Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1936, Side 18

Heimilisblaðið - 01.03.1936, Side 18
48 HEIMILISBLAÐIÐ þarna á legubekkinn og taktu svo vel eftir því, sem ég' segi.« Hann kom þá auga á g-at á legubekks- fóðrinu. »Þetta má ekki vera svona, — það má það svei mér ekki,« sagði hann, setti upp vandlætingar-svip og hristi höfuðið. Við verðum að láta söðlasmiðinn koma hingað og gera við þetta, Það væri líklega rétt-. ast, að við fengjum okkur ný gluggatjöld líka. Þá þyrfti ef til vill líka að fara aö endurnýj a borðstofuhúsgögnin? « Hann gekk fram og aftur um stofuna stórum skrefum. »Við verðum a.ð koma öðruvísi fram eft- irleiðis, en hingað til,-----— hlustaðu á það sem ég er að segja,, Henríetta? Vio höfum alt of lítið samneyti við annað fólk. Seinast verður okkur alveg gleymt. Við verðum að vera meira á mannamótum, fara í leikhús og á hljómleika, sýna okkur á skemtigöngurstöðum á sunnudögum. Öðru, hvoru ættum við líka að bjóða vinum okkar heim, — — já, það er satt, — ég bauð nokkrum vinum mtnum áðan, til morgun- verðar á morgun.« Henríetta hágrét, »Kærðu þig kollótta um það, Henríetta,« hélt hann áfram, og klappaði á höfuð henni. »Það er svei mér ekki eins flókið og þú heldur, að umgangast heldra fólkið, — og svo er nú hvorugt okkar illa ættað. Þú get- ur reitt þig á það, að ég skal sjá um að húsið verði í lagi. Það skal ekkert skorta. Og þú verður að fá þér silkikjól, Henríetta, úr þykkasta og stinnasta silkinu, sem fá- anlegt er.« Hún stóð upp og tók lampann, »Nú skulum við fara að hátta.« En hann brást reiður við og stappaði í gólfið. »Henríetta, — ég ætla bara að segja þér það, í eitt skifti fyrir öll, því að það er bezt að við misskiljum ekki hvort ann- að: Þú getur háttað hvenær, sem þér sýn- ist. Þú hefir fullkomið frjálsræði, Henri- etta, ... fullkomið frjálsræði. En ég geri það sem mér sýnist.« Hann stóð þarna hnakkakertur og hikst- andi og var nú farinn að verða loðmælt- ur. Hún gekk þegjandi inn í svefnherberg- ið og hann á eftir. Hann settist á rúm- stokkinn, svo þungt, að brakaði í rúminu, fleygði jakkanumog vestinu á stól og nudd- aði af sér skóna með fótunum. Hún tók upp fötin og tók úrið úr vestinu. »Hvað ertu að gera, Henríetta?« spurði hann tortryggnislega. »Ég er að draga upp úrið.« »Ástin mín -------þú ert að draga upp úrið------— úrið dreg-ur þú-------þú ert að draga úrið--------.« Hann lagðist út af í rúmið, með hend- urnar fyrir aftan hnakkann. »Henríetta, kant þú vísuna — — I lund- inum, þar fuglarnir by-y — —.« Og um leið- sofnaði hann. Hún fserði hann úr buxunum, burstaði vandlega aurinn af skálmunum og breiddi síðan yfir hann sængina. Svo háttaði hún sjálf og grét lengi. ★ Morguninn eftir vaknaði hún á venju- legum tíma, reis upp í rúminu og virti hann fyrir sér. Hann svaf óvært og dró andann þungt. Hann var í svitakófi og hafði fleygt af sér yfirsænginni. Hún breiddi ofan á hann, - og hrutu henni tár af augum, — en svo fór hún að ldæða sig. Hún byrjaði á því að taka til í húsinu, vakti síðan börnin og lét þau fara í skólann, en vinnukonuna sendi hún í búðir. Enn svaf maðurinn, þegar hún kom aft- ur inn í svefnherbergið, að þessu loknu. Hún brá sér þá í yfirhöfn og fór á skrif- stofuna, til þsss að láta vita af því að hann væri veikur og gæti ekki komið til starfa sinna. Hún var að heiman góða stund og stúlk- an kom heim á meðan og fór út aftur.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.