Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 2
42 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Hitaaukning í heimskautslöndunum. Hitaaukningin hefir náð hœsta stigi í noröur- hluta Evrópu og heimskautslöndunum, sem næst liggja. Á Spitzbergen haíði hitinn aukist yfír vetrarmánuðin.a (nóv.—marz) um 9 stig :í tlrnar bilinu 1930 -38 frá því á tímabilinu 1911—20 og má það heita eir.stæð hitaaukning. Hitaaukr,- ing þessi hófst á Spitzbergen veturinn 1918 —19. Veturinn 1936 -37 var mildari en allir undan- farandi vetur og sama má segja um veturinn 1937—38. Isinn h.efii við þetta minnkað mjög I norður* höfum, því að sjávarl itinn h.eiir aulcist um 3 stíg að meðaltali á síðustu 30 -40 árum milli Franz Jósefs lands og Novaja Zelma. Pessar athuganir sýna, að sá hluti Golfstraums- ins, sem fellur milli Noregs og Spitzbergen inn í hið evrópiska heimskautsh,af hefir orðið fyrir magnaðri hitaaukningu. Hitaflutningur Golf- straumsins hefir töluvert aukist og í sarnbandi við það stendur, að vetrar I Norður-Evrópu hafai verið mildari. Rannsóknir á vetrarhita I Vestur-Evrópu og Mið-Evrópu með því að byggja, á gömlum veður- skýrslum, sýna, að fyrir og eftir 1715 hafi vetr- ar verið jafnmildir og þeir eru nú, cg sagt er að ísinn hafi þá verið með minnsta nróti í noro- urhöfum (Barentshafi). Sé lengra leitað aftur í tírnann, má finna, að köldustu tímabil hafa orðic' með 110 ára millibili um 1235, 1315, 1435, 1555, 1675 og 1875, en heitustu tímabilin 1275, 1355, 1515, 1610, 1715, 1835 og næsta timabil lík- lega 1945. Miklar hitabreytingar haía, líka orðið 220 hvert ár. Lofthitinn nær hámarki 1930 eða í byrjun 1940-áranna og skömmu þar á eftir fer svo smám saman að kólna aftur. Eftir þessu er enginn efi á, að yfir oss ganga stórfelld hitabreytingatímabil og orsökina verð- ur að leiða I ljðs með nægilega langri athugun á útgeislun sólarinnar. Sökum hins breytilega. Ismagns I norðurhöfum, hefir breyting orðið á dýrallfinu á sömu slóð- um. Fuglar taka að verpa eggjum f'yrr á vorin og margir farfuglar eru nú vetursetugestir I nyrztu löndum og nýjar s.kepnur berast þangað eins og mýbitið á Spitzbergen 1918. Blómtími jurta byrjar líka fyr. Skógarmörkin færast upp eftir fjöllum (um 100 metra I Noregi) og lengra norður en áður. Korn getur nú sprottið til fulls á fjallabæjum, og lengra norður eftir, þar sem áður fékkst eigi nema grænfóður. ★ I Himalayafjöllum h,afa fuglar sést I næstum 8000 metra hæð. Líkkista úr gulli. er nýlega fundin I konungagröfum I Egipta- landi. Pað var frakkneski vísindamaðurinn, próf. Montet, sem fann, og er þeim fundi jafnað til Tutankhamen-fundarins. hér.na um árið. Kistan fannst I Tanis og I grafhýsinu, sem varðvoizt hefir með öllu, er ein kc-nungsgi'öf. Þegar prófess- orinn kom inn I grafhýsið, fann hann iíkkistu úr sklru gulli á a.ltari úr kalksteini. Hjá henni fann ha. n tvær keinagrindur með mörgum gimsteinum. T a n i s fannst fyrir 70 árum og hefir síðan verið merkilegasti fundarstaður fornmenja á Egiptalandi. Tanis var griskt nafn á borgínni við Nílar-hólmana I noi ðvesturhorni Egiptalands; er s.ú borg einatt nefnd sem dæmi um það, hve feikna langt Egiptar gátu flutt steindranga þá er þeir höfðu til gra,fh,velfinga og bautasteina, al!a, leið frá grjótháminu I efsta Egiptalandi. Hún er þegar nefnd I elztu sögu Egipta;. Rams.es II. og aðrir Faraóar af 19. konungsætt (um 2100 f. Kr.) létu reisa þar stórkostlegar byggingar, t. d. s.túrt Set-musteri og fræga bókahöll. Pegai Grikkir stofnuðu Alexandríu (Alexander mikli), laut Tanis I lægra hal.di og 174 e. Kr. jöfnuðu Rómverjar hana við jörðu. Prátt fyrir það, þö nafn Psusennes konungs væri ritað með helgiletri á gulllcistuna, þá kom það þó I ljós, er kistan var opnuð, að' það var Shishak konungur, sem lá í kistunni. Var hið smurða lík hans s.kreytt mörgum gimsteinum. Fara.o Shishak var stofnandi 22. konungsættar- innar Hann var ættarhöfðingi frá Libýu, s.em herjaði á Egiptaland 945 f. Kr. og náði því á sitt vald. Til þess að ætt h,ans yrði lögmæt, þá kvæntist hann dóttur Faraós. Psusennes II., er menn hugöu I fyrstu að lægi I gullkistunni og var síðastur af 21. konungsættini, en Shishak steypti honum af stóli. Önnur dóttir Psusennes giftist (um 960 f. Kr.) Salómó konungi til að staðfest.a þann sáttmála milli ísrael og Egipta, sem Salómon hafði gert. Eftir því- er það mágur Salómons konungs, sem liggur i gullkistunni riku- lega skreyttur og órotnaður (smyrlingur: múmía). ★ Árlega, lcoma upp 350 000 húsbrunar I Þýzica- landi og er tjónið metið um 400 milljónir marka. með 110 ára millibili um 1235, 1315, 1435. Tveir þríðju brunanna, koma upp I sveitunum. Leikur barna með eldspýtur á sc'.k á 5000 brun- um á ári. ★ Ummæli þessara manna, sem allir voru heims- kunnir á sinni tíð, um bindindi og áfengisnautn, hefir kynslóð vor, sem nú lifir á þvi herrans ári 1939, gott af að kynna sér.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.