Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 11
HEÍMILISBLAÐIÐ Hún talaði hátt og fast, sem vœri hún úti í stórviðri og yrði að láta heyrast sem skýrast til sín. »Maðurinn minn er lasinn í dag. Hann er það svo oft, blessaður«. »Mér þykir verst, ef ég hefi sótt að hon- um«,, sagði Inga. Hún var orðin svo vön sveitalífinu, að hún vissi, að vel ætti viö að segja þetta. »Nei,, nei, blessuð! Það þarf ekki til. En ekki er því að neita, að einhvern slæðing þóttist það hafa orðið vart við í nótt, eii einskis varð ég vör«. Ingu var boðið inn í lítið afhýsi; það var hjónaherbergið. Bóndi lá þar upp við herðadýnu. Hann var lítill maður og veiklu- legur, enda var hann við aldur. Inga heils- aði honum. Hann tók því glaðlega. Sæunn fór síðan að búa um hann; lagaði hún til undir höfði honum og hagræddi honum á ýmsa vegu. Gerði hún, þetta með lipurð og ástúð, svo Inga undraðist það mjög. »Mamma, áttu ekki vætuspón að bjóða stúlkunni? Hún er heit og göngumóð«, sagði Stefán. »Jú, pabbi«, svaraði Sæunn, »ég kem nú. með hann«. Inga varð alveg forviða. Pabbi, mamma, og vætuspónn! Þetta hafði hún ekki heyrt fyr. — Svo þetta var þá »Gellivör mamma«! Húsbóndinn reif hana upp úr hugsunum þessum: »Var nokkuð til tíðinda þarna úti i sveit- jnni? —• Nei, ekki það? — Ég meina góð höld á skepnum«. »Já, það er víst«, sagði Inga, en spurði sjálfa sig í huganum, hvað það orð mundi eiga að merkja. Fyrsta kvöldið, sem Inga var á Hyrn- ingsstöðum og búið var að kveikja, sett- ust allir a3. Inga var búin að heilsa Möngu Rauðnefju og henni leist vel á hana. Hún virtist hafa verið fremur snoppufríð, en lýti voru það, að hálft nefið var þakið val- brá og var því blárautt að lit. Drengur, 6 ára gamall, lék sér með leggi 0g völur á gólfinu. Var það sonur Bjargar þeirrar, er áður var getið. Hann hafði gult hár og blá augu. Ingu fannst sem húr, hefði séð einhvern áður, sem barnið líktist, en gat ekki rifjað það upp. Jafnvel hendurn- ar fannst henni sem hún þekkti. Þá er Sæunn var sezt með rokkinn fyr- ir framan bónda sinn, yrti hún á Ingu og spurði: »Er þér um geð» að kveðnar séu rímur? Það er vani hér að lesa eða kveða rímur á. vökunum. Okkur finnst það stytta tím.ann«. Inga leit frá einum til annars. Henni sýndist allir standa á öndinni að bíða eftir svari hennar. »Mér myndi þykja gaman að því«, svar- aði hún. »Hvað viltu þá helzt heyra?« »Við eigum nokkra rímnaflokka«, sagði Stefán og settist upp í rúminu. Nú vandaðist málið. Inga varð að segja sannleikann. »Eg heí'i aldrei á æfi minni heyrt kveðn- ar rímur«, sagði htín. Allir störðii. á, Ingu, sumir með með- aumkvun, aðrir undrandi. »Eg er uppalin í kaupstað«, flýtti Inga sér að segja, »og þar þekkist ekki slíkt«. »Þá vildi ég ekki eiga heima í kaup- staðnum þínum«,, sagði litli drengurinn. »Jæja, Jói!« sagð'i Sæunn, »kveddu nú eitthvað fyrir okkur«. Jói, sem verið hafði fylgdarmaður Ingu, færði sig nú nær ljósinu, snýtti sér. hóst- aði og hrækti. Síðan brýndi hann röddina og kvað: »Nú skal greina af fróðum fyrst Flateyjar í dalnum. K'iarar- bygði -eyri yzt. öldu nærri salnum«. Hann dró seim í endanum. Hann hafði skæra rödd og þótti kveða með afbrigðum vel. Sæunn kvað undir. Hún Iagðí undir fíatt, teygði úr kembunni, og leit hýrt á allar hliöar frá sér. En af þesu varð svo mikill hljómur,, að Ingu varð dauðillt í höfðinu og hún varð sárfegin þegar kom- inp var lestrartími og kvæöamaðurinn lagði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.