Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 22
146 HEIMILISBLAÐIÐ Úti fyrir kastalanum börðust Zelótar og menn Símonar, voru þeir að verja Zelótum aðgöngu að fangelsinú. Engum kom til hugar að slökkva eða bjarga; milli járnslánna, sem voru orðnar glóandi, skein í náföl andlit fanganna, því að birtunni sló á þá. Þeir æptu neyðaróp eða báðu brjóstumkennan- lega, en hermennirnir blótuðu úti fyrir og formæltu; blandaðist það við snarkið í logunum og brakið, ev bjálkar og steinar hrundu. Þessi ægilega sjón var ein myndin af því, sem gerðist í Jórsölum þessa daga. En Javan nam ekki staðar til að litast um; hann tók upp lykil og opnaði leynidyr í múrnum, og þeir feðgar hlupu inn í fangelsið. Á móti þeim sló svælu og logum, en Javan hörfaði ekki til baka, og bar brátt að dyrum á klefa Þeófílusar; Javan hafði líka lykil að honum; hurðinni þungu var hrundið upp og þeir sáu fangann allan kafinn í hlekkjum, krjúpandi við gluggann, auðsjáanlega bíðandi dauða síns. Jav- an þreif hann á arma sér og bar hann gegnum log- ana út á götuna. Zadók kom á eftir eins og til hálfs í draumi; en ekki þekti hann bróðurson sinn fyr en þeir voru komnir spölkorn frá harkinu og ringulreið- inni; því að Þeófílus var orðinn svo magur og kinn- fiskasoginn. Þeim tókst að ná af honum hlekkjun- um, þótt illa gengi; hrestist Þeófílus fljótt, er hann kom undir bert loft og studdu þeir Javan hann heim til Zadóks; gekk ferðin seint og gafst þá Javan tóm til að segja föður sínum með hverjum hætti Þeófíl- us hefði komist undan. Það var heitasta ósk Javans, er dauðadómurinn var kveðinn upp yfir Þeófílusi, að takast mætti að snúa honum aftur til gyðingdómsins. Hann fór þess því á leit við fangavörðinn, er honum var trúr og handgenginn, að hann léti annan dauðadæmdan fanga skifta klefa og klæðnað við Þeófílus og láta taka hann af lífi í stað frænda síns. Þetta kænsku- bragð hepnaðist og enginn fékk minsta grun um, að Þeófílus væi'i' á lífi. Javan hafði engum sagt frá þessu nema Naómí og Salóme, gegn hátíðlegu þagn- arheiti af þeirra halfu. í fyrstu sat Javan tímum saman hjá frænda sínum og beitti allri sinni skarp- skygni og mælsku til að sannfæra hann um villu hans; en hann varð brátt þreyttur á þessari við- leitni sinni, og meðfram af því, að stríðið og föður- landið voru annarsvegar, svo að honum gafst varla nokkurt tóm til heimsókna; vaknaði nú brennheit ósk sínir gætu borgað 10,000 dollara. Hann var nú vikum saman með ræn- ingjunum, þó nauðugt væri, og varð að taka þátt í öllum liættum og svaðil- förum með þeim. Þá hafði annar ræn- ingjaflokkur heyrt getið um þennan fémæta bandingja, og létu sér í hug koma að ræna honum; en þá vildi svo heppilega til fyrir dr. Howard, að þeitn lenti fyrst í höggi við deild reglulegra hermanna, og loks komst hann aftur til háskóla síns nær dauða en lííi. Heimilisráð. Sé tannholdi hætt við að blajöa, ætti að skola það og bursta hægt með vatni nokkrum sinnum á dag; í vatn- ið ætti að láta lítið eitt af salti og láta það alveg bráðna. Petta gerir tannholdið smám saman hæfara til mótstöðu. Öll ný eldliúsgögn úr tré, svo sem trésleifar, kökukefli, kjöthamra o. 11. skyldi ávalt sjóða af heilbrigðisástæð- um, áður en það sé notað til mat- reiðslu eða bökunar. . Braki í skósólum, skal smyrja J)á vandlega úr línolíu, og láta þá svo standa til þerris í einn eða tvo daga, áður en skórnir séu settir upp aftur. Hreinsa skal hluti úr leðri á þessa leið: Mjúk tuska sé vætt í sjóðandi mjólk og leðrið núið alveg hreint. Síðán sé það þerrað með flúnels-dulu vel þurri. Síðan er leðrið núið með mjúkri tusku, sem lítið eitt af vaxi er borið á, og loks er það gljáfægt með mjúkum tuskum. 1 sumarhita geymist mjólk betur, ef fatið eða kannan, sem hún er geymd

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.