Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 20
20 HEIMILISBL AÐIÐ Á ferðalagi. Ferða hrejrpir fögnuð önd, fúlum sleppir trega, þannig »kreppu« kvala-bönd kyrkjast heppilega. Sál mín hlcer við livert mitt stig, liyllist kœrum vonum; norðursblærinn baðar mig, brjóst mitt nœrist honum. Inn í svalann ihnar frá ungum bala flóa, — lífið talar til mín á tungum dala-skóga. [Lögberg]. Pálmi. hélt Nancy áfram, »sem lækni á ég við, eins og þú veizt heimsækja tveir læknar oft hvor annan. Dr. Tournier ætlar að skrifast á við Katrínu. Hún hefir þegar fengið bréf frá henni fyrir utan það, sem hún skrifaði henni um borð í skipið, þe&-ar hún sigldi frá Frakklandi.« Sennilega hefði Nancy ekki getað fært fram neina málsvörn fyrir heimsókn vin- konu sinnar, sem betur hefði náð að sigra varfærni hans en þessa. Dr. Lynn Bruce bar sérstaka virðingu fyrir frönsku kon- unni, sem án þess að láta bugast hafði, af sérstakri vangá, verið sett læknii' við að- al-herstöðvarnar og unnið þar karlmanns- verk í stríðinu. Hann hafði nokkrum sinn- um komist í náin kynni við hana við lækn- isstörf sín á sömu slóðum. Hugsunin að hlusta á bréf, sem hún hafði skrifað, vakti áhuga hjá honum — og áhugamál hans voru nú ekki orðin mörg. Það var tæpast hægt að neita sér um það — og heldur ekki Nancy — þegar tækifærið bauðst. »Hva,r er vinkona þín?« spurði hann kuldalega. Hann hefði kosið að sjá bréf- ið, án þess að vinkonan fylgdi því, en sýni- lega var þetta tvent óaðskiljanlegt. Hún verður hérna í bænum næstkom- andi fimtudag — hún kemur frá New York. Hún kom frá Frakklandi fyrir fá- um dögum. Áður en hún fór til Frakk- lands, hafði hún búist við að setjast ao í Denver; nú óskar hún heldur að setja sig niður nálægt austurströndinni. Hana langar til að hitta þig, vegna þess hve mikið orð fer af þér sem barnalækni. Hún hefir í hyggju að leggja sérstaka stund á að lækna líkamslíti og þá sjúkdóma, sem við þau eru tengdir. En auðvitað vill hún ekki troða sér inn á þig — án þíns leyfis.« »Uppskurðir á líkamslítum,« sagði hann og var mjög ákafur, »væri nægjanlegt kunningsskapar-skilyrði, um stundarsakir. Það málefní myndi opna okkur eðlilega leið til dr. Tournier. Jæja. En gættu þess, Nancy, að heimsóknin verður að vera stutt.« »Þess skal gætt,« lofaði hún. Hann spurði hana ekki að því, hvað það væri, sem hún hefði fundið þess vert að starfa fyrir. Hann lét sem hann héldi, að alt samtalið hefði verið í þeim eina til- gangi að kynna dr. Katrínu Ferris fyrir honum. Hann félst á það — vegna dr. Julie Tournier; hennar líka hafði hann aldrei þekt. Hver, sem ætti því láni að fagna að verða aðnjótandi þeirrar hylli að fá bréf frá henni átti aðgang að einka- umhverfi hans, hennar vegna. Nancy hvarf fljótlega á bi'ott. Hún hafði þá gáfu, að hafa á tilfinningunni, hvenær samtali skyldi hætt. Sú gáfa hafði aldrei gert henni meira gagn en einmitt nú á heimili þessa óviðfeldna manns, sem ósk- ••.('•i ekki samtals við nokkurn. Hún mætti dr. McFarland á ganginum. Hann var að koma að utan og reyndi að stöðva Nancy, en hún f'lýtti sér fram hjá honum um leið og hún rétti honum hend- ina og sendi honum bros; nú hafði hún öðru að sinna. Hann spurði hana, hvernig hún stytti sér stundir. Þá vildi það til, sem hann hafði aldrei áður reynt af konum - hún bauð honum góða nótt fyr en nauð- synlegt var að gera það. Þá kallaði Mc Farland á eftir henni: »En þér komið aft- ur niður.« Hún sagði um leið og hún hristi höfuðið: »Því miður get ég það ekki í kvöld. Eg þarf að flýta mér að skrifa bréf.« Bréf! Þessar gömlu afsakanir! Hann horfði undrandi á eftir henni. Auðsjáan- lega var henni alvara. Einu sinni vildi það þó til í veröldinni, að kona, sem sagðist þurfa að skrifa bréf, í raun og sannleika ætlaði sér að framkvæma það, sem hún sagði. McFarland hélt vonsvikinn leiðar sinnai' inn í lestrarstofuna. Frh,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.