Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 13 að gala — og Korpus Júris að hamast og bölsótast. • Eg sofnaði mjög fljótt; en eftir ofurlít- inn dúr, vaknaði ég, og gat ekki sofnað aftur. Blóð mitt var í æsingi, og hugsan- irnar ekki síður. Eg gat ekki hrundið ljóða- bréfinu úr huga mínum. Ég vissi satt að segja aldrei, hvort prestinum var alvara eða ekki; það var ómögulegt að sjá það á andliti hans. Gat ekki skeð, að honum ein- um hefði verið alvara með þetta ljcðabréf ? Gat ekki skeð, að hann hefði viljað gefa mér leynimerki, með þessu, til þess, að ég skyldi ekki vera smeykur; — ef ég væri hugdjariur, þá ætti ég mér sigurinn vísan. Ég fór að rif ja upp í huga mínum,. alt sem presturinn hafði sagt u.m kvöldið; og eftir því, sem ég hugsaði meir og betur um það, eftir því styrktist ég betur í þeirri sann- færingu, að honum væri alvara meo sam- band okkar Andreu Margrétar. Ég ætlaði að bíða í 4 eða 5 ár, þangað til ég var bú- inn aö Ijuka prófi — þetta hafði ég líka hugsað mcr í gærkvöldi —; en hvers vegna ætti ég að bíða svona lengi? Vegna þess, að'Gamli hafði sagt það. En var þá Gamli alveg cskeikull í áliti sínu og dómum? Ég þekkti marga, sem höfðu trúlofast á mín- um aldri, og þó orðið gæfusamir eiginmenn. Skyldi annars vera hægt, að ákveða nokk- urt sérstakt tímabil á. mannsæfinni, svo sem trúlcfunartímabil? Fjögur eða fimm ár — það er langt, og um margt hefir skift, á skemmri tíma. Gat ekki skeð, að einhver yrði búinn að biðja Andreu Margrétar á þeim tírna og fá já. Jú, þessi biðill gat auðveldlega komið innan misseris, eða inn- an árs; og svo myndi ég harma það alla mína æfi, að hafa ekki gripið tækiíærið. Mér varð það ljóst af öllu, að nú var tími til að tala; Andrea Margrét hafði sjálf sagt, að ég mætti vara mig á því, að ekki færi fyrir mér, eins og honum Pétri vesaling. Og þegar ég fór svo að hugsa um það, aö við höfðum aldrei sést áður, og að við á þessum stutta tíma vorum orðin svona góð- ir vinir, a'veg eins og bróðir og systhyþá var ómöguiegt annað' en að hún hefði verið að gefa mér í skyn, að ég skyldi fleygja allri feimr.i fyrir borð — annars myndi ég verða utanveltubesefi, eins og hann Pétur. — Máske væri það samt hyggilegast, að ég biði dáJítinn tíma ennþá, og rannsakaði sjálfan mig betur, svo að ég gæti þá dreg- ið mig i hlé, ef á þyrfti að halda, en — nei — nei — þegar ástin blossar í brjósti manns, hugsar hann aldrei um að draga sig í hlé — hann lítur aldrei aftur, heldur geysist áfram, þangað til hann sigrar eða fellur. Mér var ómögulegt að Hggja kyr; ég stökk fram úr rúminu og opnaði gluggann. Mér varð litið upp í alstirndan himininn; og aftur varð cg efasamur. Gamli hafði sagt, að meiri heimska væri ekki til í heim- inum en sú, að trúlofast áður en prófi væri lokið. Ég hafði ætíð fylgt ráðum hans; og hvers végna ætti ég einmitt núna, að fara að breyta á móti þeim? — I sama bili sá ég stórt og fagurt stjörnuhrap: »Nei — nei — nei«, sagði ég upphátt, »þú þarft ekkert að óttast; þarna fékstu teikn frá himni; allar cskir þínar munu uppfyllast; haltu ótrauður áfram og treystu gæfu þinni«. Ég hefi hlotið að tala hútt, því að Korp- us Júris kallaðl tii mín: »Hvað gengur á, Nikolaj? Ertu að tala upp úr svefninum?« Og þegar hann reis upp í rúminu og sá mig við opinn gluggann, fór hann að ávíta mig fyrir ógætnina. Þá fór nú Gamli líka að rumskast. ¦ »Hvað ertu að gera, Nikolaj?« sagði hann; og þegar hann sá mig við opinn gluggann, hrópaði hann: »Ertu orðinn vit- laus? Að standa þarna hálfnakinn við op- inn gluggann — um jólaleytið! Farðu und- ir eins í rúmið aftur. Pú getur fengið lungnabólgu og brjóstveiki og berklasótt«. — »Og taugaveiki og kolbrand«, bætti Korpus Jií.ris við; »og gvo geturðu sýkt alla á heimilinu. Farðu undir eins í rúmið aftur«,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.