Heimilisblaðið - 01.09.1917, Síða 6
100
HEIMILISBLAÐIÐ
að þakka Guði fyrir þau, og þeirra ekki notið
frammi fyrir augliti hans.
Það er fyrsta skilyrðið: að njöta hins jarð-
neska „með liimnesku hugarfari11.
I öðru lagi: ad leitast við að gera jarð-
nesku lífskjörin svo himnesk, sem auðið er.
Borðhalds-ánægjan blessast og vex við það,
að þakka Guði fyrir matinn. Þess vegna skyldi
hvert heimili þegar frá byrjun taka upp þá fögru
venju, sem vér erfðum frá feðrum vorum : að
lesa borðbœn. Smámsaman mun sá siður verða
þeim harla kær — sífeld endurnýjun gleðinnar
yfir því, að hafa mat á borði, og að börnin
þurfi ekki að fara þaðan svöng.
Húslestrar varpa himnesku ljósi á heimilis-
lífið, Það er heimilisins ánægjulegasta stund,
þegar vér sameinaðir — bæði eldri og yngri
„lyftum í hæðir með heilögum söng
hjörtum úr veraldar umsvifa þröng“.
Sambúð manns og konu blessast við það, að
þau biðja saman og bera umhyggju hvort fyr-
ir annars sálarheill, Meðan þau eru saman á
vegferðinni, ber þeim að hjálpast að og leið-
beina hvort öðru til Guðs.
En það er svo oft, bæði á heimilinu og ut-
an þess, að menn vilja að vísu gjarnan eiga
gott eitt saman, en tekst þó ekki að vera hver
öðrum svo góðir, sem skyldi. Það þykir mest
um vert, að alt sé geðfelt og þægilegt, engar
misfellur — umfrnm alt að „lifa í friði“.
En slíkan frið má þó kaupa of dýru verði.
Svo er t. d. ef hans vegna er dregin í hlé sú
hjálp, sem skylt var að veita. Það má ekki
láta ósagt það sem segja þarf, af ótta fyrir því,
að miður kunni að falla. Og þess ber jafnan
að miunast, að aðalkostir sambúðarinnar eru
ekki hin sléttu og feldu þægindi, heldur gagn-
kvæma hjálpin. Og ef greina á i milli ánægju
og arðs af sambúðinni — sem reyndar verður
ekki gert —, þá lálum oss kjósa arðinn.
Það er auðvelt að benda á dæmi, til marks
um hinn sýkta hugsunarhált, er svo víða verð-
ur vart, svo sem þessi:
1. „Nú fór ver en skyldi: hún frú Hansen
heyrði það sem þú sagðir um manninn henn-
ar !“
Það var vel farið. Þar sem það var satt,
sem sagt var, þá fór einmitt bezt á því, að frú
Hansen fengi að heyra það. Þá er sem sé of-
urlítil von um, að það verði Hansen til góðs,
er konan hans veit hvað það er, sem við með
réttu finnum ámælisvert í fari hans.
2. „Slíkt og þvílíkt segir maður aldrei við
móður!“
Svo ? við hvern skyldi maður þá heldur
segja það? Stendur nokkrum nær að heyra
hið sanna um drenginn, en einmilt móður hans?’
Hún vill ef til vill aðeins heyra honum hælt!
Það er þá sízt að furða, þó að hann sé hé-
gómagjarn og afvegaleiddur. Og þá verðskuld-
ar hún ekki móðurnafnið — nafn hins bezta
verndara.
3. „Eg sætti mig alls ekki við það, að
nokkur dirfist að tala misjafnt um bróður minn!“
Það er harla undarlegt! — og alveg eins
þó að satt sé sagt ? Hver á þá að leiðbeina
honum, er þeir ganga tiá, sem næstir standa?'
Vei slíku bróðerni! Og hvílík ættardýrkun er
það ekki, sem víða bólar á, bæði heimskuleg
og óhlutvönd! í raun og veru er það sérgæð-
ingsháttur — og annað ekki. Um „mig og
mína“ leyfist engum neitt að segja. En með
þeim hætti er vonlítið að sá hinn sami taki sér
fram um það, sem áfátt er.
Öll þessi gæði lífsins: hjúskapur, bróðerni,
vinátta o. fl. eru hégómlega metin og misbrúk-
uð, sé þeirra eigi notið með það fyrir augum,
að hafa af þeim andlega hjálp svo mikla, sem
auðið er, Sé hinsvegar aðeins um þaðhugsað,.
að „láta sér líða vel“ í sambúðinni, þá vantar
inikið á, að vér séurn hver öðrum sannarlega
góðir.
Nefnum enn eitt dæmi:
Vinátta hefir í sér fólgna samúð og virð-
ingu: oss þykir vænt hvorum um annan, og
vér höfum mætur hver á öðrum, virðum hver
annars manngildi. En ef vér nú ættum að
aðgreina þetta tvent: samúð og virðingu — sem
varla mun auðið að gera —, halda öðru, en
hafna Iiinu, þá látum oss umfram alt kjósa hið
síðarnefnda, svo að vér getum haldið áfram að
virða hver annan. Eg get yel sagt um með-
bróður minn, að mér þyki ekki vænt um hann„
en að ' eg virði hann. En segði eg hinsvegar