Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 18 gert blóðugt á hluta hans, en hatrið þeirra milli var gamalt, og' Zaad var Bedúíni og rétt-trúaðúr. En það var ósvífni hins hvíta þræls, sem æsti hann upp. Það var óþol- andi að hug'sa til hans. Pessi hvíti þræll, þessí erlendi hundvr, gat nú hælst um. Blcðið sauð alveg í Tagar við að hug'sa til þess, að þessi maður væri enn fleygur og frjáls og hefði íengið góðar viðtökur hjá erfðafjanda hans. »Hver vill kubba hausinn af þræli þess- um fyrir mig?« hrópaði hann tryllings- lega. Svo áttaði hann sig og leit á Caverley. Hann rétti út handlegginn og hjó stál- harðri klónni í öxlina á Caverley. »Hér er maður sem enn hefir ekki feng- ið að reyna sig',« hrópaði hann. »Hann hef- ir aðeins sýnt okkur nokkrar listir, en hefir ekkert afrekað enn. Sassí, vilt þú færa mér höfuð strokuþrælsins?« Alt kvöldið hafði höfðinginn haft Cav- erley við hliðina á sér og neytt hann til að verða sér samferða um neyzlu vínfang- anna, hvern bikarinn á fætur öðrúm. En þessir sterku drykkir höfðu alveg þver- öfug áhrif á þá. Fram eftir kvöldinu hafði Tagar stöðugt orðið heiftúðugri og hefni- gjarnari við hvern bikar, en Caverley hafði orðið djarfur og kátur og gamansamur. Hann skelti nú upp úr. Skyldi það ekki vera alveg einsdæmi í mannkynssögunni, að maður væri sendur á stað til að höggva höfuðið af sjálfum sér og færa það heift- úðugum húsbónda sínum? Tagar hleypti brúnum, og' augu hans blikuðu ískyggilega. »Hverju svararðu til þess?« spurði hann. »Ég þekki ekki þenna þræl!« »Hann er hvítur maður, kristinn!« Það lá við, að Tagar hrækti út úr sér orðinu. »Hann er álíka hár og þú, og hann er al- veg eins sterkur og þú. Ég spyr þig nú, viltu færa mér höfuð hans?« »Já, faðir minn!« »PÚ verður að sverja þetta!« Hinn blóðrauði rúbínsteinn, hringur Kreddachanna, blikaði í blysbjarmanum, er Caverley lyfti hægri hendi. »Ég set höf- uð mitt að veði fyrir því, að ég skal hlýðn- ast skipan þinni. Pað sver ég við nafn Allah!« Hann leit kaldhæðnislega á Tagar. »Pú skalt fá að sjá þenna þræl aftur og gera við hann það, sem þér þóknast, og þú getur. Ég skal færa þér hann inn í þitt eigið herbergi, svo að þú getir dæmt hann.« IX. Drotning kvennabúrsins. Hið mikla samsæti, sem stofnað var til í heiðursskini við heimkomna soninn, hafði í einu vetfangi breyzt í æðistrylt vígbún- aðargildi. Skjótráður hershöfðingi myndi tafarlaust hafa kallað saman hundrað her- menn á fljótustu úlföldunum og leitast við að ná aftur Zaad og hermönnum hans, áð- ur en þeir kæmist aftur til Khadrim. En Zouaíunum var nú öðruvísi háttað. Áður en þeir legðu á stað í herferð, urðu þeir fyrst að hella í sig öllu því áfengi, er þeir höfðu við hendina og gorta og glamra há- stöfum og hafa í hótunum við hinn »lítil- fjörlega og einskisnýta« óvin sinn. Þannig fóru eyðimerkurbúarnir ætíð að ráði sínu, og var það ein af ástæðunum til þess, að þessar ættarerjur gátu oft haldið áfram í fleiri ættliðu. Caverley fór að dæmi höfðingjans. Hann tók þátt í öllum hávaðanum og gauragang- inum, eins lengi og hann gat, og gortaði og skrumaði engu síður en þeir, sem lengst náðu í þeirri list. En er hann að lokum varð þess var, að Tagar tók að verða út úr ölv- aður og sljóskygn, sagði hann við sjálfan sig, að nú væri nóg komið. Hann smá þok- aði sér út úr þessum ölvaða og hrópandi hóp, og er hann sá sér færi til þess, gaf hann Bó merki og læddist svo á brott á milli sandhæðanna. »Það gerir ekkert til, þó að þeir sakni mín héðan af,« mælti hann á ensku og gerði sér far um að tala sem skýrast og skilmerkilegast. »Þeir halda þá bara, að ég hafi lagst út af undir einhverjum runn- anum til þess að sofa úr mér vímuna.« Unga stúlkan horfði á hann og brá fyrir virðingarsvip á andliti hennar. »Eg hefi aldrei séð annað eins. Ég er búin að ausa svo miklu áfengi handa yður í kvöld, að það væri nóg til að fylla heila sundlaug.« Hann studdi fingrunum létt á öxlina á henni. »Styðjið mig ofurlítið, þræll!« Svo deplaði hann augunum og brosti ástúðlega framan í tunglið. »Ég stend mig ágætlega, meðan ég get haldið augunum opnum!« »Hvaða uppþot var þetta áðan?« spurði hún. »Ég skildi ekki neitt í neinu.« »Það skal ég segja yður .... það skal ég segja yður, það verður ófriður. Nú hef- ir þeim loksins dottið í hug að gera út af við höfðingjann í Khadrim, Zaad ibn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.