Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 14
12 HEIMILISBLAÐIÐ »Skrifaðu Nikolaj!« — Og nú tafsaði hann svo fljótt, að ég átti bágt með að fylgja honuim eftir: »En kosta hennar eg kann ei tal, og löstur enginn hana lýta skal. Hreint hennar auga og hugurinn mær, og mild hennar ræða sem morgunblær«. Andrea Margrét .saumaði í ákafa og leit ekki upp og mig furðaði það m.est, að hún skyldi ekki .stinga sig. En presturinn sagði: »Nei, heyrið þið til lcgmannsins. Sá þykir mér geta sprett úr spori, þegar hann. loks- ins er kotninn á bak á skáldfákinn. Pessu hefði ég áldrei trúað. En auðvitað er það, að miklu leyti stæling eftir mér«. »Nei«, hrópaði Korpus Júris. með ákafa. »Stæling er það alls ekki. Bragarhátturinn er máske sá sami, en efnið var nýtt, og það er efn'ð, en ekki hátturinn, sem mest er um vert«. »Hvaða ósköp! Ég skal þegja! Ég skal þegja«, sagði presturinn. »Eg bið yður, umfram alla muni, að fara ekki í mál vio mig út af þessu, hver veit nema ég yrði þá rekinn frá kjóli og kalli. Vísan yðar er glæný; það er mín, sem var gömul og stæling eftir yðar vísu. Eruð þér ekki á- nægður rneð þessa viðurkenningu?« »En þú ert altof slæmur við hann Niko- laj«, sagói prestskonan. »Pú verður aö gera bragarbót«. »Nei, ]iað dettur mér ekki í hug«, sagði presturinn. »Nikolaj er voðamaður, og ætti helzt að lýsa honum með ennþá dekkri orðum. Pað munu vera mjög sjaidgæfir slíkir Don Júanar — það er afskaplegt! En hver ætlar að bæta við bréfið?« »Nú rnegið þér til að bæta einhverju við«, sagði Korpus Júris, og laut höfði að prestkonunni. »Já, við skulurn bara lofa mömmu að komast að«, sagði prest.urinn. »Pað verður best af því öllu saman — og svo verður endirinn bó fallegur, þótt ekki sé annað«, 1 fyrstu var prestkonan ófáanleg til að bæta við, en Korpus Júris bað hana því betur; og eftir nokkura stund byrjaði hún, og virtist þó vera hálffeimin: »Ég veit það, að forvitnin ósödd er enn, en ég skal nú bæta úr þeim vanda.: fig sendi þér orðtn og eiginnöfn tvenn, sjá albúoir leikendur standa. Og brúðurin Andrea Margrét er mær,«----- Þá tók presturinn skyndilega fram í: »en maðurinn slæpingur — sonur þinn kær«. Prestkonan vildi endilega, að seinustu hendingunm væri breytt, en við það var ekki komandi. Presturinn sagði, að endir- inn væri ágætur og Korpus Júris. var hon- um hjartaniega sammála; síðan. ætlaði presturinn að taka af mér blaðið og sagð- ist ætla ao senda það daginn eftir. »Ég skal ábyrgjast, að faðir yðar'verður glað- ur, þegar hann fær þessar fréttir«, sagði hann. En ég vildi ekki láta bréfið af hendi, sagði eins og satt var, að þetta væri alt svo krassað og þyrfti ég að skrifa það upp aftur, áður en það yrði sent af stað — og svo stakk ég bréfinu í vasa minn; en auðvitað rétlaðist ég aldrei til, að þetta bréf kærnist í hendurnar á föður mínum — en vel gat skeð, að hann fengi einhvern- tíma annao bréf, líks efnis og' þetta bréf var, en með öðru sniði. Við vöktum ekkert fram eftir um kvöld- ið. Við vildum ekki halda vöku fyrir prest- inum. Þegar hann var genginn til svefns, röbbuðum. við saman, aðeins ofur litla stund, og íorum svo að hátta. Korpus Júr- is var ekki alveg búinn að tala út við Andreu Margréti og Gamli og Emma voru eitthvað að pískra saman úti við glugga; ég flýtti mér því upp á loft. á undan þeim, til þess að vita, hvort haninn væri kyr. Jú — barna sat hann í ró og næði, og bærði ekkert á sér. Það var ekki líklegt, að hann truflaði nokkurn, í bráðina •— hann steinsvaf. En í fvrramálið! Þá kæmi annað hljóð í strokkinn, þegar haninn færi

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.