Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 12
10 HEIMILISBLAÐIÐ aftur rímurnar. »Þetta voru Finnbogarím- ur«, sagði Sæunn, »en við eigurn nú marg- ar fallegri en þær. — Nú ætla ég að hreiðra um þig, stúlka mín, hérna við end- ann á rúminu okkar hjónanna. Hann Dóri litli sefur í rúminu á móti þér«. »Hvað heitir drengurinn,?« spurði Inga. »Halldór«, svaraði Sæunn. Inga saup kveljur. Nú mundi hún hverj- um hann líktist. Sá maður hét einmitt líka Halldór; hún geymdi einmitt mynd hans á brjósti sér, þó hún ætti ekki hjarta hans lengur. En þetta hlaut að vera vitleysa; hún væri að verða rugluð. Hún seildist upp og ætlaði að slíta strá sem vaxið hafði um sumarið inn úr þekjunni. »Þetta mátt þú ekki slíta«, sagði Halldór litli alvarlega, »þetta heitir húslilja, og ef þú slítur hana, deyr einhver á bænum«. Inga kippti að sér hendinni. »Lg vissi það ekki. Þú varst ósköp vænn að segja mér það«. Inga var búin að vera hálfan mánuð á Hyrningsstöðum. Iíún kunni vel við sig. Hún hjálpaði Sæunni við ýmislegt, og öll- um var vel til hennar. En nú var kominn sólarhringur, sem hún var búin að vaka yfir Margréti. Hún var svo blíð, lipur og stilt, að Margrét, sem var ístöðulaus, bar sig furðu vel. Stefán kom upp á loftið. »Er ekki betra að sækja, lækni?« spurði hann lágt, því hann hugði, að Margrét svæfi. »Ég veit ekki«, sagði Inga, »það er nú allt rétt, en óneitanlega er það vissara, því hún er svo lasin, að það hvorki rekur né gengur«. Margrét hálfsettist upp og sagði: »Sækja hann! Eins og ég líði ekki nóg fyrir hann samt! Ég vil ekki sjá hann!« Inga strauk um hár henni. »Reyndu að sofna, meðan þú hefir frið til þess«, sagði hún blíðlega. ★ Læknirinn, var kominn. Fremur var hann hranalegur, enda var hann ölvaður nokkuð. Inga var stilt, en festuleg. »Æ, æ! Kg þoli ekki þetta!« veinaði Mar- grét. »Já, það er nú allt af viðkvæðið hjá ykk- ur öllum«, sagði læknirinn. Loks fæddist barnið andvana. »Jæja, það er gott«, sagði læknirinn, »það verður þá engin rekistefna með þetta barn«. Þet.ta sagði hann við Stefán og Sa> unni., meðan hann var að borða, áður en hann lagði, af ,stað. Stefán þagði, en Sæunn svaraði af móði miklum: »Þe:r mættu skammast sín ólukku óþokk- arnir, sem nota sér einfeldni meinleysingj- anna«. Það hummaði eitthvað í lækninum, og hann var fljótur að ríða af stað. Þegar hann kom heim, þurfti kona hans margs að spyrja viðvíkjandi ferð hans og erindi. »Hvernig reyndist nýja yfirsetukonan? Hvernig leið móðurinni? Hvernig leið barn- inu?« Þessum spurningum, og mörgum fleiri átti læknirinn nú að svara svo frúnni lík- aði. Hann kveið fyrir því. En í sama bili kom vinnukonan í dyrnar og sagði, að Ás- geir í Hvammi væri kominn að leita læknis. Ásgeir var nábúi læknisins og höfðu þeir oft elt grátt silfur. Lækninum létti nokkuð, því nú var hann sloppinn við yfirheyrsluna. í bráð. »Ég ætla nú ekki að tefja yður lengi, læknir minn«, sagði Ásgeir, þá er hann kom inn, »en konan mín er með hljóðum af tannpínu, og vil ég því biðja yður að láta mig hafa eitt glas af »dentín«, því það batnar henni betur við en allt annað«. »Þekki það ekki!« sagði læknirinn, og var nú allt annað en mjúkur á manninn. »Þekkið ekki »dentín«! Það er ómögu- legt. Nú trúi ég ekki«. »Það er mér sama, en »asperín« getið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.