Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 15
1 HEIMILISBLAÐIÐ 13 að gala — og- Korpus Júris að hamast og- bölsótast. ★ Ég' sofnaði mjög fljótt; en eftir ofurlít- inn dúr, vaknaði ég, og gat ekki sofnað aftur. Blóð mitt var í æsingi, og hugsan- irnar ekki síður. Eg gat ekki hrundið ljóða- bréfinu úr huga mínum. Ég vissi satt að segja aldrei, hvort prestinum var alvara eða ekki; það var ómögulegt að sjá það á andliti hans. Gat ekki skeð, að honum ein- um hefði verið alvara með þetta ljcðabréf? Gat ekki skeð, að hann hefði viljað gefa mér leynimerki, með þessu, til þess, að ég skyldi ekki vera smeykur; — ef ég væri hugdjarlur, þá ætti ég mér sigurinn vísan. Ég fór að rifja upp í huga mínum, alt sem presturinn hafði sagt um kvöldið; og eftir því, sem ég hugsaði meir og betur um það, eftir því styrktist ég betur í þeirri sann- færingu, að honum væri alvara með sam- band okkar Andreu Margrétar. Ég ætlaði að bíða í 4 eða 5 ár, þangað til ég var bú- inn að Ijúka prófi — þetta hafði ég líka hugsað mór í gærkvöldi —; en hvers vegna ætti ég að bíða svona lengi? Vegna þess, að' Gamli hafði sagt það. En var þá Gamli alveg cskeikull í áliti sínu og dómum? Ég þekkti marga, sem höfðu trúlofast á mín- um aldri, og þóorðið gæfusamir eiginmenn. Skyldi annars vera hægt, að ákveða nokk- urt sérstakt tímabil á mannsæfinni, svo sem trúlefunartímabil? Fjögur eða fimm ár — það er langt, og um margt hefir skift, á skemmri tíma. Gat ekki skeð, að einhver yrði búinn að biðja Andreu Margi’étar á þeim tíma og fá já. Jú, þessi biðill gat auðveldlega komið innan misseris, eða inn- an árs; og svo myndi ég harma það alla mína æfi, að hafa ekki gripið tækifærið. Mér varð það ljóst af öllu, að nú var tímí til að tala; Andrea Margrét. hafði sjálf sagt, að ég mætti vara mig á. því, að ekki færi fyrir mér, eins og honum Péti'i vesaling. Og þegar ég fór svo að hugsa um það, aö við höfðum aldrei sést áður, og að við á þessum stutta tíma vorum orðin svona góð- ir vinir, alveg eins og bróðir og systir, þá var ómögulegt annað en að hún hefði verið að gefa mér í skyn, að ég skyldi fleygja allri feimr.i fyrir borð — annars myndi ég verða utanveltubesefi, eins og hann Pétur. — Máske væri það samt hyggilegast, að ég bið'i dálítinn t.íma ennþá, og' rannsakaði sjálfan mig betur, svo að ég gæti þá dreg- ið mig i hlé, ef á þyrfti að halda, en — nei — nei — þegar ástin blossar í brjósti manns, hugsar hann aldrei um að draga sig í hlé — hann lítur aldrei aftur, heldur geysist áfram, þangað 1il hann sigrar eða fellur. Mér var ómögulegt að lig'g'ja kyr; ég' stökk fram úr rúminu og opnaði gluggann. Mér varo litið upp í alstirndan himininn; og aftur varð ég efasamur. Gamli hafði sagt, að meiri heimska væri ekki til í heim- inum en sú, að trúlofast áður en prófi væri lokið. Ég hafði ætíð fylgt ráðum hans; og hvers vegna ætti ég einmitt, núna, að fara að breyta á móti þeim? — I sama bili sá ég stórt og fagurt stjörnuhrap: »Nei — nei —• nei«, sagði ég upphátt, »þú þarft ekkert. að óttast; þarna fékstu teikn frá himni; allar cskir þínar munu uppfyllast; haltu ótrauður áfram og treystu gæfu þinni«. Ég hefi hlotið að tala hútt, því að Korp- us Júris kallaðl tii mín: »Hvað gengur á, Nikolaj? Ertu að tala upp úr svefninum?« Og þegar hann reis upp í rúminu og sá mig við opinn gluggann, fór hann að ávíta mig fyrir ógætnina. Þá fór nú Gamlj líka að rumskast. • »Hvað ertu að gera, Nikolaj?« sagði hann; og þegar hann sá mig við opinn gluggann, hrópaði hann: »Ertu orðinn vit- laus? Að standa þarna hálfnakinn við op- inn gluggann -— um jólaleytið! Farðu und- ir eins í rúmið aftur. Þú getur fengið lungnabólgu og brjóstveiki og berklasót.t«. — »Og taugaveiki og' kolbrand«, bætti Korpus Jií.ris við; »og svo geturðu sýkt. alla á heimilinu, Farðu undir eins í rúmið aftur«,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.