frá honum, að heita mátti. Parna vakti hún yfir húsbónda sínum sjúkum daga og nætur með óþrjót- andi trygð. I'egar óráð var á honum, þá kallaði hann stundum á hana, og það gat komið tárunum fram í augii manns, að sjá, hve blessuð skepnan gerði sér mikið far um að láta hann vita, að hún væri hjá honum. Owen Kerrigan var fyrsti maður- inn, sem var leyft að koma inn til Murrays, og með honum komu svo allir hvolpar Júnóar inn í stofuna til sjúklingsins. Fögnuði hennnr cr ekki

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.