Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 23 ekki búinn að glata innsiglishringnum, þá lestu áletrunina inni í honum, og láttu mig ekki bíða lengi eftir þér.« Efablandinn horfði ég á hringinn, braut svo bréfið saman og lokaði mig inni á her- berginu mínu. Ég var að stundarkorni liðnu sannfærður um, að í mínum sporum hefði ekki Páll postuli þurft langan tíma til umhugsunar, og að Drottinn latti mig þess alls ekki að fara til Widerburg. Daginn eftir, en það var laugardagur, lagði ég af stað, og' bar pjönkur mínar all- ar í herðapokanum, en um kvöldið sat ég í vistlega litla herberginu hans frænda míns. »Það var ágætt!« sagði hann og bauð mig hjartanlega velkominn. »Hér vantar ekki verkefni, langi þig til að verða að liði. Við verðum nú þrír félagarnir, með okkar kæra bróður, kennaranum. En fyrst um sinn mátt þú ekki gera ráð fyrir að fleiri séu á okkar bandi. Eftir langa mæðu hefir okkur tekist að fá lánað hús til sam- komuhalda, sem sé hlöðu. Þú ert auðvitað þreyttur eftir ferðalagið, og skaltu nú unna þér livíldar. Það hefði annars átt bezt við, ■ að þú hefðir vígt nýja kirkjuhúsið okkar á morgun.« Daginn eftir talaði frændi fyrir fullu húsi áheyrenda, og lét hvergi á sig fá þó kirkjuhúsið og ræðustóllinn væri hvert með öðru jafn óvandað. Áheyrendurnir fengu ekki dulið forvitni sína, enda var það ekki hversdagslegur viðburður, að messað væri í Widerburg. Frændi lagði út af orðum Jesú í Matt. 10, 8: »Ökeypis hafið þér með- tekið«. Ræðuna man ég næstum orðrétta, þó mörg ár séu umliðin. Ég get ekki stilt mig um að birta hér nokkra kafla úr henm, svo lesandanum gefist kostur á að kynn- ast útleggingu og skilningi frænda á þess- um texta. Eftir að hafa talað um Guð, gjafarann allra gæða, hélt hann máli sínu áfram á þessa leið: »Og' hvað höfum vér svo meðtekið, vinii mínir? Á hverju áég' að byrja, með hverju á ég að ljúka þeirri upptalningu, ef engu er gleymt og ekkert eftir skilið? Þegar vér fæddumst í þennan heim, var móður- mjólkin tilbúin, fötin saumuð og vaggan uppbúin, alt var haft á takteinum og komu vorrar beðið með óþreyju. Höfðum vjer ef til vill sjálf búið þannig í haginn? Hverj- um gáfum vér umboð til að kaupa alt þetta út í vorn reikning? Elskuleg móðir ann- aðist oss á æskuárum, og umhyggjusam- ui' faðir ól önn fyrir oss; oss var séð fyrir heimili, leikföngum uppeldi og fræðslu, og vér eignuðumst vini og velunnara. IJverju höfum vér endurgoldið Guði þessar dýr- mætu gjafir? Er hægt að nefna upphæð- ina? Hefir Drottinn vor gert afdráttar- samning við oss, áður en hann léti sól sína renna upp yfir oss? Tryg'ði hann sér endur- greiðslu með afborgunum, áður en hann út- helti yfir oss yfirgnæfandi blessun, gaf oss fæði og fylti hjörtu vor fögnuði? Nei, nei, því er nú öðru nær. Vér öndum og lifum, neytum fæðu og drekkum, vinnum og drög- um að og njótum Guðs blessunar leynt og ljóst, náð á náð ofan, frá morgni til kvölds frá blautu barnsbeini til elliára. Iíver get- ur staðið upþ og sagt: Hér er borgun, ekki ætla ég að skulda neitt. En hér get ég ekki staðar numið. Vel- gerðir Guðs höfum vér ekki aðeins endui'- goldið éngu, en vér höfum launað þær með vanþakklæti, mótþróa og uppreist. Menn njóta gæða lífsins alveg eins og þau væru tilorðin af sjálfsdáðum, og að öðru vísi gæti það ekki verið, en að sólskin og regn stæði oss æfinlega til boða. Þegar menn hafa borðað og drukkið nægju sína, þurka þeir sér um munninn og ganga til vinnu sinn- ar, hlæja og ólátast, blóta og ragna, eða sökkva sér niður í ofát og ölæði og alskonar óguðleg't athæfi. Og' svo tekur hvað við af öðru: ösamlyndi milli hjóna, nágranna- kritur, á einum stað hefir lent í handa- lögmáli fyrir tveimur ærslaskrípum, á öðr- um stað hefir verið stolið fé, fatnaði, ávöxt- um eða því líku. Börnin hafa tæplega lært að tala, fyr en þau hafa lært blót og for-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.