Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1934, Qupperneq 27

Heimilisblaðið - 01.01.1934, Qupperneq 27
HEIMILISBLAÐIÐ 27 prédikunina, sem ég- hafði tekið saman á háskólanum, og sem prófessorinn hafði lokið á miklu lofsorði, enda var vel til hennar vandað frá upphafi til enda. Þó ég- segi sjálfur frá, er mér óhætt að fullyrða, að ég talaði með hita og- tals- verðri ákefð, en ekki varð ég þess þó var að áheyrendunum hitnaði um hjartaræt- urnar nokkuð að mun, því miður. Ekki datt mér þó í hug að kvarta yfir því við frænda eftir á, ég vildi ekki fyrir nokkurn mun að það kæmist upp um mig, hve vonsvik- inn ég var yfir að áheyrendurnir tóku mér engu betur en honum; mér var ómögulegt að vera eins lítilþægur og hann, ég hafði vænzt þess, að gerður yrði góður rómur að ræðu minni. Það særði mig þó mest af öllu, að frændi minn mintist ekki einu orði á ræðuna, hvað þá að hann léti svo lítið að þakka mér fyrir hana. Ég gat ekki varizt því, að að mér setti megna ógleði. Eg fór yfir prédikunina í huganum, ef ske kynni að honum hefði mislíkað eitt- hvað sérstaklega. »Þú hefir verið óvenjulega fálátur í dag,« sagði frændi um kvöldið er við sát- um undir borðum. »Ertu ef til vill lasinn?« Þetta reið baggamuninn, enda hafði hall- ast á hjá mér allan daginn. Ég fékk ekki dulið vonbrigði mín lengur. »Það kom mér ekki á óvart,« sagði frændi og brosti. »Það er í rauninni frá- bærlega torvelt að gefa án þess að vænta sér endurgjalds í neinni mynd, eða finst þér ekki? Þú hefir erfiðað í allan dag og lagt mjög hart að þér, en án þess þó að hafa fengið nokkura þóknun frá tilheyr- endum þínum. Nú muntu ekki taka þér það nærri að þeir færðu þér hvorki pen- inga né gjafir, því þú hefir ásett þér að ávinna þá sjálfa en ekki eigur þeirra. En einhvers æsktir þú þó fyrir erfiði þitt; en það má nú segja að sé léleg þóknun, ef þakklæti eða viðurkenning lýsir sér ekki svo mikið sem á svipbrigðum eins einasta manns.« »Þó ekki væri meira vænzt en slíkra svipbrigða, þá mundi það þó auka manni þor og vera til uppörfunar,« svaraði ég hálf vandræðalega. »En þú hefir nú ekki farið alveg á mis við slíka uppörfun, eða hvað heldurðu?« »Við hvað áttu, maður?« spurði ég með ákefð, því nú bjóst ég satt að segja við, að ræða mín fengi verðskuldað hrós. »Hafir þú brennandi áhuga fyrir mál- efni hans, sem kallaði þig til þessarar þjónustu, þá ætti það að vera þér næg uppörvun, að hann líti til þín með vel- þóknun.« »Það er auðvitað satt,« sagði ég nokkuð dræmt, »en þeirrar uppörfunar verður maður því miður svo sjaldan var hér í heimi.« »Það gefur að skilja. Hans ljúfu ásjónu sjá aðeins augu trúarinnar. Og því trúir þú þó líklega, að Drotni hafi vel líkað verk þitt fyrir hann í dag, og að það hafi verið honum þóknanlegt?« »Já, vissulega,« svaraði ég, en með nokk- urri óvissu. »Hvers vegna ertu ekki ánægður með það? Hvers er þér vant, og um hvað ann- að hirðirðu, sértu alveg viss um það?« Mér varð svarafátt, því satt að segja,, var ég kominn í talsverðan bobba, en vissi þó ekki hvaðan á mig stóð veðrið.« »Benjamín,« sagði frændi með miklum innilegleik, »ég veit ekki, vinur minn, með vissu, hvort þér er alveg óhætta að treysta því, að ræðan þín í dag hafi þóknast Drotni. Segðu mér nú í einlægni, hvort þú hugsaðir meira um Drottinn en um sjálfan þig, á meðan þú talaðir? Hvort hugsaðir þú meira um þinn eiginn heiður eða andlega neyð tilheyrenda þinna?« Frli. Kvöldstjarnan mín. Lýsir tjöldin loftsins hrein, Ijoss í öldu hjúpi, stjarna, er völddn á þar ein yfir kvöldsins djúpi. [Lögberg]. Pálmi.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.