Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 4
HEIMILISBL AÐIÐ hefir verið meðvitundarlaus, allan þennan mán- uð,“ sagði d’Arcy. Rósamunda getur sagt þér það alt, en legstu útaf á meðan og hluslaðu á.“ „Sagan er ykkar en ekki mín“, sagði Rósa- munda. „Eg knúði hest miun sporum út í sjó- inn, eins og þið báðuð mig, og þó bárurnar næsturn lykjust yfir höfði mér er eg kom út í og eg losnaði við hestinn, komst eg á bak hon- um aftur, og þar sem hann hlýddi orðum mín- um og taumhaldinu, synti hann hiklaust áfram yfir víkina, en vegna þess að hann synti dá- lítið út á hlið, gat eg séð hvað gerðist á brúnni. Eg sá óvinina ráðast á ykkur og suma þeirra falla fyrir sverðum ykkar, eg sá ykkur sækja áfram, og láta svo síga undan og loks sá eg Wulf láta Godvin á bak; eg vissi að það var Godvin af því hann var látinn á bak brúna hestinum, svo hleyptuð þið eftir brúnni og hurf- uð sjónum rnínum. Eg var þá svo sem hundr- að metra frá hinu landinu, en Gráni var orð- inn mjög þreyttur; hann var orðinn svo djúp- syndur að höfuð hans huldist tvisvar af bylgj- unum, en loks kom hann fótum fyrir sig. Eftir ofurlitla hvíld braust hann gegnum leðjuna, og þegar hann náði þurru landi skalf hann og nötraði af þreytu og hræðslu. Þegar hesturinn var ofurlítið búinn að kasta mestu mæðinni, hélt eg áfram og kom heim þegar myrkrið var að skella á. Eg mætti pabba í hliðinu þar sem hann var að bíða okkar, en nú verður hann að halda áfram sögunni.“ „Það er ekki miklu við að bæta,“ sagði d’Arcy, þið munið víst eftir því, vinir mínir, að eg vildi ekki láta Rósamundu fara að tína blóm við altari St. Péturs, seni er i níu rnílna fjar- lægð. En vegna þess að lítið er hér til tilbreyt- inga, leyfði eg henni að fara, en hún hafði ykkur sem fylgdarsveina. Þið munið víst líka að þið ætluðuð að fara herklæða lausir, og tölduð það heimsku er eg sneri ykkur aftur til þess að klæðast þeim. Það var verndarengill okkar er blés mér því í brjóst, því heíðuð þið verið án herklæða lægjuð þið nú báðir dauðir. Mér kom Lozelle riddari í hug þenna morgun, og hótanir hans eftir að hann var gróinn sára sinna er Godvin veitti honum, þar sem hann lofaði að koma aftur og nema burt frænku ykkar, hvað sem við gerðum til þess að hindra það. Að vísu höfum við heyrt að hann hafi farið til Austurlanda til þess að berjast við Saladín, eða með honum því hann hefir ætíð svikari verið. Þó svo væri er altaf hægt að komast þaðan ; þessvegna bað eg ykkur að taka vopn ykkar með, það var eins og mig grunaði að eitthvað kæmi fyrir, og eg efast ekki um að þessi fyrirsát er að hans ráði. „Það býst eg við,-‘ sagði Wulf, „þvi eins og Rósamunda veit, nefndi túlkur ókunna manns- ins Lozelle riddara við það riðinn, að ílytja meyna burt“. „Vai' þessi „herra“ austurlenskur?“ spurði Andrevv d’Arcy ákafur. „Hvernig ætti eg að geta sagt um þaðr frændi, þar sem andlit hans var þakið grímu og hann talaði með túlk? En nú bið eg þig um að halda áfram með söguna sem Godvin hefir ekki heyrt. „Hún er stutt. Þegar Rósamunda hafði sagt sögu sína, sem eg skildi að eins litið eitt af, því stúlkan var frávita af sorg og angist yfir því, að á ykkur var ráðist á steinbrúnni, safn- aði eg þeim mönnum er eg gat. Eg skipaði henni að vera hér og hugsa um sig sjálfa, sem hún var ófús til. Síðan lagði eg af stað að leita ykkar, hvort sem þið væruð dauðir eða lifandi, Það var dimt en við riðum hratt, þvi við höfðum Ijósker með okkur, og á leiðinni vökt- um við fólk á öllum þeim bæjum er við fórum hjá þar til við komum þangað sem vegirnir mætast við grafirnar. Þar fundum við brúnan hest — hestinn þinn, Godvin — svo særðan að hann gat ekki gengið, og sveið mér þá sárt því eg bjóst nú við að þið væruð báðir dauðir. Svo héldum við áfram þangað til við heyrðum hest hneggja og þar fundum við rauða klárinn, sömuleiðis mannlausan, hann stóð við vegbrún- ina og hengdi niður höfuðið. „Það liggur maður á jörðinni hjá honum og heldur í hann!“ hrópaði einhver. Eg hljóp þá af baki til þess að gæta að hver það væri og fann ykkur þá báða í faðmlögum meðvit- undarlausa, ef ekki dauða, sem var eins liklegt eftir sárum ykkar að dæma. Eg bað bændurna að taka ykkur upp og bera ykkur heim, en aðra

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.