Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Page 5

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Page 5
28. ar<í. Janúar 1939 1. blað BJARNI JÓNSSON: „Það, sem mikilmennið leitar eftir, finnur hann hjó sjólfum sér." — Kungfutse. I. Ætt og uppvöxtur Stephensons. Georg Steplienson var kominn af fátækvi verkamannaætt. Faðir hans, Robert Step- henson, var kyndari við gufuvél í kola- námu hjá Wylam, nálægt Newcastle on Tyne. Þar var Georg fæddur 9. júní 1781. I bernsku var Georg kúahirðir. Varði hann þá tómstundum sínum til að gera sér véla- líki úr leir og annað því um líkt, sér til dægrastyttingar, þegar hann sat, hjá kún- um. Sannaðist þar, að snemrna beygist krókurinn til þess sem verða vill. En er hann var orðinn stálpaður, fór hann aó vinna í kolanámunni með föður sínum; varð það þá hlutverk hans að keyfa hest, er hefja skyldi lyftivél í námunni. Þegar hann var 14 ára, varð hann aðstoðarmaður föð- ur síns, kyndari við gufuvél. Fyrir kynd- arastarfið fékk hann 1 skilding (shilling) á, dag. Gafst honum þá hið bezta tækifæri á að kynna sér byggingu vélarinnar. Auga hans var glöggt og leiknin mikil, og var hann brátt fenginn til að gera við gufu- vélar annai'sstaðar. Allt nam hann þetta af sjálfum sér, og af því hann lagði allt kapp á að framast í þessari iðn, og búa sig undir hærri skyldustörf, þá varð hann brátt öðrum fremri í öllu, sem laut að að- gerð og smíði á gufuvélum og 17 ára var hann skipaður vélmeistari. Ekki kunn; hann, þá að lesa, en á næsta ári gekk hann í kvöldskóla til að læra þar að lesa og' Georg Stephenson. skrifa og tók hann þar merkilega skjótum framförum. Um þessar mundir brann hann af þrá eftir að fá fyllri þekkingu á hinni dásamlegu uppfundningu Watts og Boult- ons. Georg kvæntist, er hann var 21 árs að aldri og átti þá örðugt, uppdráttar, því að þótt hann kæmist að arðvænlegri stöðu í öðrum kolanámum, þá nægði honum ekki kaupið sér og sínum til uppeldis; hafði hann þá skóviðgerðir að aukastarfi og seinna aðgerðir á klukkum. Allt þetta narn hann af sjálfum sér. Árið 1812 var hann skipaður umsjónar- •'Tlw Rochet’.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.