Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Side 16

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Side 16
48 HEIMILISBLAÐIÐ Kínverski múrinn, sem margir hafa heyrt nefndan, er eitt af furðulegnstu og mestu mann- virkjum jarðarinnar. Hann v-ar fullgerður 204 f. Krist. A 2400 metra lengd er hann 6 metra þykkur og 4m. hár. Hann liggur yfir fjöll og dali, ár og engi, fen og ílóa og er talandi vottur um atorku og elju löngu horfinna kyn- slóða. Nú er hann á stórum svæðum fallinn í rústir. Skyldnrækni. Þar bar til einn morgun, er bóndi einn á Englandi kom út lil að gæta veðurs, að hann sá riddaraflokk mikinn riða að garði og fór sá all ófriðlega og hugðist ríða yfir engjar og akra, sem stóðu í blóma. Bóndi sendi einn af sveinum sínum til þess að læsa vandlega hliðinu og undir engum kring- umstæðum mátti hann hleypa þeim inn. Drengurinn fór, læsti hliðinu og hélt vörð, Riddaraflokkinn bar þar nú að og skipuðj þeir drengnum að opna hliðið og hleypa sér inn. Eu þrátt fyrir það þó þeir ógnuðu honum með orðum og jafnvel vopnum, þá vék hann ekki og hreifði ekki hönd til að opna hliðið. Þá reið fram tíginn maður og mælti: „Eg er hertoginn af Wellington og og er óvanur því að skipunum mínum sé ekki hlýtt. Eg býð þér, ungi maður, opna þú hliðið og veittu oss inngöngu“. Drengurinn hneigði sig kurteislega og sagði: „Eg er þess fullviss, að hinn tigni hertogi ósk- ar þess ekki að eg óhlýðnist skipunum hús- bónda míns“. Hertoginn var mjög ánægður með |þetta svar. Hann sneri sér til manna sinna og mælti; „Með hermönnum, slíkum sem þessi sveinn er, gæti maður sigrað allan heiminn11. Svo gaf hann drengnum eina guienu (= 21 shilling eða liðlega 18 krónur), — og riddara- flokkurinn reið á braut. SKRÍTLA. A: Eg hefi séð mann, sem líkist þér svo mjög, að eg hugði, að það værir þú. B: Nú, þú hefir þá líklega borgað honum þessar 50 krónur, sem eg lánaði þér í fyrra sumar. Prentvilliir þessar eru í áramótahugleiðingu. séra Ófeigs Vígfússoonar og eru lesendur vin- samlega beðnir að taka þær til greina. Ártalið í fyrirsögninni 1917 les; 1918; á bls. 18 1. d. 13. 1. a. o.: timabils, les: tímatals;: sömu bls. 2. d., 18. 1. a. o.: þarfnaðist, Ies: þarfnast; bls. 19, 1. d. 26. 1. a. o.: „sem eru“ falli burt; sömu bls. 2. d. 16. 1. a. n,: af þvf er snertir, les; að því er snertir; sömu bls., sama d. 14. I. a. n,: þá er viss um, les: þá er eg viss um; 20. bls. 1. d. a. o.: hvar og hvílíkur, les: hver og hvílíkur; 21. bls. 1. d. 22. I. a. n.: göndu ársg., les: gamla ársg, sömu bls. 2. d., 25. 1. a. n., les: yfirstandandi af komandi, les : yfirst. og komandi; á bls. 17, 10. 1. a. n.: blessunar og heiðri krýnt, les: blessun og heiðri krýnt; á sömu bls. 1. d. a. n.: hinna hryggu, les: hinum hryggu. Maðurinn á Fcllströmlinni sem skrifaði mjer viðvíkjandi vissu efni, er hann bað mig að svara, hefir ekki fengið svar upp það bréf. Eg tapaði bréfinu einhvernveginn og þótti mjög leitt að geta ekki svarað honum. Eg býst við- að hann lesi þetta og þætti mér vænt um að fá bréf frá honum aftur. Hr. Kristófer Kristófersson á Blönduósi tekur á móti borgun fyrir blaðið í Ilúnavatns- sýslu. Hr. Andrés Jónsson, kaupm. á Eyrarbakka tekur á móti blaðgjöldum úr Arness- og Rang- árvallasýslum. Borgið blaðið skilvíslega! Útgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentarii Félfcgsprenlsmiðjan, Laugaveg 4.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.