Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 5
B3ARNI 3ÓNSSON: PHENSON „Það, sem mikilmennið leitar eftir, finnur hann hjá sjálfum sér." — Kungfutse. I. Æ.tt og uppvöxtur Stephensons. Georg Stephenson var kominn af f átækvi verkamannaætt. Faðir hans, Robert Step- henson, var kyndari við gufuvél í kola- námu hjá Wylam, nálægt Newcastle on Tyne. Þar var Georg fæddur 9. júní 1781. I bernsku var Georg kúahirðir. Varði hann þá tómstundum sínum til að gera sér véla- líki úr leir og annað því um líkt, sér til dægrast.vttingar, þegar hann sat, hjá kún- um. Sannaðist þar, að snemma beygisi krókurinn til þess sem verð'a vill. En er hann var orðinn stálpaður, fór hann aö vinna í kolanámunni með föður sínum; varo það þá, hlutverk hans að keyra hest, er hef ja skyldi lyftivél í námunni. Pegar hann var 14 ára, varð hann aðstoðarmaður föð- ur síns, kyndari við gufuvél. Fyrir kynd- arastarfið fékk hann 1 skilding (shilling) á dag. Gafst honum þá hið bezta tækifæri á að kynna sér byggingu vélarinnar. Auga hans var glöggt og leiknin mikil, og var hann brátt fenginn til að gera við gufu- vélar annarsstaðar. Allt nam hann þetta af sjálfum sér, og af því hann, lagði allt kapp á að framast í þessari iðn, og búa sig undir hærri skyldustörf, þá varð hann brátt öðrum fremri í öllu, sem laut að að- gerð og smíði á gufuvélum og 17 ára var hann skipað'ur vélmeistari. Ekki kunni hann, þá að lesa, en á næsta ári gekk hann í kvöldskóla til að læra þar að lesa pg Georg Stephenson. skrifa og tók hann þar merkilega skjótum framförum. Um þessar mundir brann hann af þrá eftir að fá fyllri þekkingu á. hinni dásamlegu uppfundningu Watts og Boult- ons. Georg kvæntist, er hann var 21 árs að aldri og átti þá örðugt uppdráttar,, því aö þótt hann kæmist að arðvænlegri stöðu í öðrum kolanámum, þá nægði honum ekki kaupið sér og sínum til uppeldis; hafði hann þá skóviðgerðir að aukastarfi og seinna aogerðir á, klukkum. Allt þetta nam hann af sjálfum sér. Árið 1812 var hann skipaður umsjónar- >The Rocket'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.