Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 4
44 HEIMILISBLAÐIÐ Nii nemum við staöar örliiia stunci á Egiptal,andi. Þar kannist þið við margt úr Biblíunnþ t. d. söguna um Jósep og bræður hansu Þið munið að Jósep var seldur sem þræll af'vondum og öfundssjúkum bræör- um, en af því hann var dyggðugur og trúr, var hann, er fram licíu stundir, settur yfir allt Egiptaland. Mikið af þessu landi er eyðimörk sem ekki er hægt; að komast yfir nema á úlföldum. Hvað úlfaldarnir rru þolinmóö’ir og gcðir! Þeir leggjast niður ef maður vill komast ó bak, svo fara þeii með mann hvert. sem vera vill og leggjast gætilega niður, þegar maður vill komast af baki; aftur. En nú kemur Súez-skurðurinn Það e’’ ekki nema 15 klukkutíma verið að fara um skurðinn, en áður en hann var grafinn, varð að fara alla leið suður fyrir Afriku, sem er mörg þúsund mílna löng leið.'Það eru 70 ár síðan lokið var við þenna skurð. Beggja megin við skurðinn er ekkert ann- að en eyðimörk. Dálítið fyrir vestan hann, Rauðahafsmegin, er gamall bær sem heitir Súez. Ekki langt þar frá er staðurinn sem ísraelsmenn gengu þurrum fótum yfir haf- ið frá Egiptalandi. Þegar Súez-skurðinum lýkur, er komið inn í Rauðahafið. Það er þúsund mílur á lengd eða eins langt og héðan til S-úður-Englands. Út úr norður- hliðinni gengur skagi og á honum er Sinai- fjallið, þar sem Drottinn birtist lýðnum og gaf þeim hin tíu boðorð sín, sem þlö uue- vitað kunnið. Á norðvesturhluta Rauðahafs- ins rignir alclrei. Engar ár renna í hafið. Þegar ferðinni um Rauðahafið er lokið, er komið við í Arabíu. Hana kannist bio við, ef þið hafið lesið »Þúsund og eina nótt«. Frá Arabíu til Kolombo, sem er á eyj- unni Ceylon(, er lengsti áfanginn, yfir Ind- landshafið, sem er helmingi lengra en Rauðahafið. Það er fátt. til skemmtunar á þeirri leið, nema ef til vill að sjá flug- fiskana, sem oftast eru í hópum. Þeir skvettast upp úr .sjónum og fljúga svo í smáspölum í kappi við skipið. Til Ceylon er gaman að koma. Þessi eyja. sem kölluð hefir verið perlan á enni Ind- lands., er afar falleg. Undir eins og skipið nemur staðar, hópast. menn í smábátum í kringum þaó, og mæna eftir því, að silfur- peningum sé kastaö niður í sjóinn. Þá steypa þeir sér fimlega út úr bátunum, stundum með vindil i munninum, og kafa eftir peningunum, sem þeir ná r á miðri leið, og blása svo frá sér reiknum, um leió og þeir sitjast í bá.tinn aftur. Þessir men i hafa hátt, því þeir hrópa og kalla hver í kapp við annan, til að fá fólk til að henda fleiri og fleiri silfurpeningum í sjóinn. Á þessari eyju er aðalheimkynni fílanna og þar eru þeir notaðir á líkan hátt og úlf- alclarnir á Egiptalandi og í Arabíu. Þeir bera s'g að eins og úlfald.arnir, þegar farið Börn J'rú Oddnýar Sen, Jón Sen og Signý Sen, á bahi á úlfalda og fíl.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.