Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ En lestirnar voru mjög seinfara. Bar margt til þess. E'itt var það, að eimreió- irnar voru hafðar sem þyngstar til þess aö dráttarkraftur þeirra yrði því meiri, og núningurinn við sporið yrði sem mestur. Annað var það, að brautarteinarnir voru ekki upphaílega ætlaðir til að bera eim- reiðar og gátu því ekki borið hvaða helzt þunga sem var. Nú gat ekki komið til mála að taka upp brautarteinana, sem þá voru nýlagðir, og leggja aðra sterkari í staðinn. Var þá auðsætt, að menn hefðu lagst á móti og þótt þessi nýju flutningatæki of þurftarfrek og hefði það gert eimreiðar- málinu óbætanlegt tjón. Árið 1824 stofnaði Stephenson aðra eim- reiðaverksmiðju í Newcastle undir nafni sonar síns, Robert Stephenson og Co. Átti Stephenson því láni að fagna, að sonur hans, Robert, var frábærum gáfum gædd- ur í sömu átt og hann sjálfur, svo að hann gat snemma gert hann að samverkamanni sínum. Þessi verksmiðja þeirra feðga varð brátt heimsfræg. Þar voru gerðar eim- reiðar þær, sem notaðar voru á Stockton- Darlington-brautinni og reyndust þær hag- feldar. En þó að ýms missmíði væru á þessari eimreiðarbraut, þá farnaðist þó svo vel, að það ýtti undir menn með það að halda járnbrautarlagningum áfram. IV. Liverpool-Hanchester-brautin. Var þá næst stungið upp á því að leggja járnbraut á milli borganna Liverpool og Manchester, því að þar var flutningaþörfin svo miklu meiri, því að verzlunarviðskifti þeirra borga voru svo umfangsmikil. Þar þótti mönnum brýn nauðsyn á að nota gufukraftinn til vagndráttar, en hestarn- ir hrykkju eigi til. Nú skal þess getið, hvað það var helzt, sem greiddi fyrir þessari brautarlagningu, því að hún hafði svo mikla þýðingu fyrir brautarlagningar þær, sem á eftir komu Verzlunarviðskiftin miklu, milli þessara stórborga höfðu dregið til þess, að stofn- uð voru 3 félög til að halda uppi bátaferð- um um skurð einn mikinn, sem gerður hafð; verið milli borganna. Hertoginn af Bridge- water var formaður aðalfélagsins. Hani: átti stórar kolanámur um þær slóðir, all- skammt frá Manchester; en vegirnir voru. svo óskaplegir, að þeir máttu heita alófær- ir til flutninga; var því engin leið að gera sér námurnar arðberandi. Hertoginr. fékk þá mannvirkjameistara þann, er Brindley hét, til að gera skurö þann, er síðan er kenndur við hertogann. Skurðurinn var gerður og hertoginn varð stórauðugur af kolanáminu og vöruflutn- ingum milli borganna. Af þessu leiddi svo, að tvö félög önnur voru stofnuð í sama tilgangi. Og þess var skammt að bíða, að allir flutningar milli Liverpool og Man- chester lcnti í höndum þessara félaga. Allt gekk nú vel í fyrstu; félögin, fullnægðu flutningaþörf manna, og menn létu, sér vei lynda, þó að flutningagjöldin væru allhá. En smám saman fór að bera á óreglu og skeytingarleysi félagsstjórnanna; fór þá óánægja almennings sívaxandi; en félögin létu allar réttmætar kvartanir sem vind qm.eyru þjóta, því að þau hugðu og von- uðu, að ekki gæti verið um neina sam- keppni að ræða. En svo illt sem þetta var5 þá varð engin breyting á því um hríð, önnur en sú, aö félögin þrefölduðu flutningsgjöldin frá því sem upphaflega hafði samþykkt verið. Þá komst loks allt í uppnám. Afarfjöl- mennur fundur var haldinn í Liverpool 20. maí 182G; var þar samþykkt, að járnbraut skyldi leggja milli Liverpool og Manchester. Félögin gerðu nú allf, sem þau gátu, til þess að fá þjóðþingið enska til að synja þes,su nýmæli staðfestingar og tókst líka að fá þvi frestað í tvö ár. En 1828 sam- þykkti þingið brautarlagninguna; sam- kvæmt npphaflegri ráðagerð þeirra, sem fyrir brautargerðinni stóðu, átti að flytja allskonar varning eftir þessari braut. Ákveðið var að nota gufukraft til drátt-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.