Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 16
14 HEIMILISBLAÐIÐ Svo lokaði ég- glugganum og fór upp í rúmið aftur. Skömmu seinna heyrði ég, að Korpus Júris og Gamli önduðu báðir þungt og ról,ega, og gat. mér þess til, að þeir myndi báðir vera sofnaðir aftur. »Op; ráðum slikra manna ætlar þú að fylgja«, sagði ég við sjálfan mig. Menn, sem um ekkert hafa annað að hugsa, en að ofkæla sjálfa sig cg verða veikir. Hvaða vit ætii þeir hafi á trúl,ofunum? En þetta leiðir af því, að gera sjálfa sig að piparsveinum; þeir hugsa ekki um annað en berkla og brjóstveiki og taugaveiki og kolbrand — slíkir erkikjánar!« — Og ég varð svo gram- ur við þá, að ég átti ekki hálfa spönn eftir, til að verða veikur — bara til að sýkja þá. Þá datt mér aljt í einu í hug haninn sæli. Það var þó ofurlítil huggun fyrir mig, að Korpus Júris myndi reiðast við hana- galið, og það gat vel skeð, að Gamli yrði gramur líka. Þessi bugsun hafði svo sefandi áhrif á mig, að ég sofnaði. Eftir nokkurra stunda svefn vaknaði ég aftur og fór þá strax að hugsa um það, sem ég hafði sofnað út. frá, nefnijega hanann. Eg var hissa á því, að hann skyldi ekki hafa látið heyra til sín enn þá. Þao hlaut að vera komið undir dag. Ég tók úrið mitt og fór að þreifa á vís- urunum; klukkan var víst að verða sex. Aðra eins svefnpurku hafði ég aldrei þekkt. í hanamynd. Máske líka, að hann hafi far- ið að gala, á meðan ég var sofandi. Nei, það var ómögulegt. Eða skyldi hanr. hafa rölt á braut, svona þegjandi og hljóðalaust? Nei, það gat hann ekki heldur, því að úti- dyrunum var lokað. Ég mátti til, að staul- ast á fætur, til að vita hvernig á þessu stæði. Eg læddist svo hægt, sem ég gat, inn til Korpus Júris og þreifaði upp á skáp- inn, — jú -—■ þar var haninn með kyrr- um kjörum. Eg ýtti dálítið við honum, til að vekja liann; en þá fór Korpus Júris að rumskast, svo ég hélt, að hann myndi máske vakna og sjá mig. Ég læddist því til baka, í skyndingi og lagðist út. af. Nú beið ég- og beið — beið eftir því að haninn færi að gala; en hann virtist ekki vera mjög fíkinn I að gera mér til geðs, því að ég heyrði ekkert til hans. Mér datt helzt í hug, að hann væri að sofa úr sér jólavímuna. Á meðan ég lá og var að hugsa um hvað val,da myiidi þessari þögn hanans — hvort það væri jólavíman, eða eitthvað annað — sofnaði ég, og sofnaði fast. Þegar ég vaknaði að nýju, var orðið bjart af degi og gullfögur sólir. skein inn um gluggann minn. Ég stökk upp og neri stýr- urnar úr augunum á mér. Fyrsta hugsun mín var haninn — haninn. Mér varð litið inn í herbergið til Korpus Júris. — hann var kominn á fætur og farinn. Ég l,eit inn til Gamla — sama tóbakið! Þetta var stór- merkilegt; ég mátti til að fá skýringu á þessu undir eins. Ég þaut inn í herbergið — haninn sat þar enn í mestu makindum. »öhra;sis þorparinn þinn«, sagði ég og þreif hanann niður af skápnum — »hvern- ig dirfist þú að----«. Allt í einu varð ég skelkaður — haus og vængir l,öfðu mátt- laust niður — hann var dauður. Eg hristi hann og skók og steypti honum á ýmsa enda, en — hann var dauður. Nú mundi ég allt í einu eftir því, að ég hafði þurft að þrýsta á hann kvöldið áð- ur, til að koma honum fyrir uppí á skápn- um — og líklega hefir þetta handtak riðið honum að fullu. Ég fleygði honum á gólfið. og það verð ég að segja, að hugsanir þær er nú sóttu að mér, voru alls ekki skemmti- legar. Mér féll illa, að ég skyldi verða til þess að drepa hanagreyið; en þó var sú ein hugsun í því máli, er huggaði mig að nokkru leyti: ég þóttist. viss um, að haninn myndi aldrei hafa orðið sjálfdauour, hvort sem var. En annað var lakara, og það var það, að þetta var uppáhaldshaninn prests- ins. Hvaö skyldi hann segja? Og hvernig átti ég að tilkynna honum lát þessa merkis- hana. Og það hljóta nú allir að sjá og skilja, að það er ákaflega éþægilegt fyrir ástfang- inn biðil, að þurfa að biðja væntanlegan tengdaföóur sinn fyrirgefningar á cðru eins verki og þessu, sem nreð fyllsta rétti gat

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.