Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Blaðsíða 25
HEIMILISBL AÐIÐ 25 í hjörtum yðar, og mun þá réttlætið rigna yður í skaut, og alt ilt vera fjarri yður. Því í Jesú Kristi er réttlæti og fullkomin fyrirgefning allra synda yðar, án minstu verðskuldunar. Yður býðst það ókeypis ef þér aðeins opnið hjörtu yðar og veitið því viðtöku. Sakir synda yðar eruð þér guð- vana í hjörtum yðar, og sálir yðar án end,- urlausnar og án gleðinnar óumræðilegu í Guði. Þér gleðjist yfir hinu skapaða, sem þó ferst, og hafið unun af þeim hlutum, sem þó olla yður sálartjóni. Ég flyt yður þann fagnaðarboðskap, að Guð vill vera faðir yðar, og hann vill endurfæða hjörtu yðar, svo að þér hafið yndi af að þjóna hon- um, breyta vel, en forðast hið illa, og gang- ið frammi fyrir honum í heilagleika og réttlæti. Spyrjið nú ekki: hvað eigum vér að gera? Komið og krjúpið í sannri iðrun fyrir Drotni, og' hann gefur yður alt ókeyp- is. Angist fyllir hjörtu yðar við tilhugs- unina um lífið eftir dauðann, og syndir yðar byrgja yður alla útsýn; en náðin er oss gefin fyrir frelsara vorn, Krist Jesú, er dauðann afmáði en leiddi í Ijós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu. Ó- keypis veitir hann yður alt á sömu stundu og þér gefist honum. Hann býr yður stað á himnum og gefur yður hlutdeild í arf- leifð sinni. Segið ekki: »Vér getum ekki með nokkru móti áunnið oss slík réttindi né endurgoldið Drotni velgerðir hans«, því ókeypis skuluð þér meðtaka hjálpræðið; oss er veitt alt, sem heyrir til lífs og guðrækni með þekkingunni á Jesú Kristi. Eins og hann gefur oss allskonar tímanlegar gjafir, án þess að setja upp nokkurt verð fyrir þær, þannig gefur hann oss einnig endur- lausnina, upprisuna og eilífa sælu endur- gjaldslaust, gefur þeim öllum, er leita hans, hjálp á hagkvæmum tíma.« Með þessum og líkum orðum talaði frændi rninn; virtist mér ræða hans öll mjög sannfærandi, en innihald textans svo auðsætt, sem framast gat orðið. En helzt leit þó út fyrir, að áheyrendurnir væru á nokkuð öðru máli um það, og virtist mér að ummæli spámannsins rættust á þeim: Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. Það tók ég mér mest nærri, hve kæruleysislega fólkið hlustaði á þenna há- alvarlega boðskap um synd og náð, eins og talað væri til þeirra um hversdagslegustu smámuni. »Annað eins fálæti og þetta,, er óbæri- legt,« sagði ég við frænda, þegar við vor- um komnir heim. »Hefði maður ekki mátt vænta þess, að sjá einhver ofurlítil áhrif á einstöku andlitum, alvöru eða jafnvel tárvot augu. En að verða engra áhrifa var, ekki minstu hreyfingar, það finst mér að nálgist það að vera frágangssök.« »Benjamín,« sagði frændi og brosti góð- látlega, »textinn í dag, »ókeypis hafið þér meðtekið«, var fyrir áheyrendurna, en síð- ari hluti þessarar ritningargreinar,.»ókeyp- is skuluð þér af hendi láta«, er ætlaður ræðumanninum. Það er ákaflega ánægju- legt, og mikið að þakka Guði fyrir, ef erf- iði okkar fcer sýnilegan árangur; en það er þó fremur óvenjulegt, vinur minn. Venjan er miklu fremur sú, að einn er sá: sem sáir, og annar sá er uppsker. Að hlaupa frá verki sínu vegna þess, að maður sér engan árangur, virðist mér að lýsi lítilli löngun til að láta af hendi ókeypis.« Eg þagði, og fanst víst, að því yrði ekki mótmælt. I síðari hluta versins, »ókeypis skuluð þér af hendi láta«, eru eflaust fólg- in mikilvæg sannindi, hugsaði ég með sjálf- um mér, en fanst um leið að það mundi torskyldara en ég hugði í fyrstu, og erfið- ara að breyta eftir því. »Um hvað ertu að hugsa?« spurði frændi minn. »Mér virðist þú vera eitthvað svo þungbúinn.« »Það er hverjum manni vandalaust, að meðtaka ókeypis,« sagði ég, »en alt öðru máli að gegna, eigi maður að láta ókeypis af hendi.« »Jæja, virðist þér það; við nánari yfir- vegun muntu komast að raun um, að það hvortveggja er jafn erfitt. Hvort maður er fús til að.láta ókeypis af hendi, er nefni-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.