Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1939, Page 21

Heimilisblaðið - 01.01.1939, Page 21
HEIMILISBLAÐIÐ 19 BÆKUIR. Guorún Lárusdóttir: Sólargclsliua lians og fleiri smásögur handa börn- um og unglingum. Safnað hefur Lárus. Sigurbjörnsson. Steindórsprent. 1938. Fyrir og um jólin barst mér svo mikið af bókum og' blöðum, að ég var í hálfgerð- u,m vandræðum með að velja mér úr því jólalestur. En einhverntíma, ekki alls fyr- ir löngu, stakk ritstjóri Heimilisbl., Jón Helgason, í vasa minn fallegri bók, sem ég hafði ekki komist til að lesa fyrri, og þessi bók varð nú fyrir mér á aðfangadagskvöld, þegar ég var að hátta, — og annað las ég ekki um jólin, en hana, Eg var ánægður yfir þessari hendingu, eftir á, því að þetta reyndist holl og hugðnæm dægradvöl, -—- einmitt á jólunum. Framan á þessari bók er mynd af fag- urri konu og höfðinglegri í íslenzkum bún- ingi. Það er mynd af Guðrúnu heitinni Lár- usdóttur, höfundi bókarinnar. Hún var þjóðfræg kona, meðan hún var lífs, — en nú má víst segja, að hvert mannsbarn á landinu 'úti deili á. þessari miklu, góðu og fögru konu, sem fórst með svo sviplegum og hryggilegum hætti í Tungufljóti, síðast- liðið sumar. — Ekki skal frekar um þann atburð talað hér. Vér vitum að Guðrún lifir — og íslenzka þjóðin minnist hennar lengi með virðingu, þakklæti — og klökkva. Æfistarf Guðrúnar Lárusdóttur var margþætt og hún var mikilvirk, en allir voru þræðirnir tvinnaðir í einn þráð í sál hennar, fagran og sterkan — trúna á Lá- varð lífsins, og í hjartanu, sterku og heitu, áttu öll störfin upptök sín. Einn þátturinn og sá þeirra, sem mér liggur við að halda, að henni hafi einhvern- tíma leikið hugur á að leggja mesta rækt- ina við, voru ritstörfin. Hún. skrifaði mikið. Og mönnum er raunar alveg óskiljanlegt, hvernig henni vanst tími til ritstarfanna. Því að snemma átti hún. stórum barnahóp að sinna og jafnan var hún hlaðin störfum utan heimiiis líka — og altaf voru það góö störf, sem hún fékst við. Það er þá líka auðvitað, að margt er óskráð, sem henni var í huga. Og máske voru það einmitt gimsteinar, sem hún. vildi bezt fága. En þegar hún komst, ekki til þess, að skrifa það, sem henni var í huga, þá mun hún oft hafa tekið það ráð, að segja börnunum sín- um slíkar óskráðar sögur. Indælt hlýtur það að hafa verið, að eiga slíka móður. Og þau hafa fundið þetta, börnin hennar. Það er auðráðið af formálanum, sem Lárus sonur Guórúnar skrifar fyrir bókinni. Ekki á þetta að vera ritdómur. Mig langar aðeins til þess að vekja athygli á bókinni. Smásögurnar þessar eru hugð- næmar, og hollur lestur, börnum og ungl- ingum — og fullorðnum jafnvel líka, og víða eru þær skemtilegar. Þarna er ekki verið að hrúga upp glæpum og misindis- verkum, til þess að undirstrika það góða og göfuga og fagra, sem sögurnar eru að endurspegla, og gera þær »spennandi«. Þess þarf ekki. Og þá aðferð ætti að bann- færa meö öllu. En. frú Guðrún kunni vel að skrifa fyrir börn. I öllum sögunum hefir hún einhvern boðskap að flytja, — stund- um viroist liún jafnvel hafa lagt meiri rækt við hugvekjuna en stílinn. En altaf er boðskapurinn fagur og góður. Leitast við að vekja til umhugsunar um það, sem göfugt er. Lesið þessa bók. Eg veit, að þið verðið mér sammála, að loknum lestrinum. Akranesi á nýjársdag 1939. Tliedór Árnason. Björn á Reyðarfelli. heitir nýjasta ljóðabók Jóns Magnússon- ar skálds. Blaðið »Lögberg« í Vesturheimi getur um þessa nýútkomnu bók Jóns. Mig lang- ar til að taka úr þeim ritdómi fyrstu máls- greinina, því mér virðist hún svo sönn og vel sögð; hún hljóðar svo: »Hin nýja ljóðsaga Jóns Magnússonar, »Björn á Reyðarfelli«, skipar höfundinum á bekk með þeim fáu útvöldu; um það verður naumast deilt; Amtsbókasafnið £ Akurevri II 1 I 08 013 642

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.