Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 18
16 HEIMILISBLAÐIÐ »Já, ég hefi sofið ágætl,ega«, sagði ég, og teygði mig ánægjulega. »Hafið sofiðlk sagði presturinn; »ég held að yður væri alveg óhætt að nota nútíðar- myndina. -- Nú, hvaða skammarstrik ætl- ið þér nú að gera í dag?« »Mig langar eiginlega mest til, að fá mér í pípu«, svaraði ég, því að ég var var orð- inn hræddur um, að allt myndi komast upp, og þess vegna vildi ég helzt, að presturinn færi sem fyrst yfir í lestrarherbergið sitt, svo ég gæti þá í einrúmi sagt honum upp alla söguna. »Tóbak? Jú, það er mjög nytsamlegt. Komið þá, með mér«. Um leið og hann sagði þetta, gekk hann til dyranna, og ég stökk á fætur t'l að verða honum samferða. En um l,eið og hann lagði hönd á hurðarsner- ilinn, varð honum litið út um gluggann, og stanzaði hann þá skyndilega. »Er það ekki merkilegt með hanann okk- ar? Mér sýnist hann hafa minnkað síðan í gær«. »Það er af því að hann er svo langt í ,burtu«, sagði Andrea Margrét í snatri, sérðu ekki, að hann er atyeg suður í garðs enda; og þess vegna sýnist hann svona lít- ill. En ég sá, að hún átti fuJlt í fangi með að verjast hlátri. »Hvaða vitl,eysa«, sagði presturinn; »komdu hérna, mamma, og líttu á; hefir hann ekki minnkað síðan í gær? Heyrið þcr, Nikolaj! Ekki vænti ég, að þér hafið fengið yður bita af honum, þegar þér vor- uð í hænsnahúsinu í gærkvöldi?« Nú gat Andrea Margrét ekki staðist mát- ið lengur. Hún skelti upp úr. »Hvað er nú á seyði?« spurði presturinn. — Og upp úr þessu var ekki um annað að gera, en játa á sig glæpinn. »Þér eruð voðamaður, Nikol,aj«, sagði presturinn, þegar ég hafði lokið sögu minni. Þér hættið ekki fyrr við, en þér eruð bú- inn að lóga bæði mönnum og skepnum hérna á prestsetrinu. Það er bezt, að þér komið strax og fáið tóbakið; ég er líka nokkurn veginn viss um, að þér vinnið eng- um ógagn, á meðan þér eruð að reykja, að mér ásjáanda«. Ég varð ákaflega glaður yfir' því, að presturinn varð ekki verri en þetta. En verstu oftirköstin, voru þó eftir. Eins og ég bjóst við, hélt Gamh yfir mér þrumandi áminningarræðu, og lagði út af illri með- ferð á skepnum. Ég vissi auðvitað allt, sem Gamli bar fram í ræðu sinni — og þar aö auki var þetta engin ásetningssynd;- en ég sá minn kost vænstan að þegja, því að, að öðrum kosti hefði ræðan orðið helmingi lengri. En Korpus Júris var helmingi verri. Hann striddi mér svo mikið, að það tók engu tali. Var að skensa mig fyrir það, að ég vildi ekki unna öðrum þess að sofa — ég vildi bara sofa sjálfur; ég ætti að setja á stofn hanasláturhús, eftir nýja lag- inu o. s. frv. Og ekki mátti ég koma ná- lægt Andreu Margréti, svo að hann ekki tæki strax að senda mér glósur. Loks varð ég leiður á öllu þessu drasli, tók húfu mína, fór í vetrarkápuna og fór út á engi. Þeg- ar ég var búinn að spígspora þar aftur á bak og áf ram um stund, hugkvæmdist mér ný aðfero til að hefna mín á Korpus Júris. Ég hélt heim aftur, læddist upp í herberg- ið hans, tók flestar botnfjalirnar úr rúm- inu hans og lét þær inn í skáp; svo bjó ég aftur um rúmið, svo ekki bar neitt á neinu. Þegar Korpus Júris færi svo upp í rúmiö um kvöldið, myndi hann hlunkast niður á gólf. Að þessu loknu fór ég inn til fólks- ins og kærði mig nú kollóttan um það, þótt Korpus Ji'iris stríddi mér. Ég huggaði mig við það, að í kvöld skyldi ég hlæja og — »sá hlær bezt, sem seinast hlær«. En þrátt fyrir allt þetta, var ég aUs ekki í góðu skapi um daginm Næturhugsanir mínar voknuðu aftur, og mig brast áræoi til að framkvæma áætlanir þær, sem ég þá hafði ásett mér að koma fram. Ég var utan við mig, og svaraði út í hött, þegar á mig var yrt og varð allt þetta til þess. aðeins, að Korpus Júris stríddi mér enn þá meira. Svo fór ég út í kirkjugarð til að leita friðar og fróunar; þar gat ég hugsaö

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.