Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Síða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 43 En hann hrökk skelföur aftur á bak oí>’ náfölnaði. »Guð gefi, að ég sé ekki að missa vitið,« varð honum að orði. Upp úr flöskunni konr vera, sem ekki var lík neinu, sem hann hafði áður séð. Það var manns-mynd, í gráum, snotrum fötum, með mikið skeg'g og viðfeldið augna- ráð. Fyrst fór lítið fyrir manni þessum, en hann stækkaði cðum, eftir því, sem hann mjakaðist upp úr flöskustútnum. Hann var ákaflega hæverskur, því ao ihann byrjaði að hneigja sig um leið og hann rak hausinn upp úr stútnum, Þegar hendurnar voru komnar upp úr, baðaði hann þeim út og heilsaði með hinni mestu hæversku, Maðurinn á legubekknum nötraði og skalf af ótta og einblíndi á þetta undur. En grái maðurinn Jx>kaðist upp úr flösk- unni og stækkaði.------Hann var nú allur sýnilegur, og stóð á gólfinu. Svo mikill var hann nú orðinn vexti, að höfuð bans nam við loftbitann. Hélt hann þó á hattinum og laut höfði. Hann hneigði sig þrlsvar með mikilli lotningu og hægri hendina á brjóstinu. »Herra,« mælti hann, — »ég er kominn til að létta þér lífið.« »Ég þakka auðmjúklega,« svaraði mað- urinn í legubekknum, og lét fara svo lítið fyrir sér sem hann gat. »Það er ákaflega fallegt a.f yður, en ég veit sannarlega ekki, á hvern hátt ég hefi orðið maklegur vel- vildar yðar. En ef þér viljið gera mér greiða, þá skuluð þér sitja á yður hattinn og fara héðan,« Risinn bresti og sló út annari hendinni. »Herra,« tók h,ann til máls, — »ef þú að- eins vilt leyfa mér það, þá skal ég taka á mig peningaáhyggjur þínar, svo að þú get- ir gert þér glaðan d,ag.« »Sönn ánægja væri mér að því,« svaraði maður-inn, sem ekki vildi mæla á móti ris- anum fyrir nokkurn mun. »En haldið þér ekki, að þær myndu verða yður til óþæg- inda. Já .... fyrirgefið .... ég er nú bú- inn að dragast með þær, síðan ég man fyrst eftir mér, svo að segja, og þær eru búnar að gera mig lotinn í herðunum.« »Vertu óhræddur um það herra,« svar- aði risinn. »Mér verða þær ekki til þyngsla. Ég hefi borið byrðarnar þyngri,« Um leið var sem allmikill þungi væri lagður á herðar honum. Hann virtist streyt- ast við hina ósýnilegu byrði, eins og til þess að hagræða henni. En á því stóð að- eins andartak. Svo .hneigði hann sig þris- var, og hvarf í gegnum vegginn, sem lokaö- ist á eftir honum, og sáust engin vegsum- merki. Maðurinn á legubekknum sat hljóður og starði fram undan sér. Hann starði á vegg- inn, sem risinn hafði horfið í gegnum og síðan á flöskuna. »Guði sé lof fyrir það, að hann fór, < varð honum að orði. Og þó að óttinn hyrfi eigi með öllu, þegar í stað, þá var þó sem af honum væri létt bjyrði, og hann varð glaður í huga. Hann rendi í glasið af nýju og lyfti því upp, móti birtunni. »Kynlegur drykkur vínið,« tautaði hann. Og nú fór hann að rifja upp fyrir sér samtalið við risann. Hann rétti úr sér og honum óx hugur, smám saman. »Svei mér þá,« — sagði hann um leið og hann setti frá sér glasið, án þess að dreypa á því, — »ég hefi verið heimskingi, að láta búksorgirnar ná svona miklum tökum á mér. Er ég fátækari eða ver stæður en al- ment gerist? Hefi ég ekki alt af borgað öllum, sem átt hafa hjá mér? Á ég ekki kunningja að baki mér, ef illa skyldi fara? Eru ekki til aðrir skóarar í bænum, þó að þessi snúi upp á sig?« Hann rak upp hjátur og lét dalinn dansa á borðinu. »Hefi ég ekki ennþá dalinn, sem ég fékk vínið það arna fyrir?« Hann lyfti aftur glasinu og horfði á það með unaði. En alt í einu mintist hann ein-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.