Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 24
148 IIEIMILISBLAÐIÐ fyiiigefið m'ér, svo að eg geti dáið í friði við alla rnenn; þá vona eg, að þú einkasonurinn minn, reið- Frægir dreng-ir. ist mér ekki?“ „Ó, mamma, mamma! talaðu ekki svona“, hrópaði Javan örvinglaður, „sviftu mig eigi þeirri von, að þú deyir í trúnni á Guð ísraels!" „Sannlega dey eg í trúnni á hann, en hann og sonur hans eru eitt. Eg blessa þig í nafni hans, hins eina sanna Guðs. Krjúp nú niður við hliðina á mér, sonur minn, í trúnni á það, að við munum á sínurn tíma sjást aftur“. Javan hlýddi og Salóme leit á hann með sorg- blandinni ástúð, lagði svo loks hönd sína á höfuð honum og mælti hátíðlega: „Guð Abrahams, Isaks og Jakobs blessi þig, elsk- aði sonur minn, hann opni þér augu fyrir sannleik- anum og láti okkur aftur hittast í Guðs ríki‘. Javan gat nú ekki borið þetta lengur og snaraðist út sem skjótast; myrkt var í sálu hans og eirðar- laus gekk hann um gólf í herberginu sínu. Þeófílús fór út á eftir Javan, en þau Zadók og Naómí urðu eftir hjá Salóme. Alt af dró nær dauða hennar, en hún talaði við og við og minti Zadók á heitorð hans um að lesa guðspjallið og vaka yfir Na- ómí og láta huggast af henni. Zadók hét að gera sem hún beiddi og því að auki, að hann skyldi leyfa Naómí að tala um Jesúm við sig og ekki herða fram- ar hjarta sitt gegn orðum hennar. Nóttin leið og alt var hljótt og er lýsti af degi vaknaði Salóme og kallaði upp fagnandi: „Sjá, nóttin er liðin, dagurinn er í nánd! Lofaður sé Jesús, lausn- ari minn!“ Þetta voru síðustu orðin hennar og var hún sam- stundis örend, fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu á fölva ásjónu hennar; þar sást ekki marka fyrir hinum minstu merkjum böls og sársauka. Nú gat Zadók ekki lengur borið harm sinn í hljóði; hann grét eins og barn við banabeð konu sinnar, þangað til Naómí leiddi hann hóglega út úr herberg- inu. Skömmu síðar varð hann líka að fara af heim- ilinu, því að samkvæmt lögmálinu mátti enginn préstur dvelja undir sama þaki og framliðinn mað- ur. Hann reikaði nú um göturnar eirðarlaus, meðan jarðarförin var undirbúin, en hún átti að fara fram samdægurs að vanda, sakir lofthitans. Eins og nú stóð á, varð líkið eigi borið um göturnar; varð því (Endir sögunnar kemur í 1. blaði næsta árg.). Sænskur drenglmokki, ógn lítill og lágur í lofti, datt út utn glugga og meiddi sig mikið; en liann beit á jaxlinn og orgaði ekki bið ininsta. Gústaf Adólf konungur horfði á Jietta og spáði því, að þessi drengur yrði einhvern tíma mikilmenni. Og þáð varð. Hann varð síðar hinn frægi hershöfðingi Svía, Jóhann Banér. Kona datt í tjörn í einni borginni á ítalíu; mannfjöldi mikill stóð og' horfði á, en enginn þorði að henda sér út í tjörnina til að ná henni. Þá hendir unglingspiltur sér út í tjörnina nærri því jafnsnemma og konan datt, og' fékk lialdið henni uppi, þangað til aðrir þrekmeiri menn komu til að ná tök- um á henni. Allir sögðu einum rómi, að drengur þessi væri áræðinn, hjarta- góður og skjótur í hreyfingum; en hugsunarlaus væri hann, því hæglega hefði hann getað druknað líka. Pessi piltur var Garibaldi, hin fræga þjóð- hetja Itala, og þessi auðkenni bar hann í öllu sínu dáðríka lífi. Drengur nokkur lagði það í vana sinn að merja ýmislega lit blóm, tfi þðss að ná úr þeim litunum, og mál- aðí svo með þeim litum á hvíta vegg- ina á húsi föður síns í Tyrol allskonar myndir, og fjallabúarnir gláptu á þicr alveg forviða. Þetta var Tizian, mál* arinn mikli. Gamall málari stóð og leit á lítinn dreng, sem var að leika sér að því aö teikna með pentlunum hans. »Þessi piltur fer einhvern tíma fram úr mér«, sagði hann. Og það var orð og að sönnu, því að drengurinn var Michel Anrjelo, hinn frægi ítalski málari. Útgefandi: Jón Helgason. Prentsmiðja Ljósberans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.