Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Side 19

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Side 19
17 HEIMILISBLAÐIÐ mig' um í næði. Þess var heldur ekki van- þörf, því að »mínar voru sorg'irnar þungar sem blý«. Hugsanir mínar líktust ólgandi sjó; hver aldan rak aðra, hver aldan var annari stærri og síðasta aldan þó lang- stærst. Ég hugsaði og hugsaði; en því meir sem ég hugsaði, þes,s ruglaðri urðu hugs- anirnar, og loksins rnátti svo heita, að ég vissi hvorki í þenna heim né annan. Sólin hafði til þess skinið skært og hiýtt; en nú var hún komin á bak við skýja- bólstra, og um leið varð allt umhverfiö sveipað dimmum blæ. »Máske sólin hafi líka eitthvað að hugsa um«, hugsaði ég; »og sé þess vegna svona þokudrunguð, eins og hugsanir mínar«, En það var engu lík- ara en sóiin hefði heyrt tif mín, og ætl- aði nú að hrinda af sér ámælisorðinu, því að nú fór hún allt, í einu að skína aftur og geislarnir hennar bjartir og bjessaðir, fóru að leika sér á kirkjuveggjunum. Og 1 sama bili fanst mér svo sem hugsanir mínar brytist út úr sínum eigin þokuhjúp. Ég mundi nú alft í einu eftir þessari setningu úr heimspekilærdómi mínum: »Sérhvert samband á milli manns og konu þarf að vera grundvallað, bæði á elsku og skynsemi, ef það á að fullnægja sínum réttu skilyrð- um«. Þarna var sönnun, sem ég hafði svo l,engi leitað að árangúrslaust. Þarna sann- aðist það deginum ljósara, að ég átti að trúlofast Andreu Margréti. Um fyrra at- riðið var það að segja, að ég elskaði Andreu Margréti ákaflega mikið. Um síðara atrið- ið var enginn vafi heldur: Andrea Margrét myndi verða ágæt prestskona, og sönnun- in fyrir.því var sú, að hún var fram úr skarandi húsmóðir — um það hafði ég fengið fulia vissu í fyrsta sinn. er ég tal- aði við hana. Otkoman varð jjá sú, að bæci ást og skvnsemi voru til staðar. Ég átti því að trúlofast Andreu Margréti. Og úr því ég átti að trúlofast, Andreu Margréti, þá átti ég að gera það undir eins. Það var eins og þungri byrði væri létt af mér; mér fanst ég vera léttur, eins og leikandi íugl, Hér lyftu, hærra, hærra. ó, Guö! J)ú cinn ert athvarf þeirra smiiðu, einkaskjól þeim einmana og hrjáðu. Frá Jesú krossi ljós þú lætur skína, og leitar þeirra er villumyrkrin pína. ó, Guð, mmn Guð! mér lyftu þærra, hærra 1 himin þinn, þá glepur færra, færra. Auk mér trú og andans sanna þekking, allt þá hverfur heimsins. tál og blekking. G. 1». og á leiðinni heim fór ég að syngja upp- áhaldissönginn minn: zSiglum hægt út á svið, siglum hægt út á svið«. Þegar ég kom inn í dagstofuna, voru þeir í ákafri kappræðu, Ganúi og Korpus Júris; Emma og Andrea Margrét voru þög- ulir áheyrendur. Þeir voru að rífast um dönsku stúdentana, og voru báðir talsvert æstir. Ég talaði lítið fram í þetta, en þó komst ég ekki hjá að leggja orð í belg, og þá, var ekki að sökum að spyrja: Korpus Júris snerist algerlega á móti mér. Ég hélt taum stúdentanna í líf og blóð, einkum ungu stúdentanna. Lagði þá, Andrea Mar- grét líka orð í belg, og sagðist gleðjast yfir I)ví, að mér líkaði stúdentalífið svona vel, en spurði svo, hvort það væri sannfæring mín, að stúdentaferillinn væri svo fagur og fullkominn, eins, og ég léti. »Já«, sagði ég; »ég er sannfærður um það; í stúdentunum er æskufjör og æsku- þrek, og frá þeim á þetta fjör og þetta þrek að breiðast út á meðal aUrar þjóðar- innar. Stúdentarnir geta gert allt, sem þeir vilja«. Ég sagði seinustu setninguna með mikilli áherzlu, því að mér datt í hug ásetn- ingur minn, frá því úti í kirkjugarðinum. Með þessum orðum, er ég talaði. síðast, endaði kappræðan og snerist nú talið að ýmsu og ýmsu öðru.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.