Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 12
12 HEIMILISBLAÐIÐ »Hvað er um að vera!« öskraði Tagar. »Skilaboð, herra! Skilaboð til höfðingj- ans!« »Hvaða skilaboð? Hvað vill hann?« »Það er Lorg, herra!« Varðmaðurinn færði sig til, og þá sást einkennileg mannvera kom haltrandi inn á völlinn. Það var ræfilslega klæddur maður, ryk- ugur og skitinn frá hvirfli til ilja. Hann slagaði áfram, hrasaði og hélt báðum hönd- um um bringspalirnar, eins og hann ætl- aði að springa. »Vatn!« stundi hann upp. »Lorg!« Tagar þeytti vínkönnu sinni frá sér, og hnefar hans kreptust og opnuðust á víxl. »Hvar er þrællinn minn? Komdu með hann, strokufantinn! Á þessari hátíð í kvöld skai hann deyja hundraðfalt!« Einn hermannanna rétti vínbrúsa að stynjandi ræflinum, sem stóð með lafandi tungu eins og hundur, en hann þorði ekki að bragða á því, fyr en hann hefði svarað Tagar. Hann skjögraði í áttina til hans og seig saman eins og blaut dula fyrir framan hann. »Miskunn, herra. Miskunn! Ég hefi hann ekki!« »Hefirðu hann ekki!« Tagar öskraði eins og gammur, sem missir af bráð sinni. »Og þú kemur hingað aftur til mín ein- samall! Þú dirfist ....!« »Miskunn!« Lorg engdist sundur og sam- an á rauða teppinu. »Zaad ibn Dheila hefir þræl þinn!« »Zaad!« Tagár stökk á fætur. Af öllum þeim víniöngum, sem hann hafði helt í sig voru ekki önnur merki sýnileg en á aug- um hans, sem loguðu af hatri og bræði. Hann var alveg stöðugur á fótunurn, og rödd hans var ískyggilega róleg og köld. »Þú segir, að Zaad hafi tekið þræl minn!« »Ekki tekið, heldur bjargað, herra! — Bjargað!« stundi Lorg upp. »Hvað ertu að segja?« spurði Tagar. Og röddin var djúp og æðisþrungin. »Zaad ibn Dheila og menn hans komu rétt í því, að við Hassan og Nurda vorum að ná tökum á þrælnum þínum. Þeir skutu Hassan og Nurda og létu þá liggja eftir í eyðimörkinni. Ég flýði eins og af tók, meö fimtíu á hælunum á mér.« Hver einasti þeirra, sem í samsætinu voru, hafði nú stokkið á fætur. Allir gláptu á Lorg. Það var svo hljótt, að maður gat greinilega heyrt sogið í honum, þegar hann dró andann. Tagar benti honum að standa upp. »Heimtaðirðu ekki þræl minn af Zaad?« spurði hann. »Nurda kallaði upp, rétt áður en hann var drepinn, að það væri þinn Tagars — þræll!« »Þetta verður stríð,« tautaði Alí Móhab og glotti harðneskjulega. »Segðu mér alla söguna,« mælti Tagar. »Það er lítið að segja, herra,« mælti Lorg. »Zaad kom með fimtíu hermenn. Viö vorum rétt á hælunum á þrælnum, þegar Khadrim-mennirnir réðust á okkur. Þeir höfðu legið í leyni undir sandöldu einni. Þegar Hassan og Nurda féllu, sneri ég við úlfalda mínum til að færa þér fréttirnar. Þeir eltu mig. Ég leit aftur og sá að þræll- inri var í fylgd með þeim. Þeir höfðu lát- ið hann fá byssu, og hann skaut líka á eftir mér.« Tagar hvæsti eins og hann væri að kafna. »Ég reið úlfaldahryssunni minni, henni Fala, og þið vitið allir, að hún var frá á fæti. Þeir hittu hana þrisvar sinn- um, en ég var góðan spöl á undan. Og þeg- ar tunglið kom upp hættu menn Zaads eftirreiðinni. Fala steyptist dauð niður skömmu seinna, og ég varð að halda áfram gangandi alla leið hingað.« Tagar benti með þumalfingrinum á mat- arleifarnar. »Éttu og drektuk sagði hann í skipunarróm. Síðan gekk hann fram og sópaði burt með fætinum bæði diskum og skálum. »Nú er þessari löngu bið lokið,« sagði hann. »Ég hefi verið altof þolinmóður. N úer það búið! Nú heimta ég bæði Zaad og Khadr- im!« Allur hópurinn rak upp tryllingslegt hróp. Það var hið gamla heróp Zouaíanna. Það bergmálaði kuldalega milli hinna háu múrveggja. »Stríð!« tautaði Ali Móhab harðánægður, og glitti í gular tennur hans í tunglsljós- inu. Rödd Tagars skar eins og hnífur gegn um allan hávaðann og hrópin. »En hinn hvíta hund, hinn kristna þræl, sem strauk frá mér, honum skal' ég ná fyrst af öll- um.« Æðarnar á enni hans og gagnaugum þrútnuðu og urðu svartbláar á lit, eins og bræði hans og heift hefði gengið honum í blóðið og litað það. Zaad ibn Dheila hafði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.