Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1937, Side 29

Heimilisblaðið - 01.01.1937, Side 29
HEIMILISBLAÐIÐ 29 þyrftum við þá að- hafa með okkur. En til þess að knýja 564 tonn út í himin- geiminn þarf 564 sinnum 94 = 53016 tonn af brensluefni til brottfararinnar! (Til þess að koma 6 tonna skipi út í hinmingeiminn þurfti 564 tonn, og ef þunginn vex um 564 tonn þarf 94 sinnum meira). Þetta fer nú að verða helst til mikið af því góða. Þess vegna hafa verið fundnar upp aðr- ar leiðir til að draga úr hraðanum. Það má alt af nota loftsmótstöðuna, en áðeins með varkárni. Þegar skipið nálgast jörð- ina, stefnir það ekki beint á hana, heldur lætur sé nægja að skáskjóta sér um efstu lög gufuhvolfsins og stefna síðan aftur út í geiminn. Á þenna hátt hefir þegar dregið til muna úr hraðanum. Eftir dálitla hing- ferð fer það aftur inn í gufuhvolfið og heldur áfram á þenna hátt, uns svo mikið er dregið úr hraðanum, að hægt sé að lenda á hægu svifflugi.----- Hér að framan höfum við fengist við þau höfuðviðfangsefni, sem leysa verður áður en ferðir milli hnattanna geta hafist. Að sjálfsögðu þarf að yfirstíga fjölda marga aðra erfiðleika en þá, sem hér hafa verið nefndir. Loft verður að hafa með- ferðis. Hæfilegan hita verður að hafa í klefanum. Einnig munum við lenda í sér- kennilegum smáæfintýrum, þegar aðdrátt- araflið hverfur. Ef maður hreyfir sig, get- ur maður átt á hættu að þjóta beint í loft upp. Ómögulegt verður að hella kaffinu úr könnunni — af því að það vill ekki renna — og það verður ábyggilega nóg af slíkum smávegis ergilegheitum. Þess vegna verður að þreifa sig áfram smátt og smátt, áður en hin mikla för verður farin. Undirbúningsrannsóknir má framkvæma á þann hátt, að setja ,,skip“ af stað sem tungl í kringum jörðina. Það mun þjóta áfram af sjálfu sér eins og áður hefir verið frá skýrt. I þessu tilfelli finn- Ur maður heldur ekkert til aðdráttarafls- ins, því miðflóttaaflið vegur upp á móti Því. í slíkri rannsóknarstofu er hægt að §era allar nauðsynlegar tilraunir, sérstak- Morgunhugleiðing. Ljóssins Gud, pig lofar önd mín klökk, tnig langar pér ad fœra ástarpökk. Mig langar pér til lofs ad fœra brag, fyrst líta fœ ég ennpá nýjan dag. Pú gafst mér, fadir, pessa nádarnótt, í nædi og frid' ad sofa vært rótt, vafinn kœrleiks verndarörmum pin, véika, Drottinn, piggdu lofgerd mín. Morgunstjarnan minnir œ á pig, rnorgunstjarnan altaf gledur mig. Morgunn hvern ég miskunn nýja finn. Morgunn hvern alt lifgar kraftur pinn. Dagsins störf, minn Drottinn, blessa nú, dagsins pörf gjörvalla uppfyll pú. t dag 'mig styrk til dýrdar lifa pér dag hvern, kœri Jesú, hjálpa mér. Gef pú, fadir, nýjan dádadag, dyggdir efl og blessa pjódarhay. Vek pú kærleik, von og sanna trú, Vilja og starfi æ til heilla snú. Einar- Sigurfinnsson. lega er nauðsynlegt nð fá úr því skorið, hvort líffæri mannsins þola ,,að losna við“ aðdráttaraflið. Að lokum munu lesendurnir spyrja: Burt með alt gaman, lofið okkur nú að heyra, hvort þetta sé í raun og veru inn- an takmarka þess mögulega. Sennilega er ekki hægt að svara þessu eins og sakir standa. En þegar í þessu er fólgin upplýs- ing. Hvorki vísindi né tækni hafa borið fram neina úrslitaröksemd gegn því, að fyrirætlunin sé óframkvæmanleg. En þrátt fyrir það má búast við, að máninn geti glott að þessari viðleitni jarðarbúanna enn um hríð, en hver veit nema glottið hverfi fyr en varir — og sá hlær best, sem síð- ast hlær.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.