Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 2
26 HEIMILISBLAÐIí) hjá henni og næstu götunum stóðu 100 þúsund- ir, sem ekki komust inn. Og samt reyndu þeir að taka þátt í bæn og söng þessarar alvarlegu og hátíðlegu þjóðmessu. Lík var guðræknin í RheimS' og þó átakanlegust í Mecheln í Belgiu. Eins var guðræknin mikil í Berlín; fullar kirkj- ur og fult kring um þær. „Þegar stríðið hófst, þá fyltust kirkjurnar — — — af innilegustu guðrækni, og eilífðarvissu“, segir frægasti guð- fræðingur Þýzkalands. Englandi er Iýst eins og þjóð sem liggur á bæn“. „Aldrei hafa trúlífsöldur þjóðarinnar ris- ið eins hátt og nú. I bæði smáum og stórum borgum í öllu landinu eru stórar og smáar kirkj- ur altaf opnar, og þar er biðið fyrir eiginmönn- um, sonum og bræðrum i stríðinu. Ogásunnu- dögum eru kirkjurnar troðfyllri en þær nokk- urn tíma hafa verið“. „Svona“ segir Söderblom yfirbiskup, „rekur stríðsþrautin sálirnar allsstaðar til Guðs“. „Sál- in er neydd til að nálgast Guð. Hún lifir í lofthafi sjálfsafneitunar, hreysti og hjálpsemi á báðar síður, og þetta skerpir sjón hennar til að sjá „hið eina nauðsynlega". Þvi segir Louis Pcisleur: „lífið í hættunni er lífið sanna, lífið mikla, lífið sjálfsfórnanda, líf fyrirmyndar sem ávöxt ber“. Um efasemdirnar i byrjun stríðsins, og svo trúvakninguna sem síðan kom, segir Söd- erblom: „Þeir sem sjá neyðina, freistast til að efa. Þeir sem standa i miðri neyðinni, finna Guð“. (Sjá For Kirke og Kultur, des. 1914). V. . EkM spillir trúrœknin œttjarðarástinni. I sama hefti F. K. K. er talað um að 160 prestar í Berlín hafi sótt um hjá kirkjustjórn- inni að mega fara í stríðið sem hermenn. Og einn er þegar farinn og féll 4. nóv. Enskir prestar sumir vilja sama, og einn er þegar farinn í stríðið. Stúdentar og meðlim- ir í K. F. U. M. hafa þúsundum saman boðið sig fram í stríðið. Prestar vilja fara að bera byrðar hernaðarins eins og aðrir. A Frakklandi eru prestar síðan 1905 varn- arskyldir. En berjast nú með mesta áhuga, og Jiykja hermanna hugaðastir. Einu sinni þegar herdeild ætlaði að hopa, æddi prestur fram á móti fjandmönnum sínum og sagði: „Eg er prestur, eg óttast ekki dauðann“. Annar prestur franskur, Iá handarvana á víg- vellinum, en reisti sig upp og sagði við þá sem lágu þar deyjandi: „Eg er prestur, meðtakið blessun mína“. Og svo rétti liann upp handar- stúfinn og blessaði þá. Þetta og annað því líkt hefir vakið lotning fjölda Frakka fyrir prestastétt ríkisins, já fyrir kirkjunni sjálfri. Frh. ísland bannland. Þegar bindindisstarfsemin hófst á landi hérr voru þeir ekki allfáir, er hentu gaman að þeim mönnum, er fyrir henni stóðu. Þeir menn þóttu ekki í húsum hæfir, sem ekki neyttu áfengis í þá daga. En þetta breyttist alt smámsaman. Bind- indishreyfingin fór eins og logi yfir akur, og víðast voru menn, er tóku henni tveim hönd- um, og voru svo andlega þroskaðir að eygja hugsjónir hennar. Og nú hefir hún orðið yfirsterkari og það sannast hér, að það góða og rétta sigrar að lokum. Bakkus er nú landrækur ger, og við vonum það og óskum, að hann haldi hér ekki innreið sína framar. Enn þá má sjá leifar áfengisnautnarinnar hér, og enn sviður í sárin, sem undan henni blæða. — Ennþá á margur um sárt að binda af hennar völdum. Enn þá sjáum við móður- ina, sem fyrir örlög fram misti einkasoninn sinn á bezta aldri, af völdum hans — sjáum hana grátbólgna sitja við leiði sonarins, sem allar vonir hennar bygðust á, sem hún hafði hugs- að að yrði sín stoð og stytta á elliárunum, þeg- ar máttur hennar var að þrotum kominn, — og sem hún hugsaði að síðustu sólargeislarnir stöfuðu af — áður en hún legði yfir hafið. Já, hvar sem við lítum, þá sjáum við inn- sigli þessa herskáa óvinar, — Bakkusar — sjá- um þau jafnvel á ómálga barninu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.