Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 5
HEIMILISBL AÐIÐ 29 sendi eg til Stangate að biðja ábótann og Stefán níunda, sem er læknir, að koma hingað sem fyrst og binda sár ykkar, en við héldum áfram til þess að hefna ykkar ef við gætum. Við kom- umst að steinbrúnni við vikina en sáum þar ekki önnur vegsummerki, en nokkrar blóðslett- ur, og, sem okkurþótti undarlegast, fundum við sverð þitt, Godvin, þannig stungið á milli steina að oddur þess sneri upp og á sverðsoddinum var dáiítill skrifaður pappírsmiði." „Hvað var skrifað á hann?“ spurði Godvin. „Hérna er hann,“ sagði föðurbróðir hans, um leið og hann tók miða upp úr vasa sínum. „Lesið Iiann eitthvert ykkar sem gengið hafið í skóla, því eg sé svo illa.“ Rósamunda tók við miðanum og las það sem á hann var letrað. Það var skrifað á frönsku, með æfðri hendi, en auðsjáanlega í flýti. Orðin voru þessi: „Sverð hetjunnar. Grafið það með honum ef hann er dáinn, en ef hann lifir — sem eg vona — þá fáið honum það aftur. Það er ósk herra míns, að þessi heiður veitist hraustum ó- vin, sem tiann máske einhverntima síðar mætir. Hug Lozelle eða annar.“ „Alls ekki Hug Lozelle, heldur einhver annar,“ sagði Godvin, „því fyrst og fremst kann hann ekki að skrifa, og þó hann kynni það, mundi hann aldrei skrifa svo riddaraleg orð.“ „Orðin eru að vísu riddara samboðin, en verk höfundarins sýndu alt annað“, sagði d’Arcy, „enda tek eg ekki þessi orð sem sannleika." „Túlkurinn taldi manninn sem herra sinn,“ skaut Wulf inn í. „Já! trændi, en honum mæltir þú. Þetta er viðkomandi manni er Godvin hefir átt að mæta, manni sem vill láta skrifarann sína honum sér- stakan heiður“. „Máske skrifar hann þannig til þess að villa okkur“. „Máske, og máske ekki. Þetta veldur mér a*t heilabrotum. Hverjir þessir menn eru hefi eg ekki enn getað gert mér grein fyrir. Það sázt bátur stefna til Broodwell — og þessa sömu nótt, sem á ykkur var ráðist, hafði bátur sést sigla suður eftir, meðfram St. Péturs-grynn- ingunum, og stefna að skipi er lá fyrir festum við Foulsnesodda. Hvaða skip það var, hvað- an það kom eða hvert það fór, veit enginn, þó' fregnin um bardaga þenna hafi vakið töluverða eftirtekt“. Framh. jjagstjni, Það ríður á, að fara vel með efni sín. En sparnaður er ekki sama sem nízka og örlæti er ekki sama sem eyðslusemi. Hinn rétti sparn- aður er, að verja hverjum eyri þannig, að sem mest gagn komi i staðinn. En til þess þarf meiri hæfileika en margur hyggur. Hægara er að neyla sér um öll þægindi lífsins. En það er enginn hagnaður, því það veldur þröngsýni og lífsleiða og gerir lífið að þungri byrði. Að halda vel á, er að „sniða sér stakk eftir vexti“, eyða engu til einkis og gæta þess, að fá jafnan í aðra hönd það, sem einkum er til sannra nota. Það þarf að greina hið þarflega frá hinu ólijákvœmilega, sem að sjálfsögðu gengur fyrir. Það getur stundum verið þarf- legt að gera sér glaðning til hressingar; en stundum getur það verið gagnslaust eða skað- legt. Og stundum getum vér haft gott af þvi, að neita oss um venjur vorar. Verkefnið er, að finna út, hvað í raun og veru er til gagns eða gleði, og hvað ekki. Þegar urn hagsýni er að ræða, þá erjafnan litið til peninga eða peningavirðis. En hagsýni gripur yfir fleira. „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði“. Andinn þarf sina næringu. Og hún er innifalin í því, að lifa í kærleikssam- bandi við náungann, gleðjast með glöðum, hryggj- ast með hryggum og í einu orði finna til þess, að vér erum allir limir á einum líkama. Spari maður þetta, hugsi hann eingöngu um sjálfan sig og sína nánustu, þá verður hann sí óánægð- ur og líður aldrei vel. Þá er hann eigingjarn, misskilur tilgang lífsins og er sjálfum sér verst- ur. Sparaðu ekki að næra anda þinn á kær- leikanum. Þá mun lif þitt ná tilgangi sínum. Lauslega þýtt af Br. J.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.