Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 8
HEIMILISBLAÐIÐ ar á þessari braut. En ekki voru menn á eitt isáttir um það, hvort nota skyldi eim- reiðar eða fastar dráttarvélar, er drægi vöruvagnana áfram með keðjum. Var nú sett nefnd til að skera úr um það mál og komst hún að þeirri niðurstöðu að sinn ann- markinn- væri á hvorum, eimreiðunum og dráttarvélunum, en hallaðist þó heldur að hinum síðarnefndu. V. Kappaksturinn. Sigur Stephenson. Notkun brautarinnar. Járnbrautarstjórarnir voru ekki ánægö- ir með álit nefndarinnar; leituðu þeir þá álits Stephensons um þetta mál. Hann mælti eindregið með eimreiðinni. Þá hug- kvæmdist einum járnbrautarstjóranum að skera mætti úr þessu vandamáli með op- inberum kappakstri. Var heitið 9000 krón- um hverjum þeim vélarsmið, sem kæmi með þá eimreið, sem bezt reyndist og útvegaði þar að auki allt efnið í brautina. Nú var svo ákveðið, að ef eimreiðin væri sexhjóluð, þá mætti hún ekki vega meira en 12000 pund og geta dregið 40,000 á jafn- sléttu, auk vatnjs og kolaforða og farið held- ur meira en 8000 faðma á, klukkustund. Væri samskonar eimreið ekki nema 10,000 pund, þá þyrfti hún ekki að draga meira en 30,000 pund. En væri eimreiðin tvíhjól- uð, þá mætti hún ekki vega meira en 9000 pund. Verðið á hverri eimreið mátti ekki fara fram úr 10,000 krónum. Kappakstur- inn fór fram hjá Rainhill (regnhól) 6. okt. 1829. Þar vann Rocket (púðurfluga), eim- reið Stephenson, úrslitasigur á keppinaut- um sínum. Sú eimreið var f jórhjóluð og vó ekki nema 8632 pund, fór 12000 faðma á klukkustund og dró 26000 pun,d, en ein gat hún hlaupið 20000 faðma á klukkustund. Auk þessa gat hún runnið upp halla, en það hafði allt til þessa verið talið allsendis ógjörningur. önnur eimreiðin, Sanspareil, var of þung og því útiiokuð frá allri samkeppni; þó var hún látin hlaupa til að komast að raun, hvort hún hefði ekki eitthvað sérstakt til ágætis, sem hagnýta mætti. En það kom brátt í ljós., að hún stóð langt að baki eim- reið Stephensons. Næst útti eimreiðin Novélty að renna. en hún var ekki til taks á réttum tíma og var eigi reynd fyrr en nokkrum dögum síðar. Hún, var frábrugðin að því, að henni fylgdi enginn sérstakur vatnsgeymir, eins og eimreið Stephensons, heldur geymdi hún inni í sjáffri sér bæði vatn og kol. Hún rann um 6000 faðma á klukkustundinni; en ketillinn bilaði, svo að hún varð að draga sig í hlé. Perseverance rann aldrei, því að hún biláði, er hún var á leiðinni til RainhilJ. Síðasta eimreiðin, sem keppti, Cyklo^), fulln,ægði eigi þeim skilyrðum, sem sett voru. Það, sem einkum studdi að því, var það, að hann hafði hagnýtt sér hugvitssama uppfundni.ngu eftir Marc Segvin, frakk- neskan mannvirkjameistara. Stephenson sá., að eimreiðir þær, sem smíðaðar hofðu verið alit. til þessa, voru'svo kraftlitlar af því, að gufumyndupin var svo ógn hæg- fara. Sjálfur hafði hann bætt úr þvi að nokkru með því að láta eldstæðið liggja í katlinum, en ekki undir honum. En, Marc smíðaði eimvél 1825 og þar var eldstæðið ekki ein einasta stór pípa í katlinum, held- ur fjöldi af smápípum. Eftir þessum píp- um hljóp svo hitinn og hleypti vatninu., sem þær lágu í, í suðu. En þá þurfti líka því meira af kolum, sem eldurinn þurfti meira upp að hita, til þess að gufumyndunin gæti vaxið að sama skapi. Úr þessu bætti Stephenson með þvi að finna ráð til að auka dragsúginn í reyk- háfnum og eldstæðinu (pípunum). I verk- smiðjum var þetta hægðarleikur með því að hafa reykháfinn nógu háan en margra hluta vegna varð að hafa reykháfinn svo lágan í eimreiðum, sem unnt var. En úr- lausn Stephensons var sú, að láta gufu þá, sem unnið hafði sitt gagn, streyma út um reykbáfinn. Gerðist það með miklum krafti, streymdi svo mikið loft út frá eld-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.