Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 22
22 heimilisbLaðið siglishring, er ég hef borið æ síðan. Inn í hringnum er áletrað: »Ökeypis hafið þér meðtekið«, en utan á, hann er grafin mynd af Samverjanum miskunnsama, með þess- ari yfirskrift: »Ökeypis skuluð þér af hendi láta«. »Benjamín,« sagði frændi minn að skiln- aði, »gerðu þér far um að draga að, því ])ú getur fengið allar nauðsynjar vægu verði; Guð gefi að þú verðir vel birgur að öllu þegar þú kemur aftur, svo þú getir látið eitthvað af hendi rakna fyrir lítið«. í svip vissi ég alls ekki við hvað blessað- ur öðlingurinn átti með þessu, en mér skild- ist það, ])ó síðar yrðii, eins og góðfús lesai i mun brátt komast að raun um. Frændi undi ekki lengi á heimili mínu, eftir að ég var farinn í háskólann. Hann var orðinn því svo vanur að ég snerist í kringum hann liðlangan daginn, og undi nú illa einveru og iðjuleysi. Eitt sinn snemma morguns snéri hann sér til móð- ur minnar og sagði: »Systir mín, ég held ég eiri nú ekki að vera hérna lengur. Drott- inn hefir að vísu gefið mér sínar gjafir fyrir ekhert, en þó ekki til einskís. Eg er líka talsvert farinn að ná mér og ætti því að geta gert eitthvað lítilsháttar til gagns. Mér er sagt, að í Widerburg sé mik- ill skortur á Guðs góða orði, og að einn vei'kamann vanti tilfinnanlega í þann vín- garð. Ég fer nú þangað og ætla að biðja þig' að vera mjer hjálplega með að taka saman farangurinn minn.« »Ekki nema það þó!« hrópaði móðir mín upp yfir sig óttaslegin, »til Widerburg á heimsenda.« »En ég hefi heyrt að Widerburgarmenn séu niðui'sokknir í veröldinni miðri,« sagði frændi og brosti, »og' ég- spái að ekki tak- ist áreynzlulaust að draga þá upp úr og fá þá til að flytja,.« »En, góði minn, það hefir enginn fengist til að vera þar,« sagði móðir mín. »Það mun rétt vera,« svaraði frændi, »enda gerðist engin þörf á að ég færi þang- að, sem allir vilja vera. Á ég þá við, að ekki þurfi að leita að því, sem er fundið, held- ur hinu glataða.« Ef frændi áformaði eitthvað, þá þýddi ekkert að mögla á móti því. Viku síðar var hann fluttur alfari til Widerburg, og hafði fengið þar ódýrt húsnæði hjá kenn- aranum. En ég hélt náminu áfram unz því var lokið, með þeim árangri, að prófdóm- endur mínir létu sér vel líka. Á þeim tím- um gekk miklu betur að undirbúa sig til að gegna einhverri stöðu, heldur en að fá stöðuna. Ég hafði það alt til að bera, er köllun mín krafðist; eins aðeins var mér áfátt, nefnilega köllunai' frá einhverjum söfnuði. En hún lét bíða eftir sér,, og liðu svo margir mánuðir að enginn söfnuður sendi mér veitingarbréf; munu lesendur mínir geta nærri hvernig mér var innan brjósts allan ])ann tíma. Nú skilst mér, eftir nánari yfirvegun, að þessi kvalafulla bið var náðai'samleg ráðstöfun Guðs. Eitt sinn snemma morguns verður mér litið út um gluggann og sé þá póstþjóninn koma. Hann kemur inn að vörmu spori og afhendir mér stórt skjal. Ég kem ekki upp einu orði fyrir hjartaslætti. En vonbrigðin urðu þess nieiri þegar ég sá að þetta var ekki veitingarbréf safnaðarnefndar, held- ur heimboð frá frænda mínum í Wider- burg. Segir hann í bréfinu að verk hans þar hefði blessast dásamlega þegar í byrj- un, af því, að það hefði mætt megnri mót- spyrnu. Hvers vegna skrifaði hann »af því«; og komst þannig að orði, að mér var það óskiljanlegt? Síðar skildist mér þó ao sólargeislarnir komast ekki gegnum ský- þyknið fyr en komin er hreyfing á þoku- mökkinn. »Úr því þú hefir ekkert fvrir stafni, en situr vonandi inni með miklar birgðir, þá vil ég biðja þig að koma til mín. Mér er hér mikil þörf á einbeittum samherja í baráttunni fyrir Drottins heil- aga málefni. Þú getur fengi fæði hjá mér og fatnað, svo þú komist af, og rúm til að hvílast í. Meiru get ég ekki lofað, en sértu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.