Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 16
16 HEIMILISBLAÐIÐ in ógnandi í eyra hans. »Ef Sídíinn neit- aði að koma, átti ég að segja: »Nakhla vill fá að tala við Sídíann undir eins, við- víkjandi hörundsflúrs-merki Sídí Sassí.« Sendimaðurinn þaut burt eins og ör- skot og hvarf í vafningsviðinn. Bó hafði staðið í skugganum við gos- brunninn og kom nú á móti Caverley. »Hvað er að?« spurði hún. »Þér lítið út eins og eitthvað hafi komið fyrir yður?« »Hörundsflúrsmerki!« sagði hann eins og við sjálfan sig. »Hvað í ósköpunum átti hann við með því?« Hann leit í áttina til hæðarinnar hinum megin tjarnarinnar. Svo sagði hann í óá- kveðnum róm: »Ég held að það sé bezt að ganga úr skugga um þetta.« »Um hvað?« spurði Bó. »Mér er ekki um að láta yður verða ein- samla eftir hérna. Það er betra að þér farið með mér.« Hann leit á hana og var í vafa um, hvað gera skyldi. »Það væri ef til vill réttast að fara einsamall,« sagði hann hikandi. »En á hinn bóginn — mað- ur má þó æfinlega taka með sér þrælinn sinn, hvert sem er.« »Hvert eigum við að fara?« »Ég á að fara á; stefnumót,« svaraði hann, »og ég er neyddur til að fara.« »Hvei's konar stefnumót?« spurði hún með ákafa. Hann ypti öxlum. »Það get ég ekki sagt yður, af því ég veit það ekki sjálfur. Ég finn bara á mér, að það er einhver óvænt hætta í aðsígi. Ég neyðist til að grenslast nánara eftir, hvernig í þessu liggur.« I háa sefinu hinum megin tjarnarinnar fundu þau bundinn hest með silfurbrydd- um hnakk og háum söðulhnappi. Caverley steig á bak, og Bó klifraði á bak fyrir aft- an hann. Það var indælt kvöld til útreiðar, þótt mjög væri á huldu um afleiðingarn- ar af þessari ferð þeirra. Caverley gaf hestinum lausan tauminn og naut í full- um mæli vindsvalans, sem strauk um enni hans. Þau riðu í spretti upp hlíðarslakka, þar sem úlfaldar og geitur lágu jótrandi í gras- inu. Þegar upp á risið kom, var gróðrin- um lokið, og hesthófarnir glömruðu á hörðu grjótinu. En þar virtist enginn nálægur, er veitti því eftirtekt. Caverley stefndi beint á gorkúlumynd- aða byggingu, sem stóð á einni af fjar- lægustu hæðunum framundan. Hann hafði oft veitt byggingu þessari eftirtekt, og hann vissi, að þetta var gömul gröf ein- hvers ræningjahöfðingja frá löngu liðnum tímum. Vinjafólkið forðaðist þennan stað. Það var sagt, að þar væri fult af djöfl- um og illum öndum. Og ef Nakhla hefði þá dirfzku og hugrekki til að bera, að hún þyrði að fara þangað alein að næturlagi, þá var hún sannarlega kona, sem hvggi- legast var að sýna nærgætni og virðingu. Þegar þau nálguðust hæðina, stöðvaði Caverley hestinn og stökk af baki. »Bíðið hérna,« sagði hann við Bó og gekk svo það, sem eftir var leiðarinnar. Þessi gamla höfðingjagröf líktist lágum varðturni með kringlóttu þaki,, er slútti all langt út yfir á alla vegu. Caverley staul- aðist upp brekkuna og hafði einhvern óþægindabeyg af því, að hann, sem var svo hár vexti, hlyti að sjást óraleiðir, er hann bæri við bláan himininn. Hann nálgaðist nú gömlu steinbygging- una skuggamegin. Þar ríkti djúpur graf- arfriður umhverfis. Tvö forfáleg steinþrep lágu upp að dimmum bogagöngum á milli tveggja súlna úr sandsteini. Hann gat ekki undir eins greint hvort þar væri nokkur maður, en alt í einu varð hann þess var, að þar stóð hjúpuð vera og hallaði sér yndislega upp að veggnum í bogagöngun- um. —• »Er það Sídíinn?« var sagt með fagurri röddu og hljómþýðri, sem frekast gat hugs- ast. — Caverley nálgaðist gætilega. Grönn og smávaxin kona í ljósum búningi kom svíf- andi úr myrkrinu. Hreyfingar hennar voru mjúkar og yndislegar. »Er það Sídíinn?« spurði hún aftur í sama tón, en þó dá- lítið djarflegar en áður. Svo svifti hún blæjunni frá andlitinu með snöggri og óþolinmóðlegri hreyfingu eins og barn. Caverley sá fyrir sér fölt, sporbaugs- lagað andlit. Varirnar voru dökkrauðar og fagurlega bogadregnar með skýrum og ákveðnum dráttum, sem nú voru hálf brosleitir. Nefið var lítið og ljómandi fall- egt, og augun voru dökk með löngum svört- um augnahárum, sem að vísu huldu augna- ráðið að nokkru leyti, en gátu þó ekki falið að fullu leyti hin athugulu augu. »Er þetta Nakhla?« spurði hann. »Hver annar en Nakhla myndi áræða að stelast burt úr innri hallarsölunum?« mælti hún. »Og hver annar en Sídíinn myndi hafa hugrekki til að koma, er hún bað hann þess?«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.