Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Page 10

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Page 10
10 HEIMILISBLAÐIÐ SKUGGIIVN Skáldsaga, eftii* George Owen Baxtci*. Tom Converce var viðbúinn að taka þess- ari skýring'u. Hann sagði ekki orð, en í and- litinu var sambland af hræðslu cg undrun; hann lék svo dásemlega, að allur grunur hvarf á augabragði. Og hláturinn ómaði alt í kringnm, hann. »Jæja,, þið getið tekið þetta fyrir gam- an«, sagði Tom og dró andann léttara, — »en það er ekkert gaman fyrir mig að vera tekinn fyrir Skuggann. Mig langar ekki til að fá kúlu í gegnuan. hausinn, áðug en ég gæti sagt til mín. En hvernig er það ann- ars,, er ég svona líkur Skugganum eða hvað?« »Þú skalt spyrja Mr. William, Skugginn hefir einU) sinni ráðist á hann«. Hví.tskeggur einn, sem hafði verið ógur- legastur ásýndum af þeim. ollum,. gekk nú fram hálf hrifinn af að láta taka svona eftir sér. »Eg stóð bara og beið eftir, að þið ungu mennirnir hefðuð lokið ykkur af«, sagði hann. »Þessi maður er ekki líkari Skugg- anum en ég. Skugginn er minst tveim þuml- ungum hærri og töluivert gildari. Og Cap- tain -— Captain, það er annað mál, mér sýnast hestarnir mjög áþekkir ...« »Ég héft það hefði verið eftir sólarlag?« sagði rödd í hópnum. »Sólin var ekki alveg gengin undir. Það var nógu bjart. Ég gat sagt ykkur það strax, að þetta var rang't hjá ykkup, en mér fanst gaman að láta fara um ykkur svolítið«. »Jæja«, sagði Tom Converce, »nú verð ég að fara og reyna að ná tali af sheriff- anum. Kanske ætti að setja aug'lýs- ingu á bakið á m.ér ujn,. að ég væri ekki Sku,gginn«. »Það er hesíinum að kenna«, sagði gamli maðurinn. »Hestur Skuggans heitir Cap- tain og er kastaníubrúnn m.eð svörtum blettum. Það er ekkert mjög scrstaður lit- ui. En reyndu nú að fara að hitta Jce Shriner. Það er hann, sem.er sheriffi hér í þorpinu og hefir lyklavöldin að tugthús- inu«. Nokkrir U(ngir menn vísuðu Tom niður götuna að fangelsinu og yfirgáfu hann svo. Það var svo sem apðséð, að þetta var fangelsi. Það leit þannig út eins og það mundi aidrei sleppa þeim, manni,. sem það væri búið að ná inn fyrir sína veggi á ann að borð. Hár, herðabreiður og mikilfenglegur maður kom út á dyraþrepið og stóð þar og glotti. Tom Converse leit upp og vissi sam- stundis, að þessi maður var enginn annar en Joe Shriner sjálfur — hinn hræðilegi Joe Shriner. Hann sá einnig, að hann mátti vera vel á verði, ef hann á.tti að geta leikið. á þenna náunga. En hann var kominn til að sækja Benn í tugthúsið, og hann skyldi líka ná honum út,. hvað sem. það kostaði. XVII. Tom Converse tekur Benn út úr fangelsinu. Að Joe Shriner var maður í orðsins fylstu merkingu, hafði Tom aldrei efast um, af því að ffilk nefndi nafn hans ætíð með svo miklum ótta. Og á andliti hans og' vaxtarlagi var auðséð,. hvílíkt ógurlegt afi og harka bjó í honujn.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.