Heimilisblaðið - 01.09.1917, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ
99
Oss finst svartsýnið ekki hæfa sumardýrðinni,
sem við oss blasir; og ekki fer heldur vel á
því í ljósbirtu jólanna. Jesús kom ekki til þess
að hrífa oss tafarlaust með sér upp ti! himna.
Hann kom og kendi oss að lifa jarðlífinu; og
jólin flytja oss ekki einungis áminningu um
himininn, þau koma einnig með fögnuð og frið
á jörð.
Annars erum vér þakklátir fyrir hina góðu
áminningu! Vér þörfnumst þess einnig — og
ekki síst er alt gengur að óskum — að vér
«éum mintir á hverfulleik jarðlífsins. „Sífelt
skifta sjáum um, sorg og gleði í heiminum" —
það er hverju orði sannara. Og vottar þeirra
veðrabrigða eru meðal annars nýnefndir sálm-
ar Th. Kingos. — Það eiga ekki allir því
Iáni að fagna, að búu sólar-megin i mannlífinu
eins og vér; og vér getum ekki heldur vænt
þess, að fá ætíð að hýrast á hinni grænu grein,
þess vegna eru oss kærar hinar alvailegu á-
minningar.
En fyrir oss vakir þetta: að vel megi hlýða
að njóta hins jarðneska, sé það gert með „himn-
esku hugarfari", og að oss beri að gera hið
jarðneska svo himneskt, sem auðið er.
Tökum til dæmis heimili vor; sannkristið
heimili er víst hið himneskasta, sem vér þekkj-
um. Hugsum vel um það, hvernig ver fáum
réttilegast og bezt notið alls þess góða, sem
heimilið hefir að bjóða — alt frá hinni fyrstu
ást og auðsveipni, sem var frumvisir heimilis-
ins eins og það er nú, með glaðlegum barna-
leikjum og vinaheimsóknum, vinnu og hvíld,
virkum dögum og helgum . . . atls þessa ber
■oss að njóta með „himnesku hugarfari11:
með góðri samvizku og þakklátum huga.
Þá fyrst tileinkum vér oss ldutina eins og
vera ber, og þá fyrst getum vér notið þeirra í
íriði.
Þeim er sem sé svo háttað, hinum jarðnesku
hlutum, að án blessunar njóta þeir sín ekki.
Bæði fæðan, vinnan og hvíldin, heimilis-ánægj-
an og ástin — alt þarfnast það blessunar. Ann-
ars getur það auðveldlega orðið að farartálma
á leið vorri, svo að hvorki vér né ástvinir vorir
fiái að komast að hinu mikla náðarborði. En
ef vér hinsvegar neytum þessara gæða jafnan
með þakklæti og biðjum Guð að blessa oss
þau, þá munu þau þvert á móti greiða fyrir
oss leiðina.
Annars fáum vér ekki notið þeirra í
friði.
Hugsum oss kristinn mann, sem nýtur þess-
ara gæða og neytir þeirra án Guðs blessunar.
Fyr eða síðar mun svo fara, að hann þrái
meiri helgun. Og þá finst honum, sem þessir
jarðnesku hlutir standi í vegi fyrir gæfu hans,
og því beri. að hafna þeim. Hann veit það, að
hveitikornið ber ekki ávöxt, nema það falli í
moldina og deyi; og nú finst honum, að frá
þessum hlutum verði hann að deyja — hafna
þeirri gleði, sem þeir veittu honum. Það er
eins og að heimilisánægjan og hvíldin verði hon-
um ófrjáls, vinnan aðeins til að eyða ömurleg-
um hugsunum, og ástin, sem hann nýtur, hún
sé aðeins til að gera hann jarðbundnari. Þann-
ig kemur honum þetta fyrir sjónir, og má vera
að hann hafi rétt fyrir sér; en það er þá af
því, að hann naut hlutanna ekki ráðvandlega.
Hann bjó við þá eingöngu sem veraldleg gæði,
og því er ekki að furða, þótt þeir yrðu honum
óhagstæðir.
En sá, sem ætíð þakkar Guði fyrir það, sem
hann nýtur, og nýtur ekki annars en þess, sem
hann finnur sig geta þakkað Guði fyrir, hann
er úr öllum vanda, — því að það, sem í raun
og veru skiftir mestu fyrir hann, er ekki hlut-
urinn sjálfur, heldur hitt, að fá notið hans með
velþóknun Guðs.
Og þegar hann, sem þannig nýtur hinna
jarðnesku gæða, þráir meiri helgun og er mint-
ur á sjálfsafneitun, þá veit hann, að það eru
ekki þessir hlutir, sem honum ber að afneita,
heldur eigingirnin, nautnasýkin og makræðið,
— alt það á að hverfa. Hann þarf ekki að
leggja hömlur á heimilis-ánægjuna með konu
og börnum, ekki að vanrækja vinriuna, néheld-
ur að neita sér nm hvíld. Nei, einmitt með
fulltingi þessara lífsins gæða hefir hann daglega
háð baráttuna gegn hinum skæðu óvinum.
Meinlætingaþörfin gerir vart við sig aðeins
þar, sem hinna jarðnesku gæða er ranglega
notið, — þar sem við þeim er tekið án þess