Heimilisblaðið - 01.09.1917, Qupperneq 13
HEIMILISBLAÐIÐ
107
Legar þeir komu til sjálfs sins aftur og
höfðu þerrað svitann úr augunum, sáu þeir
að þeir voru meðal þúsunda af liði þeirra á
liárri hæð og voru hlíðarnar þaktar þurru
grasi og kjarri, sem búið var að kveikja i.
„Krossinn! Krossínn! Söfnumst um kross-
inn!“ heyrðu þeir einhvern hrópa, og þegar
þeir lituðust um, sáu þeir hið gimsteinum
prýdda brot af hinum sanna krossi á hárri
klettasnös, og biskupinn frá Akre við hlið
hans. En reykurinn af hinu brennandi grasi
huldi það brátt sjónum þeirra.
Síðan sló í æðisgengna orustu, eina þá ægi-
legustu, sem sagan getur um. Aftur og aftur
róðust Serkir á þá þúsundum saman, og aft-
ur og aftur voru þeir hraktir til baka, þvi
Prankar börðust og vörðust sem særð ljón.
Bræðurnir sáu nú svartskeggjaðan mann koma
til sín og þektu þeir þar foringja musteris-
riddaranna.
„Fyrir Krists sakir gefið mér að drekka“,
sagði hann um leið og hann þekti, að það
^oru sömu riddararnir, sem hann bafði spott-
að fyrir vatnsburðinn.
Þeir gáfu honum af þvi litla sem þeir áttu
eftir, en gáfu hestnnum og drukku sjálfir það
sem eftir var. Þegar þeir litu við, sáu þeir
musterisriddarann hlaupa niður fjallið, og
sveifla hiim blóðuga sverði sínu, hréssari í
bragði. Svo varð þögn, og þeir beyrðu bisk-
upinn frá Nazaret segja eins og við sjálfan
sig:
„Ó, það var hérna að frelsarinn prédikaði
orð friðarins, á þessum sama stað hélt hann
fjallræðu sína. Ó, það er ómögulegt að hann
yfirgefi oss, eg get ekki, né vil trúa þvi.
Meðan Serkir höfðu annað fyrir stafni, reistu
hermennirnir tjald konungs og önnur fleiri
umhverfis klettinn, er krossinn stóð á.
„Ætla þeir að reisa hér herbúðir? spurði
Wulf gramur í geði.
„Þeir vona, að þeir geti slegið skjaldborg
umhverfis krossinn, en það er árangurslaust,
því þetta er staðurinn er eg sá í draum mín-
nm“, ansaði Godvin.
„Við skulum að minsta kosti deyja sem
hraustum mönnum sæmir“, sagði Wulf.
Síðan byrjaði siðasta atlagan. Keykjar-
bólstrarnir ultu upp fjallshlíðarnar, og Serkir
með þeim.
Þrisvar voru þeir hraktir til baka, og þris-
var komu þeir aftur í Ijós. I fjórðu atlögunm
gátu aðeins stöku Frankar barist, því þorst-
inn hafði yfirunnið fjölda þeirra á fjallinu, þar
sem engan vatnsdropa var að fá.
Þeir hnigu niður í grasið og voru slegnir
í hel eða handteknir án þess að veita nokk-
urt viðnám. Stór deild serkneskra riddara
ruddist gegnum skjaldborgina, og róðust á
skarlatstjaldið. Það riðaði til, fjell síðan sam-
an og fjötraði konunginn í fellingum sínum.
„Yið krossins fót barðist Rufinus biskup
frá Akre, enn þá hraustlega. Alt 1 einu hitti
hann ör í hálsinn og hann fell til jarðar.
Síðan réðust Serkir á krossinn, tóku hann
ofan og báru hann með hæðnisópum og óhljóð-
um til sinna eigin herbúða, en hinir kristnu,
er enn voru á lifl, störðu til kimins, eins og
þeir væntu þaðan teiknis. En enginjp engill
birtist, og þar eð þeir héldu að Gjð hefði
yfirgefið þá, kveinuðu þeir hástöfum.
„Komdu“, sagði Godvin við Wulf með
rólegri rödd. „Yið höfum séð nóg. Það er
kominn tími fyrir oss að deyja. Sjáðu! hérna
fyrir neðan okkur koma mamelúkar, okkar
gömlu félagar, og meðal þeirra ér Saladín,
eg sé merki hans. Þar sem við erum nýbún-
ir að drekka, erum við og hestar okkar enn-
þá óþreyttir og sterkir. Látum æfilok vor
verða svo að þau spyrjist til Essex. Reynum
að ná merki Saladíns.11
Wulf laut höfði og þeir riðu samsiða nið-
ur hlíðina. Bogsrerðiu blikuðu á móti þeim
og örvarnar skullu á herhlæðum þeirra og
skjöldum, en bræðurna sakaði ekki. Og í
augsýn hins serkneska hers, snéru þeir hest-
um sínum gegn hinu konunglega merki Sala-
díns. Þeir ruddu sér braut gegn um lið óvin-
anna og feldu þá með sverðum sínum eða
Yiðu þá ofan.
Áfram, sífelt áfram, þó Eldur og Reykur
hefðu fengið fjölda mörg sár.
Nú voru þeir meðal mamelúkanna, en
fylking þeirra var orðin veik. Þeir voru