Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 6
HEIMILISBLAÐIÐ maður með vélum og vélasmiður við Kill- ingworth kolanámurnar; skyldi hann þá. hafa 100 pund sterling í laun um árið og hófst þá heldur hagur hans. II. Killingworth-járnbrautin. Fyrsta eimreiðin. Þegar hér var komið, þá sá hann, að mikið væri unnið til bóta, ef takast mætti að gera mönnum hægra fyrir að flytja kol- in frá námunum til útskipunarstaðarins við Tyne; fór hann þá að brjóta heilann Um það, hvernig hægt væri að haga gufu- vél svo, að hún gæti knúið vagna. Flutn- ingurinn á kolunum var bæði seinlegur og kostnaðarmikill. Úr þessu þurfti að bæta, það fundu aHír* ekki sízt þeir, sem á kol- unum þurftu að halda. Fyrir þá daga höfðu ýmsir gert tilraunir með gufuvagna, er runnið gætu alfaravegi (Murloch 1784, Trevetick 1802, Haddley, Blacket o. f 1.). En nú var sérstaklega f arið að hugsa um flutninginn á, kolunum frá námunum. Georg samdi nú áætlun og gerði ráð fyr- ir, að gufuvagn gæti farið 3 mílur á klst. Nefnd var sett til að rannsaka áætlun hans, og áleit hana fásinnu og kyað upp þann dóm, að hann skorti alla þekkingu á þeim efnum. Stephenson svaraði nefnd- inni, með því að smíða gufuvagn og láta hann renna eftir sporbrautum vagna fra námunum og niður að útskipunarstaðnuin við Tyne og leiða með því rök að, að hann gæti farið 0 mílur (enskar) á, klukkustund. Varð þá ekki lengur á móti mælt og Step- henson iílitinn hinn mesti hugvitsmaður, ems og hann var. Stephenson hafði á þessum árum lagt mikla stund k hreyfingarfræði og gert margar tilraunir til að geta ráðið fram úr því, hvernig byggja skyldi fu/lkomna eim- reið. Aðalhluthafinn í kolanámufélaginu í Killingworth, Ravenworth lávarður, hét aö leggja fram fé til þess að Stephenson gæti smíðað ^ferðavél^, er hann svo nefndú er dregið gæti kolavagnana eftir sporvegun- um niður ao Tyne, níu mílur enskar. Steph- enson tókst að smíða vélina, eins og áður er sagt. Það var 25. júlí 1814, sem hún var reynd. Hann nefndi þessa litlu eimreið »My Lord« (lávai'ður minn). Stephenson var líka forsmiður að brautarteinunum á þessum vegar,spotta. Þetta var svar hans við dómi nefndar- innar, sem fyr er getið. Stephenson lagði nú allt kapp á, að end- urbæta þessa eimreið sína og komst þá tií fulls að raun um,, að járnbrautir væru ó- hjákvæmilegar til þess að eimreiðum yrði komið við; en halli á brautinni yrði að vera sem allra minnstur. Þessi fyrsta eimvél Stephensons var næsta lík þeirri, er þeir Haddley og Black- et höfðu áður smíðað í sameiningu. - Stephenson hafði komið á fót vélsmiðju í Newcastie og þar smíðaði hann þessa fyrstu eimvél sína. Hún gat dregið 60,000 pund af kolum, þar sem hallinn var 1:450, og fór 5 mílur enskar á klukkustundinni. III. Stocton-Darlington-brautin. Vélmeístari sá, er Dodd hét, vann með Stephenson að endurbótum hans á, vélinni: réttri samtengingu á hjólunum, réttum um- búnaði um ketilinn., ráði til þess, að vélin yrði aldrei vatnsþrota. Þessar endurbættu eimreiðar Stephenson voru látnar ganga á Killingworth brautinni frá 1814—1824. En með þessari uppfundningu sinni ýtti Stephenson undir það, að ný járnbraut var lögð milli Stockton og Darlington. Var Stephenson kosinn forsmiður að þeirri braut (1822). Var sú braut nær 8 mílur danskar og opnuð til umferðar 27. sept. 1825. Hún hafði verið 4 ár í smíðum. Fyrst voru hestar notaðir til dráttar á, þeirri braut; en eigi leið á löngu, áður en eim- reið þeirra Stephenson og Dodds kom í staðinn fyrir hestana. Samtímis voru smíð- aðir eimvagnar til fólksflutninga á, ,sömu brautinni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.