Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 13
HEIMILISBLADIÐ 11 Jóladagar á Hnetubúsprestssetri Eftír Nikolaj 18 ára (Próf. Henrik Sharling) Nú var faiið að velja óðarefni; en menn urðu ekki vel sammála. Einn stakk upp á þessu og annar upp á hinu, og ég fór að verða hræddur um, að ekki ætlaði að verða neitt úr neinu. Loksins sagSi presturinn: »Hana nú! Nú er ég búinn að finna efnið í bréfið; og er það þess vert^ að óðarsmið- ir gjöri það ódauðlegt. Við skulum nú skrifa bréf — ljóðabréf — til hans föður hans Nikulajs cg segja honum frá trúlofun þeirra Amireu Margrétar og hans. Það mun eflaust gleðja gamla manninn, að fá sannar fregnir af framfí'rum sonar síns«. Þetta yrkisefni var nú reyndar ekki al- veg að vilja Andrear Margrétar, en hún var borin afli atkvæða og varð því að láta undan. Presturinn skipaði nú öllum að steinþegja, svo andinn gæti komið yfir okkur. Méi voru fengin tæki til að skrifa rreð, því að ég var einum rómi kosinn rit- ari á þessu almenna skáldaþingi, »því að«, eins rg presturinn komst að orði; »ég myndi vera alt of hrifinn sjálfur, til að geta ort nokkuð að gagnk. »Skrifaðu Nikolaj«, sagði Gamli, og svo romsaði hann upp úr sér: »Vér fléttum í Ijóðanna fallegan kranz þær fréttir, er skaltu nú h,eyra —-' þær geta ei bundist i brjósti manns — þær brjótíSt út — þær og fleira. Tvö. elskandi hjörtu — tvö elskandi hjörtu — -------þetta var mæðulegt; nú er ég bú- inn að glevma seinustu hendingunum«, sagði Garnli rg fór að grufla og grufla. »Jæja«, sagði presturinn; »þá getur Nikolaj skrifað það svona: »Tvö elskandi hjörtu, hlýtt og hljótt Hittust og bundust. — JCi, það gekk fljótt«. Gamli var nú hvergi nærri ánægður með þetta n'ðurlag á vísunni, en skáldskapar- gáfan var honum horfin út í veður og vind; og þar sein hann ekki með neinu móti gat bætt úr skák, þá lét hann slag standa. Eftir drykklanga stund, sagði prestur upp úr eins manns hljóði: »Skrifið Nikolaj! »En lestir margir hans lýta sál; og kostir margir ei koma í mál: Svart er ha.ns auga og sálin eins; slæpingur er hann og öllum til meins«. Ég var ekki einu sinni búinn að setja dep:linn aftan við þessa vísu, þegar Korp- us Júris hrópaði: þér fengið, það er allt eins gott við tann- pín;u«. »Nú, 6g má þá víst til að gera mig ánægðan rneð það«, sagði Asgeir, »fyrst þér hafið ekki annað, en hálf-hart er það að leita læknis með algeng meðöl, og fá þau ekki«. »Ja, þér eruð ekki að leita mín sem lækn- is með þetta, heldur------------«. »Heldur hvað?« greip Ásgeir fram í. »Heldur sem í lyf jabúð«, sagði læknirinn. »Jæja. þess heldur ættu þau að fást í lyfjabúð^, »Ja, ég hefi ekki lyfjabúð, heldur »apó- tek«.« »Við skulum ekki þrátta um þetta orð«, sagði Asgeir, »en hvernig líður á Hyrnings- stöðu,m?« »Komi andvana«, hreytti læknirinn út úr sér. »En það lán!« sagði Ásgeir, »ég meina fyrir fööurinn, því líklega hefir blessaö barnið átt einhvern föður, — eða hvað?< Læknirinn þagði og skildi sneiðina, en Ásgeir stakk »asperíninu« í vasa sinn og kvaddi hinn háttvirta lækni, Frh,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.