Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Síða 3
Til skáldsiss Stepháns G. Stephánssonar. Velkominn til vorra Jieimal vitringur og skáldasjóli; dýrsta er fékst oss gáfu að geyma, gull, frá þinum kvœðastóli. Skýrst þú hefír skálda vorra skýrt oss hvernig lifs er vaka, Setur bekk með Sögu-Snorra, syni Grítns og N/áli spaka. Lands um kostí og leiðir Vnnar „langförullu þú frœðslu gefur, útvörður, sem íslenzkunnar, áratuga verið hefur. Lósturjörðin fagnar syni frœgð er vann með hug og tungu. Þegin Ijóð frá þekkum vini þakka jafnt þeir gömlu og ungu. 17. júni 1917. M. Gíslason. Himinn og jörð. „Já, það, er kætir oss bezt og bætir hveit böl, sem mætir, er tállaus trygð,“ Hvernig er háttað sambandinu milli hins jarðneska og hins himneska? Vér getum naumast hugsað oss það markað skírari litum en gert er í þessum sálmi Thomasar Kingos :*) *) ísr. 328 í Sálmabókinui — þýðÍDg H. Hálfdánarsonar. Far, veröld, þinn veg, Að vera þér háður nú afsegi eg; Þeim byrðum, sem þú hefir bundið á mig, Eg burt snara frá mér og einskis met þig. Eg hverfa vil frá þér og hafna þér nú; Burt, hégómi þú. Meiningin er ótvíræð. Þegar frá byrjun sálmsins og til enda syngur skáldið þennan heim og alt sem honum tilheyrir til moldar. Alt er það einskis vert, að þvi er honum finst: Ó, veröld, hve valt Og vesælt og fánýtt er glysið þitt alt; Ei annað en brothætt og gljáandi gler Og glæsileg vindbóla’ og skuggi það er; Eí annað en hismi, þótt hnoss sýnist nú; Burt, hégómi þú. I Hér er ekkert að villast á. En sé nokkur í vafa um hugsanir skáldsins, þá fari sá hinn sami rneð honum sálminn á enda: Alt er til tínt, sem heimurinn hefir að bjóða, hvert tang- ur og tegund, öllu brugðið upp í dagsbirtuna og það skoðað í krók og kring. Og hvað er það, þegar það er skoðað ofan i kjölinn? Hégóminn einber! Og siðan er þvi öliu— ögn fyrir ögn — varpað niður í gröf gleymskunnar. Að lokum hringir skáldið klukkum himnaríkis i síðasta versinu; fangað stefnir þrá hans — „í frelsarans skaut“: Um endalaus ár Þar eilífa miskunnin þerrar nn'n tár, Þar sumar ei þrýtur og dagur ei dvín, Því dýrðarsól eilíf þar vermir og skín. Ó, sigur, ó, fögnuð, að flytjast úr þraut í frelsarans skaut! Vér könnumst víð þessar hugsanir. Þær hafa lengi verið til meðal hugsandi manna. „Aumasti hégómi“, segir prédikarinn; „alt er hégómi“! Hvaða ávinning hefir maðurinn af

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.