Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 6
36 HEIMILISBLAÐIÐ og- útgefendur rökuðu saman peningum fyrir tónsmíðar hans, en sjálfur var hann venjulega látinn sitja á hakanum og tók þá við því, sem honum var fengið, sem venjulega voru smánarlaun,: Hánn varð a,ð verja tíma sínum til ]>ess að- semja Ariu.r fyrir hefðarfrúrnar, danslög fyrir auð- mennina, og oft lék hann á slaghörpuna í veizlum þeirra, fyrir fáeina dúkata, Fyr- ir margar tónsmíðar sínar fékk hann ekki éinn einasta eyri. Pær, gengu i afritum mann frá manni, og þó ótrúlegt sé, tókst honum aldrei að komast að neinni lífvæn- legri stöðu. Og þó að hann semdi hvert snildarverkið á fætur öðru, fór hagur hans alt af versnandi, og seinast lenti hann í klóm okurkarla. Konan var mjög heilsutæip og lá oft rúm- föst. Lagði hann roikið að sér til þess að hún fengi heilsubót og að henni gæti liðið sem bezt. Hann lét hana m. a. vera langdyölum á dýrum baðstöðum. En þegar hún lá heima, sat hann hjá henni öllum stundum með verkefni sín, Og svo tamt var honuro orðið að ganga_-hljóðlega um húsið, að sagt var, að hann hefði læðst um göturnar í Vín eins og óbótamaður., Að Gluck gamla látnum fékk hann, að nafninu til, stöðu sem keisaralegur kapellu- meistari og kammerkompositeur, en laun- in voru 800 flórínur á ári, —- en Gluck gamli hafði haft 2000 flórínur. Hann lagði miklu meira a.ð sér en iíkam- legt þrek hans leyfði, og manni finst það líklegt, að hann hafi haft hugboð um það sjálfur, að sér mundi ekki verða langra lífdaga auðið. Svo óeðlilegur er starfsákafi hans, hin síðustu 8 ár æfinnar. Pað er eins og hann sé í sífeldu kapphlaupi við tímann. Enda er alveg ótrúlegt hve miklu hann kom í verk á þessum árum, og þá ekki síður þegar þess er gætt, að hin látlausa barátta við fátæktina hlýtur að hafa haft lamandi áhrif á starfsþrek hans. Hjálpin, sero honum var ætluð, kom um seinan. Nokkrir ungverskir auðmenn höfðu komið sér saman um, að tryggja honum álitlega fjárupphæð, meðan hann lifði, sem nægt hefði honum og fólki hans til að lifa áhyggjulausu lífi; en þá var þrek hans að þrotum komið, þó að hann reyndi í lengstu lög að láta, á engu bera, -— og lést hann skömmu síðar. Síðasta tónsmíð hans, var hið fræga »Requiem« (eða sálumessa), sem hann hafði verið beðinn að semja. Var heilsu hans þá mjög tekið að hraka, og er svo að sjá, sem hann ha.fi haft hugboð uro, að þetta myndi verða grafljóð hans sjálfs; en í það er spunnið alt það fegursta og dýr- asta, sem í sál hans bjó, og er þessi tón- smíð talin eitt mesta snildarverk hans. Honum entist þó ekki aldur til þess að ganga frá því til fullnustu. Var þó að fást við það a,lveg fram í andlátiö. En nem- andi hans einn gekk síðar frá því. Mozart lézt 5. desember 1791, af ákafri heilabólgu, tæplega 36 ára gamall. Jarðarförin var örourleg. Constance varð hálfsturluð og var henni komið fyrir hjá kunningjafólki, á meðan jarðneskum leif- um Mozarts var holað niður í almennings- gröf í fátækrakirkjugarði. Enginn vina hans varð til {>ess að fylgja honum til graf- ar, hvernig sem á því hefur staðið. Og I>ega,r ekkjan kom síðar í kirkjugarðinn, til þess að vitja um leiðið, kvaðst kirkju- garðsvörðurinn ekkert vita hvar það væri. Hér ber f>6 ekki sögnum saman, því að þessi aimenningsgröf var grafinn upp 1801, og er sagt, að þar hafi þekst bein Mozarts, en hauskúpan var flutt á Mozarts-safnið í Salsburg og er varðveitt þar, ★ Mozart var enginn byltingamaður í skáldskap slnum. Hann neytti. engra bragða, til þess að vera frumlegur. Hann þurfti þess ekki. Hann var engu að síður frumíegri en allir aðrir, og frumleikinn liggur í tigninni og fegurðinni, sem stafa, svo að segja, af hverjum hljóm og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.