Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1939, Blaðsíða 9
HEIMI LISBLAÐIÐ 49 Jóladagar á Hnetubúsprestssetri Eftir I\ikolaj 18 ára (Próf. Henrik Sharling) »Hvað er það — þessir vökustaurar?« »Bíðið þér nú við. Nú skal ég sýna yður það«. Og hún hljóp að eldiviðarkassanum. og kom aftur með tvo ofur litla trétitti. Svo braut hún annan tittinn um þvert, án þess þó að hann færi alveg sundur, og svo klemdi hún tittinn utan um annað augna- lokið, ,svo þau gátu ekki failið sarnan. »Svona á að fara að því, og svo er órnögu- legt að sofna, á meðan spítan toUir«. »Petta er þjcðráð', sagði ég; »það er bezt, að ég setji á mig vökustaura«. En tækifærið gekk mér úr greipum, því að í- þessu biii kom prestkonan til okkar; hafði hún séð, hvað við höfðum fyrir stafni, og fór nú að skúta okkur fyrir þetta uppátæki. Sagði hún, eins. og var reyndar alveg s.att, að það næði ekki nokkurri átt, að fara að setja á sig vökustaura, þegar menn ættu að skemta gestum. Nú voru góð ráð dýr. Ungfrúin hélt áfram að leika lag- ið. Og mér datt í hug, að líkja því við her- inn hans Xerxesar, ,sem var sjö sólarhringa að komast yfir sundið á milli Evrópu og Asíu. Hvert sem ég leit, þá var svefn- drungabragur a öllu og öllum. Ég leit á prestinn — það var eins og hann hefði ekki sofnað svefni í þrjá sólarhringa. Ég leit á Korpus Júris — hann stóð eins og merki- kerti og beit á neðri vörina á sér; það heíir líklega átt að koma í stað vökustauranna. Ég leit- á Gamla — hann sat eins og sofandi næturvörður og dottaði laghraðann með höfðinu. Ég leit á lampann — hann var víst að verða þur, eða að minrsta kosti virt- ist mér ljósið vera að sofna. Nú var aðeins ein von eftir og hún var bundin við kvöld- matinn. Það var ekki alveg ómögulegt, að hann kynni að hleypa í okkur einhverjum lífsanda. En sú von brást aigeriega. Matur- inn var borinn á borð, og við byrjuðum snæðing — en það sáust engin merki til veðrabrigða. — Þegar andi leiðindanna hefir einu sinni náð tangarhaldi á mönn- um, þá er varla mögulegt að: reka hann á dyr.aftur. Það er eins og hver sýki ann- an, og það eru engin læknislyf tiþ sem eigi við þessum sjúkdómi. Og meir að segja: feðgarnir voru alveg hættir að tala um hestana sína — þeir sátu steinþegjandi og átu mat sinn með leiðindum. »Þaö er eins og við værum í erfisdrykkju«, hugsaði.ég. Og' í raun og veru var það nokkurskonai’ erfisdrykkja. Við höfðum grafið kátínu og glaðværð, fjör og á.nægju. Og hver átti svo sök á þessu? Ekki var það Kjeldborgfjöl- skyldan, því hún hafði gert mest af öllum til þess að halda fjörinu og ánægjunni á lofti. Feðgarnir höfðu talað um hestana sína, þangað til enginn vildi hlusta á þá lengur, og ungfrúin hafði leikið á hljóð- færið, á; meðan nokkur vildi hlusta á leik hennar — og jafnvel lengur. Skyldi sökin hafa verið hjá prestinum og fjölskyldu hans? Neþ það var ómögulegt. Frá þeim streymdi venjulega líf og fjör. Nei, þar var sökin ekki. Eða var sökin máske hjá sjálf'- um mér? Án saka var ég' vissulega ekki. Ég hafði þotið í felur — það hafði þó Korp- us Júris ekki gert, fyrr en seínt og síð- ar meir. Já — þarna kom það: Ég hafði sýkt aðra með vonclu fordæmi mínu — og svo höfðu feðgarnir orðið argir, þegar á- heyrendurnir smá hurfu, hver á. fætur öðr- um. Og ég, sem átti að halda uppi heiðri hinna fjörugu stúdenta — en þarna sat ég eins og náttugla, etandi, gæsasteik og kartöflur, eins og æfagamall fauskur. Eða — var ég að lognast út af, fyrir fullt og allt? Var engin neisti eftir í mér af leik- a di fjöri, eða fyndniseldi? Ég leitaði og' leitaði, hugsaði og' hugsaoi; en þá. -— ja slíkt og því líkt — en hvort það voru heldur hugsanirnar, sem b 'Jgnuðu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.