Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Qupperneq 12
42 HEIMILISBLAÐIÐ Það fór að rigna og hann varð votuv. Hann mætti tveim mönnum, sem honum var illa við. Svo rakst hann á yfirmann sinn oy va.rð að brosa og snúa við og vera vingjarnlegor. Óhrein beiningastelpa elti hann langar leiðir 03; bað um skilding. Skömrnu síðar var hann aftur kominn Jrangað, sem hann hafði staðnæmst fyrst, og starði nú enn á gullnu. vínberin og skuggalegu dyrnar. Það glampaði á vín- berin, dyrnar opnuðust, og út kom maður hýr á svipinn. Hann horfði lengi á eftir Jvessum manni, lagfærði svo á sér vestið, — og sveif inn um dyrnai*. Inni var þungt loft og vínj>efur, svo að honum varð flökurt, og hann varð að standa kyrr andartak. Þar að auki var svo skuggsýnt í stofunni, að það fór um hann óljós ótti. En hann vann bug á ótt- anum, heilsaði gildum manni, sem stóo fyrir innan veitingaborðið, og hélt áfram u,m tvær stofur aðrar, sem voru stærri en þær, sem hann kom fyrst inn í. I hinni fremri sat maður, sem beðið hafði ósigur í stjórnmálum, og fjórir, sem sviknir höfðu verið í trygðum, Þeir sátu hljóðir og álútir, J>efuðu af glösunum og drukku. Hið sama gerði sjötti maðurinn, sem þar vai- inni, en hann hafði orðið fyrir mikilli sorg, sem hann mundi ekki eftir lengur, nema þegar hann sat við flöskuna. En í næstu stofu sátu sjö flón, og höfðu hátt um sig. Hann gekk fram hjá mönnum Jiessum án þess að veita J>eim frekari athygli, og kom nú inn í stofu, sem var miklu minni en hinar og ennþá skuggalegri, því að það var ekki nema ein gluggakytra á henni, sem vissi út að Mjóstræti, og var tjald dregið fyrir gluggann hálfan. t stofunni var ekki annað af húsgögn- urn en borð, sem var hreint, J>ó að þaö 1 »Minni Islands*, bls. 40, i síðasta erindi stend- ur Heglu-drotniug, á að vera: Heklu-drotning. sýndjst ekki vera I>að, tveir hjólbeinóttir stólar, og legubekkur með slitnu leður- fóðri, Á veggnum yfir legubekknum liékio mynd af fallegu skipi í stórsjó. Þegar maðurinn sá, að engir gestir vont J>arna fyrir, hengdi hann hattinn sinn á stafinn og setti hvorttveggja út í eitt stofu,- hornið. I lágum róm bað hann þjóninn um vín- flösku, settist síðan á legubekkinn og beið, með spentar greipar á maganum. Þjónninn kom með gilda flösku og' glas, stórt, úr fögrum krystal. Hann dró upp flöskuna og- gesturinn hrökk við, þegar small í tappanum. Svo spurði þjónninn, hvort hann óskaði nokkurs frekar, en maö- urinn bað þjóninn að loka dyrunum, því að hann vildi vera einn, ★ Hann leitaði í vasa sínum og fann J>ar dal, sem hann lagði á borðið. En J>á var sem hvíslað væri að honum: »Þennan dal lætu.r þú fyrir vínið, og þú veizt, að þú átt ekki dalinn.« Hann ypti öxlum og tróð sér niður á legubekkinn. Utan af strætinu barst skrölt- ið í vögnunum, og J>að d,imdi í stofunni, J>egar J>eir fóru fram hjá. En röddin yfir- gnæfði ski-öltið og hávaðann á götunni, og nú hafði hún hærra: »Þú átt ekki dalinn. Skóarinn á hann með réttu. Vinnukonan, sem er á förum og á inni kaupið sitt, á hann. Konan þín, sem ekki á hatt á höfuðið, sem hún getur látið sjá sig með í kirkjunni, á hann.« Manninum féll allur ketill í eld. En svo greip hann flöskuna með titrandi hendi og helti glasið barmafult. Hann starði á vínið, rautt og' glitrandi, og' hann svimaði. »Vínið er fag-urt,« sagði hann í hálfum hljóðum. Og um leið tók hann glasið og tæmdi það til botns. Hann smjattaði með tungunni, hallaði sér a.ftur á bak og lokaði augunum. »Gott er vínið,« sagði hann, og rétti út hendina, eftir flöskimni.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.