Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Qupperneq 17

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Qupperneq 17
heimilisblaðið 15 kallast strákapör. Mér datt í hug, að gang- ast djarílega við glæpnum; þegar t. d. presturinn færi að spyrja um hanann, að segja blátt áfram: »Ég sálgaði honum«, en ég hætti strax við það aftur. Mér fannst, mér vera það ómögulegt, einkum ef syst- urnar væru viðstaddar. Ég fann fljótlega á mér, að ég myndi ekki verða hyggnari við að tvístiga þarna. Ég fleygði hananum til hliðar og fór niður; vonaði ég að ein- hver vegur myndi opnast fyrir mér með tímanum. Þegar ég kom niður í dagstofuna, var hún tóm, þar var engin sál. Tevélin stóð á borðinu, og logaði glatt undir kattinum. Ég sá, að allir voru búnir að drekka teið sitt, og voru nú líkl,ega komnir út til að létta sér upp góða veðrinu. Ég helti því te í bollann minn, settist, í legubekkinn og fór að drekka. I sama bili var hurðin opn- uð og Andrea Margrét kom inn, — rjóð í kinnum og stöfuðu geislar úr augum henn- ar — hún var fjörleg og unaðsleg eins og sjálfur sólskinsmorguninn. »Góðan daginn«, sagði hún; »ákaflega hafið þér sofið lengi í dag«. »Öjá«, svaraði ég í styttingi, og hrærði í bollanura mínum. »Við Friðrik erum búin að ganga langt — langt, og það var yndislegt«, hélt hún áfram. Þessi frcgn var engan veginn þess eðlis, að ég batnaði í geðinu við hana; svaraði ég því mjcg þurrlega: »Svo-o!« »»Ójá«, og »svo« — eru þetta nokkur svör?« spurði Andrea Margrét. »Það hgg- ur illa a yður. Hverskonar mótlæti hafið þér orðið fyrir?« Hún sagði þetta í svo blíðum róm, að ég herti upp hugann, og sagði henni allt, sem farið hafði. »Já, það var lakara •—- þetta var mjög Ieit,t«, sagð: Andrea Margrét, og hristi höf- uðið. »Ég vildi, að þetta hefði aldrei vilj- að til«. »Haldið þér að faðir yðar verði reiður?« »Nei,'reiður verður hann. ekki; en hann kemst í slæmt skap, þegar hann heyrir þetta, og það er svo leiðinlegt, fyrir okk- ur hin«. »Máske það væri bezt, að seg'ja honum frá því undir eins?« »'Nei, um fram alla muni! Gerið það ekki«, sagði hún; »því að þá kemst hann strax í slæmt skap. Nei, við skulum heldur bíða við; við komumst einhvernveginn út úr þessum vandræðum«. Og hún lagði fing- urinn á hökuna og fór að hugsa sig um. »Nú dettur mér nokkuð í hug«, sagði hún eftir stutta þögn. »Nágranni okkar á svip- aðan hana; hann er reyndar dálítið minni en okkar var; við getum feng'ið hann lán- aðan«. »Jú, en til hvers væri það? Það yröi skammgóður vermir«. »Jú, það er mikil bót að því. Pabbi er dálítið nau'sýnn, og tekur líklega ekki eftir skiftunum; og svo bíðum við með að segja hon,um alla söguna, þangað t,il þið eruö farnir«. »En þá verður hann leiður í skapi samt!« »0 — það gerir nú ekkert til; þá verða engir hérna nema við mamma og Emma, og svo ætla ég að vrða svo góð við hann«. Að svo mæltu fór hún burtu, til að fá lánaðan hanann, og kom að lítilli stundu liðinni meö hann og létum við hann strax til hænsnanna. Kunni hann vel við sig þar, reigði hausinn, baðaði vængjunum og gai- aði alveg-, eins og sá gamli. Nú kom presturinn, kona hans, Korpus Júris og Gamlj, og Emma litlu síðar. Ég gladdist l.ítið við það, að sjá allan þenna hóp, því að ég var á glóðum um, að leynd- armál mitt kynni nú að komast upp, og ég þyrfti að meðganga glæpinn í allra á- heyrn; og ef svo færi, var ég viss um, að fá snuprur hjá Gamla og hlátur hjá Korp- us Júris. »Góðan daginn, svefnpurka!« sagði prest- urinn, og fleygði héjaðri húfunni beint framan I mig. »Þér kunnið ágætlega morg- unsvefnslistina; þér getið orðið prófessor í þeirri listinni, þegar hver vilk. *

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.