Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 21 ÓKEYPI GÖMUL SAGA FRÁ HOLLANDI Endurminningarnar frá dvöl minni í Widerburg fyrnast ekki, þótt langt sé nú umliðið, en eru ennþá mér til blessunar og gleði. Hvað ytra útlit þessa bæjar snertir, þá myndi flestum fátt um finnast, en mér þótti hann þó einstaklega viðkunnanlegur. Hann getur ekki stært sig af fögru um- hverfi með skógarhæðum og yndislegum dölum. Pað eru þokugráir móar, sem um- lykja skiplagslausar húsaþyrpingarnar á alla vegu; á sumrin gefur þó að líta bylgj- andi kornakra hér og' þar á stangli. Frá íbúðarhúsunum heyrast ekki önnur hljóð, liðlangan daginn, en hvíldarlaus slög ótal vefstóla. íbúarnir flestir eru iðnaðarmenn, fátæk- ir og ómentaðir, og voru þeir alt annað en aðlaðandi, þegar ég fyrst kom þangað. Þeir höfðu áhyggjur og margskonar mót- læti, en þá skorti mjög þolgæði; þeir voru áhugasamir um margt, en ekki um þá hluti, sem eru huldir sjónum manna; þeir voru fíknir í lífsþægindi og gróða, en skeyttu engu þeim fjársjóðum, sem hvorki mölur né ryð fá eytt. Tómstundum sínum vörðu þeir líkt og skepnurnar, sem ekki sækjast eftir neinu fram yfir það, að full- nægja þörfum líkamans. Lesendunum verður það nú líklega fyrst á, að spyrja, hvað valdið gat svo hryggi- legu andleysi fólksins í Widerburg, og því næst, hvernig- á því stóð, að ég. varð svo hugfanginn af þessum bæ. Fyrri spurn- ingunni er auðsvarað. Bæjarbúa hafði ár- um saman skort leiðtoga og hirðir, er með dæmi sínu gat opnað augu þeirra fyrir farsælli og meiri framtíðarmöguleikum en þeim, er lýkur á grafarbakkanum. Þeir höfðu svo æfða sjón að þeir greiddu hik- laust fínustu þræði vefsins þó í hálfrökkri væri, en þeim var ekki gefið að geta séð veg lífsins. Hvað síðari spurningunni við- víkur, þá verður henni ekki svarað í stuttu máli, en þolinmóður lesandi mun sannfær- ast um það af eftirfarandi frásögu, að mér er, ekki að ástæðulausu, ljúft að minn- ast dvalarinnar í Widerburg. Adrian frændi minn hafði verið þjón- andi prestur um langt skeið í litlum bæ, sem þó var afar mannmargur. Fimtugur að aldri varð hann að segja þessu erfiða embætti af sér, sökum brjóstveiki, en það var hrygðarefni mikið þeim öllum í söfnuði hans, er elskuðu Frelsarann, - - um þao get ég borið í heyranda hljóði, og legg ég þó ekki í vana minn að hrósa nánum ætt- ingjum. Hann hafði lítilsháttar eftirlaun, er hann flutti aftur til átthaga sinna og settist þar að hjá foreldrum mínum. Ég var þá drenghnokki, tæpleg'a tólf ára gamall. Það þótti okkur mikil Guðs blessun, þegar þessi trúi þjónn hans kom í okkar hús. Það var eins og ljós, sem lengi hefir verið byrgt, rynni upp á okkar kyrláta heimili. Við eignuðumst nú gleðina í samfélagi Drottins, og höfðum meira yndi af orði hans en öll auðæfi veraldarinnar geta veitt. Móðir mín, sem var mjög gætin húsmóðir, sagði að gjöldin á hverri viku hefðu að vísu tvöfaldast eftir að frændi minn kóm í húsið, en hann brýndi það stöðugt fyrir okkur, sem skrifað stendur, að »ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta«. Aftur á móti lýsti faðir minn því yfir á gamlárskvöld, — en hann hélt nákvæman reikning yfir tekjur og gjöld, að sakir blessunar Drottins hefðu árs- tekjurnar tvöfaldast nákvæmlega. Það var því með fullu samþykki móður minnar að ritningargreinin hans frænda varð kjörorð okkar á ári komandi. Frændi minn veitti mér tilsögn í latinu og' grísku, þau árin, sem hann dvaldi hjá okkur. Þegar ég fór í háskólann, til að stunda guðfræðinám, gaf hann mér inn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.